Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 108

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 108
108 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 SK ES SU H O R N 2 01 4 Undanfarin misseri hafa orð- ið mjög tíðar bilanir á heita- vatnslögn Orkuveitu Reykja- víkur til Akraness og hefur það valdið íbúum nokkrum ama. Þessar tíðu bilanir má rekja til þess að lögnin er barn síns tíma og hefði fyr- ir löngu átt að vera búið að endurnýja hana. Til þess að bregðast við þessu ófremd- arástandi var í sumar ráð- ist í byggingu forðatanks á Akranesi. Er þar um að ræða mjög kostnaðarsama nauð- vörn af hálfu stjórnenda fyrir- tækisins. Þá fjármuni hefði ver- ið hægt að nýta á annan og hag- kvæmari hátt ef eðlilegu viðhaldi og endurnýjun hefði verið sinnt. Nú sitja íbúar í súpunni eða réttara sagt í köldum húsum og geta fátt gert annað en að bölva ástandinu í hljóði og vonast eftir betri tíð með blóm í haga. Það hefur hins vegar vakið at- hygli að með reglubundnum hætti hafa borist tilkynningar frá Orkuveitunni þar sem starfs- fólk fyrirtækisins biðst afsökunar vegna þessa slæma ástands. Mér er ekki kunnugt um að starfsfólk Orkuveitunnar hafi gert nokk- urn skapaðan hlut af sér. Þvert á móti hefur starfsfólkið unnið baki brotnu sólarhringum sam- an við erfiðar aðstæður og þann- ig lágmarkað það tjón sem ella hefði orðið. Almannatenglar og yfir- stjórn Orkuveitunnar bæta ekki laskaða ímynd fyrir- tækisins með því að láta líta svo út að starfsfólkið beri ábyrgð á því ástandi sem nú varir. Stjórn og stjórnendur fyrirtækisins á undanförnum árum bera hins vegar ábyrgð á þessu ástandi vegna rangra ákvarðana. Það er þeirra að biðj- ast afsökunar. Eftir því er beðið. Starfsfólki Orkuveitunnar færi ég hins vegar þakkir fyrir fórn- fýsi við afar erfiðar aðstæður. Halldór Jónsson Höfundur er viðskptavinur Orkuveitu Reykjavíkur. Nú er ár liðið frá íbúaþingi sem haldið var á vegum Grundarfjarðar- bæjar í nóvember í fyrra og því ekki úr vegi að rifja upp helstu skilaboð íbúa og hvernig þeim hefur verið fylgt eftir. Á þinginu voru flutt erindi um sjávarútveg, ferðaþjónustu, Svæð- isgarðinn Snæfellsnes, menntun og málefni ungs fólks og eldri borg- ara. Þátttakendur stungu síðan upp á umræðuefnum sem rædd voru í hópum. Í samantekt um íbúaþingið er sagt frá erindunum og niðurstöð- um umræðuhópa. Eftir þingið fór stýrihópur yfir hugmyndir sem fram komu og gerði tillögur um eftirfylgni, sem bæjarráð fjallaði um. Sumt var einfalt að framkvæma og annað stærra og flóknara og þarf lengri tíma. Einhverjar hugmynd- anna eiga ekki eftir að verða að veruleika og aðrar snúa að félaga- samtökum, fyrirtækjum og stofn- unum, t.d. skólunum og eru í þeirra höndum. Sem dæmi um atriði sem hafa verið framkvæmd má nefna að hjólabrettarampur var settur upp á skólalóð grunnskólans og hald- inn var tiltektardagur. Opnunar- tími sundlaugar var lengdur, en draumurinn um heilsársopnun er háð nýjum og ódýrari lausnum í kyndingu. Vetrarnýting íþrótta- húss hefur aukist, m.a. með íþrótta- skóla barna. Verið er að efla starf- semi ungmennaráðs og verður á næsta ári lagt aukið