Skessuhorn - 17.12.2014, Qupperneq 98
98 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014
Nú þegar nemendur og starfs-
fólk Grunnskóla Borgarfjarð-
ar á Varmalandi í Borgarfirði fara
í jólafrí kveður einn af kennurum
skólans eftir að hafa kennt þar frá
haustinu 1978. Sá kennari sem um
ræðir er Ingibjörg Daníelsdóttir
á Fróðastöðum í Hvítársíðu. Hún
segir gott komið í kennslunni. Ingi-
björg fer á eftirlaun sextug að aldri,
snýr sér að búskapnum og öðru því
sem að höndum ber. „Það er ekkert
gaman að vera með gamlan kenn-
ara. Margt hefur breyst. Tækninni
fleygir fram og það getur verið snú-
ið fyrir þann sem alinn er upp við
sveitasíma að átta sig á græjunum
sem nemendur eru með – er þetta
sími, tölva eða myndavél? Eða
kannski allt í senn? Óhjákvæmi-
lega breikkar því bilið milli mín og
nemendanna eftir því sem aldurs-
munurinn eykst. Þetta á einnig við
líkamlega. Ég hef t.d. oft farið með
krakkana í gönguferðir. Núna finn
ég að getan til þess hjá mér er far-
in að verða minni en áður. Það er
ekkert gaman að vera með gamlan
og haltan kennara. Þegar maður er
hættur að geta gert allt sem mann
langar til sem kennari þá er ekk-
ert sniðugt að halda áfram. Það er
líka ömurlegt að bíða með að hætta
þar til allir eru orðnir hundleiðir á
manni,“ segir hún kankvís á svip.
Kvíðir ekki
eftirlaunaárunum
Ingibjörg vill þó ekki verða mis-
skilin. Hún viðurkennir fúslega að
henni þyki mjög gaman að kenna.
„Ég held ég muni samt ekki sakna
kennslunnar þó ég sé mjög þakk-
lát fyrir að hafa varið starfsævinni
eða svo stórum hluta hennar í hana.
Þetta hefur verið mjög gefandi. En
þetta er orðið ágætt.“
Við sitjum í eldhúsinu á Fróða-
stöðum þar sem Ingibjörg býr með
Þorsteini Guðmundssyni. Hann
er vélaverktaki af ætt Húsfellinga.
„Við höfum búið saman í 25 ár og
eigum tvær dætur fæddar 1990 og
1992. Ásta er sú eldri. Hún nam
búvísindi á Hvanneyri og starfar
nú hjá Líflandi í Reykjavík. Unn-
ur yngri systir hennar stundar nám
í jarðfræði við Háskóla Íslands.“
Ingibjörg segir að hún kvíði ekki
verkefnaleysi nú þegar hún lætur af
störfum sem kennari. „Það er nóg
að gera hér á jörðinni. Svo er líka
mjög blómlegt hér núna í uppsveit-
um Borgarfjarðar. Það er svo margt
að gerast eða í burðarliðnum í alls
kyns uppbyggingu. Sjálf erum við
með 150 vetrarfóðraðar kindur,
hesta til gamans og nokkrar hæn-
ur. Það verður gaman að geta sinnt
fénu betur. Ræktunarþátturinn hef-
ur svolítið setið á hakanum hjá okk-
ur vegna anna við önnur störf. Ég
ætla líka að fara aðeins í Háskólann
á Bifröst og mennta mig. Hugs-
anlega mun ég koma upp einhvers
konar heimasölurekstri hérna á
Fróðastöðum, selja afurðir beint
frá búinu. Á Bifröst er nú búið að
setja á stofn matvælabraut þar sem
læra má hvernig svona fyrirtæki er
sett upp. Mig langar að fræðast um
það, taka þau námskeið sem mér
finnst áhugaverðust og gagnlegust
fyrir mig.“
Sama ætt setið Fróða
staði í nær 400 ár
Ingibjörg tók við Fróðastöðum af
foreldrum sínum. Engin ætt mun
hafa búið samfellt jafn lengi á nein-
um bæ í Borgarfjarðar- og Mýra-
sýslum. „Ég var einhvern tímann
að leika mér að fletta í Borgfirsk-
um æviskrám. Þar gat ég rakið for-
feður mína hér á Fróðastöðum al-
veg fram til um 1630. Mér finnst
ég finna fyrir nærveru þeirra þegar
ég fer um jörðina. Hér eru gamlar
tóftir, öskuhaugur og aðrar mann-
vistarleifar. Fyrir nokkrum árum
þegar grafið var fyrir íbúðarhúsi
sem stóð rétt hjá gamla bæjarstæð-
inu komu upp forn skæri sem hafa
verið mikill kostagripur og ég á í
dag hér uppi á stofuvegg. Ég hugsa
stundum til þess hve einhver for-
móðir mín hefur orðið miður sín
að tapa þessum skærum sem ég á í
dag.“
Þann 8. desember síðastliðinn
voru liðin 60 ár síðan Ingibjörg
fæddist á Fróðastöðum. „Faðir
minn var héðan. Hann hét Daní-
el Brandsson. Það er hans ætt sem
hefur búið hér mann fram af manni.
Móðir mín hét Unnur Páls-
dóttir. Hún var af Aust-
urlandi en kom hingað
ung kona sem farkenn-
ari í sveitinni. Hún
kynntist þá föður mín-
um. Hann var vetr-
armaður í Síðumúla
hér í Hvítársíðu en þar
var kennt hluta úr vetri. Þau
bjuggu svo í Fróðhúsum við
Svignaskarð í nokkur ár. Þar
fæddist elsta systir mín 1939.
