Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Síða 106

Skessuhorn - 17.12.2014, Síða 106
106 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Áhugaljósmyndarar eru víða og fer þeim fjölgandi eftir að stafræn ljós- myndatækni gerði slíkt áhugamál í senn auðveldara og ódýrara en áður. Þeir eru þó ekki margir sem taka þetta áhugamál svo alvarlega að ljósmyndunin sé framar flestu öðru sem þeir taka sér fyrir hendur. Mjög víða stunda áhugaljósmynd- arar ómetanlega samtímaskráningu fyrir sín byggðarlög, atvinnusög- una, menningarsögu og fleira. Þess- ir aðilar eru ekki endilega að ljós- mynda í atvinnuskyni heldur drífur áhuginn þá áfram. Samtímaskrán- ing af þessu tagi er oft vanmetin. Í raun ætti að verðlauna þetta fólk með einhverjum hætti; gera það að launuðum bæjarlistamönnum – því það eru þeir vissulega. Hér á Vesturlandi eru nokkr- ir sem stunda áhugaljósmyndun af kappi. Í jólablöðum Skessuhorns á liðnum árum hafa nokkrir áhuga- ljósmyndarar á Vesturlandi verið kynntir. Við köllum þetta fólk sam- tímasöguritara, fólk sem á í sínum fórum þúsundir mynda frá liðnum árum. Myndir sem varðveita annars glötuð augnablik. Fiktaði sem unglingur Sagnaritari samtímans að þessu sinni er áhugaljósmyndarinn og lögreglufulltrúinn Jónas Hall- grímur Ottósson. Jónas hefur lengi haft áhuga á ljósmyndun og var mjög áhugasamur sem ungling- ur. „Það voru til margar mynda- vélar heima sem ég fiktaði í. Afi hafði mikinn áhuga á ljósmyndun og átti því margar vélar og tók mik- ið af myndum. En þetta áhugamál var alltof dýrt á þeim tíma, það var svo dýrt að framkalla myndirnar,“ útskýrir Jónas og segist hafa lagt myndavélina til hliðar þar til staf- ræna tæknin kom til sögunnar. „Þá var ég búinn að vera að mynda eitt- hvað í vinnunni líka. Það var svo fyrir þremur til fjórum árum sem ég fékk delluna. Ég keypti mér al- mennilega vél en skipti henni fljót- lega út og bætti í linsusafnið,“ seg- ir Jónas. Fer á alla leiki Ljósmyndunin á hug Jónasar allan og segir hann að það sé lítill tími fyrir önnur áhugamál. Hann hef- ur þó gaman af veiði og þau hjón- in eiga sumarhús á Vestfjörðum. „Ég er alltaf með miklar taugar vestur. Þegar kemur að landslags- myndun eru Vestfirðirnir í algjöru uppáhaldi og mér þykir mjög vænt um þann landshluta.“ Þegar Jónas byrjaði að mynda tók hann fyrst og fremst myndir af dýralífi og lands- lagi. Hann er alltaf með myndavél- ina á sér og nýtir hvert tækifæri sem gefst til að taka myndir. „Þetta helst í hendur við áhugann á mannlífi og náttúrunni. Í dag finnst mér mjög gaman að taka myndir af íþrótta- viðburðum. Strákurinn er að æfa körfubolta og ég fór með hann á leik. Ég tók myndavélina með til að æfa mig og það endaði þannig að nú fer ég á alla leiki. Það er svo gaman að mynda á íþróttaleikjum og myndirnar efla áhuga annarra á íþróttinni,“ útskýrir Jónas. Læra af hvert öðru Jónas er algerlega sjálflærður í ljós- myndaiðninni. Hann segist hafa lært listina með því að lesa sér til, prófa sig áfram og læra af mistök- unum. Vorið 2012 gekk hann í Vit- ann, ljósmyndaklúbb Akraness. „Ég hef lært mikið af félögunum þar. Í klúbbnum má finna sérfræðinga á sínu sviði í öllu. Þar eru sérfræð- ingar í portrettmyndum, lands- lagsmyndum, fuglum og svo fram- vegis.“ Jónas er í dag varaformað- ur Vitans. „Það eru í kringum 30 manns sem mæta á fundina sem haldnir eru hálfsmánaðarlega. Við í stjórninni undirbúum og skipu- leggjum fundina, sem voru til að byrja með spjallfundir en það hef- ur breyst. Í dag er markviss fræðsla um ákveðin atriði á hverjum fundi eða vinnustofur þar sem fólk prófar eitthvað nýtt og hjálpar hvert öðru. Við komum til skila þekkingu sem við búum yfir og lærum nýja hluti í samvinnu við hvert annað.“ Skemmtilegt ef reynir á Jónas segir mikla græjudellu fylgja þessu áhugamáli hjá mörgum. Sumir kaupi meira en þeir þurfa og jafnvel meira en þeir hafi efni á. Hann sjálfur hefur látið Canon 7D myndavélina sína duga undan- farin ár. „En ég á slatta af linsum. Ég nota mismunandi linsur eftir hvað ég er að fást við. Þetta áhuga- mál kallar svolítið á meiri græj- ur en þá er mikilvægt að gæta hófs og vera ekki að kaupa eitthvað sem í raun þarf ekki,“ segir hann. Jón- asi þykir skemmtilegast að mynda við aðstæður þar sem erfitt er að ná góðri mynd. „Það er skemmtileg- ast ef þetta er krefjandi og reynir á. Til dæmis í eitt sinn þegar ég var að mynda kríu, þá tók ég um 1500 myndir til að ná 20 góðum og fullt af sæmilegum. Að mynda við krefj- andi aðstæður er svolítið eins og veiði. Þetta sameinar því útrásina fyrir veiðina, sköpun, græjudellu og útivist.“ Jónas hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum hjá Vitanum. Ljós- myndir hans má finna á Facebook undir Jónas Ottós photography og á Flickr. Þá eru íþróttamyndir hans birtar á vefsíðum íþróttafélaganna. „Ég stefni á að halda sýningu ein- hvern tíma þegar mér finnst ég eiga nóg af myndum til að sýna. Ann- ars finnst mér alltaf gaman þegar ég er beðinn um að taka myndir af ákveðnum verkefnum. Líkt og þeg- ar ég myndaði Akratorg fyrr í haust þegar kveikt var á nýjum ljósabún- aði í bleikum október,“ segir sagna- ritarinn Jónas að endingu. grþ Sagnaritarar samtímans 2014 er Jónas Hallgrímur Ottósson áhugaljósmyndari Hraunfossar í Borgarfirði. Jónas Hallgrímur Ottósson lögreglu- fulltrúi og áhugaljósmyndari. Óðinshani hefur sig á loft. Vörubifreið á leið yfir Mjóafjarðarbrú.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.