Svo fluttu þau hingað og tóku
við Fróðastöðum af Svein-
björgu föðursystur minni. Hún
flutti hins vegar í Reykholtsdal
ásamt manni sínum þar sem þau
byggðu nýbýlið Runna. Hérna
fæddust svo næstu tvær systur
mínar, þær Sigríður og Gerður,
í torfbænum sem þá var enn búið
í. Þær eru átta og tíu árum eldri en
ég þannig að við erum fjórar og ég
langyngst.“
Þurfti harðfylgni
og dugnað við
uppbyggingu
Þegar Ingibjörg kom í heiminn
1954 var gamla sveitamenningin
óðum að víkja fyrir nútímalegri bú-
skaparháttum. Aldamótakynslóðin
svokallaða sem var fólkið fætt um
og upp úr árinu 1900 lagði hart að
sér við að byggja landið upp. „For-
eldrar mínir byggðu allt upp hér og
ræktuðu eins og reyndin var með
svo margt annað fólk til sveita sem
var af þessari kynslóð. Þetta fólk
vann geysilega mikið. Þau voru
með hefðbundið bú, bæði kýr og
sauðfé. Pabbi sagði mér eitt sinn
frá því þegar þau byggðu fjósið að
það stóð nær tilbúið síðla hausts
árið sem taka átti það í notkun. Það
lá á að fara að setja kýrnar inn til
vetrarvistar. Ekki var mögulegt að
nota áfram torffjósið. Þá stóð hann
og glerjaði glugga nýja fjóssins að
kvöldi til í haustmyrkrinu og notað-
ist við kertaljós svo hann gæti unn-
ið. Mér finnst þetta svolítið merki-
leg og myndræn saga sem sýnir hve
vinnuálagið var mikið. Fólk varð að
vinna meira en myrkranna á milli.“
Það var ekkert sjálfgefið í lífs-
baráttu alþýðufólks á Íslandi á fyrri
hluta og um miðbik síðustu aldr-
ar. „Þegar foreldrar mínir bjuggu
í Fróðhúsum við Svignaskarð þá
voru þau bara ungt fólk sem var að
reyna að koma undir sig fótunum í
lífinu. Þá fór mamma að kenna eitt
ár í Skorradal. Elstu systur minni
- Birnu - var einfaldlega kom-
ið í fóstur til móðursystur minnar
í Hafnarfirði. Foreldrar mínar sáu
hana ekki aftur fyrr en hún var bæði
farin að ganga og tala. Síðan gerð-
ist þetta aftur eftir að for-
eldrar mínir fluttu hing-
að að Fróðastöðum og
átak hófst við að koma
hér upp betra búi á
jörðinni. Þá var Birna
send til annarrar móð-
ursystur minnar vegna
þess að mamma var ráð-
in sem farkennari hér í Hvít-
ársíðu. Þar sem vegalengdir eru
miklar og hestar voru einu far-
artækin þá dvaldi hún á þeim
bæjum sem hún kenndi á og
ekki var möguleiki fyrir pabba
að sjá um búið ásamt því að
sinna fjög-
urra ára barni.
Svona var ein-
faldlega lífs-
baráttan um
og upp úr
seinna stríði.“
Menntun til að eiga
tekjumöguleika með
búskap
Ingibjörg ólst upp í Hvítársíðunni
en var í heimavistarskóla á Varma-
landi þar sem hún átti síðar eftir að
verða kennari í nærfellt fjóra ára-
tugi. „Síðan fór ég í Reykjaskóla í
Hrútafirði og svo suður til Reykja-
víkur í Menntaskólann við Tjörn-
ina sem þá var. Að því loknu lá leið-
in í Kennaraháskólann. Mig langaði
að búa hér á Fróðastöðum en vildi
ekki þurfa að eiga allt undir bú-
skapnum. Ég vissi vel hvernig nán-
ast allar tekjur af búrekstrinum fóru
aftur til baka í að standa straum af
kostnaðinum við hann. Hugsunin
hjá mér var sú að það yrði auðveld-
ara að komast af ef hægt yrði að afla
tekna utan búsins. Þá kom kannski
ekkert annað til greina en að fara í
kennaranám. Það var þó ekki svo
fjarlægt því móðir mín var kenn-
ari. Einnig föðursystur mínar og
pabbi sem hafði sömuleiðis fengist
við kennslu.“
Þegar Ingibjörg hóf störf við
Ingibjörg Daníelsdóttir kennari og bóndi á Fróðastöðum í Hvítársíðu:
Hættir kennslu eftir 36 ára starf við Varmalandsskóla
Ingibjörg Daníelsdóttir kennari og bóndi á Fróðastöðum í Hvítársíðu. Hún er einnig formaður Sögufélags Borgfirðinga. Hér
kynnir hún og selur bækur þess á jólamarkaði ársins í Nesi í Reykholtsdal.
Kennslukonan og bóndinn á Fróðastöðum nýtur hvíldar í reiðferð um Kjörina. Þar
fór Ingibjörg um með dætrum sínum.
Ingibjörg ásamt Þorsteini Guðmundssyni sambýlismanni sínum á þaki Borgar-
fjarðar, toppi sjálfrar Baulu. Hana klifu þau ásamt dætrum sínum og smalahund-
inum á Fróðastöðum.
Setið á tóftarbroti gamla leitaskálans í Gilsbakkaseli.Talið frá vinstri: Valdi á Háa-
felli, Eyjólfur í Síðumúla, Ingibjörg á Fróðastöðum, Jón á Haukagili, Jói á Steinum,
Ásbjörn á Ásbjarnarstöðum og Óli á Sámsstöðum. Myndina tók Andrés í Síðumúla
í 3. leit fyrir allnokkrum árum.
Skærin góðu sem
Ingibjörg nefnir
í viðtalinu eru
nú á stofuvegg
íbúðarhússins á
Fróðastöðum.