fjármagn í starf félagsmiðstöðvarinnar Eden. Að- staða við Kirkjufellsfoss hefur ver- ið bætt til muna. Sögumiðstöðin stendur öllum til boða fyrir félagsstarf, ungum sem öldnum og hugmyndir um þjón- ustu bókasafnsins eru í traustum höndum forstöðumanns. Uppi eru hugmyndir um að Svæðisgarðurinn Snæfellsnes muni halda utan um ýmis þróunarverk- efni í ferðaþjónustu, þar með af- þreyingu fyrir farþega skemmti- ferðaskipa. Brátt kemur að endurskoðun aðalskipulags og þar verður m.a. mörkuð stefna um göngustíga og útivistarsvæði innan bæjar og utan. Steinatjörn var fólki ofarlega í huga á þinginu og virðast bæði ungir og aldnir Grundfirðing- ar sakna tjarnarinnar. Tjörnin er hluti af stærra vatnakerfi og flókið að finna lausn sem hentar og kost- ar ekki of mikið, en er til skoðunar. En það er ánægjulegt að segja frá því að styrkur fékkst frá Menning- arráði Vesturlands til að hanna Pa- impolgarðinn, í samstarfi við Land- búnaðarháskólann á Hvanneyri og munu tillögur liggja fyrir í vor. Stýrihópurinn Sú fjárhagsáætlun sem samþykkt var í bæjarstjórn Akraneskaupstað- ar 11. desember sl. er ekki áætlun mikilla breytinga þar sem lítið fjár- magn er til staðar til framkvæmda. Þó er eitt og annað jákvætt sem gert er ráð fyrir að ráðast í á nýju ári og teljum við það vel. Þetta eru hlut- ir eins og að leggja aukna áherslu á velferðar- og mannréttindamál og skóla- og frístundamál með nýju stjórnskipulagi, ráðast í breyting- ar á sambýlinu við Vesturgötu og breyta því í íbúðasambýli, ráð- stafa fé í húsafegrunarsjóð og setja á stofn þróunarsjóð fyrir skóla- og frístundastarf í bænum. Öll þessi mál eru í anda stefnumála Samfylk- ingarinnar og við erum ánægð með að þau nái fram að ganga í þessari fjárhagsáætlun. Nokkur atriði í þessu frumvarpi til fjárhagsáætlunar teljum við þó gagnrýni verð og skulu þau helstu hér upp talin: Við gagnrýnum óþarfa kostn- að vegna áheyrnarfulltrúa meiri- hutaflokkanna í ráðum bæjar- ins. Við teljum að eðlilegt væri að Sjálfstæðisflokkur og Björt framtíð skiptu á milli sín sætum aðalmanna í ráðum, en slepptu því að skipa áheyrnarfulltrúa frá meirihlutan- um. Þannig teljum við að form- legur meirihluti eigi að vinna; sem ein heild en ekki sem tveir flokk- ar. Okkar skoðun er sú að rétt- ur til áheyrnarfulltrúa sé hugsað- ur til að tryggja lágmarks aðkomu framboða sem lenda í minnihluta í bæjarstjórn eftir kosningar en ekki til að tryggja meirihlutanum fleiri sæti til að deila út. Þarna teljum við að spara megi hátt í fjórar milljónir á ári sem hægt væri að nýta í önn- ur verkefni á vegum bæjarins, sem verið er að setja á frost á næsta ári. Svo virðist sem lítið verði gert í lagfæringum á götum og gang- stéttum bæjarins á næsta ári. Einn- ig er ljóst að fyrir þá peninga sem lagðir eru í viðhald verður væntan- lega ekki mikið hægt að vinna nið- ur það viðhald sem komið er á tíma á fjölmörgum mannvirkjum bæjar- ins. Þetta er óheillaþróun sem við óttumst að verði bæjarfélagin afar dýrt á endanum. Við gagnrýnum 5 milljóna króna niðurskurð í menningar- málum á Akranesi þar sem við telj- um þennan þátt afar mikilvægan í bæði menningarlífi og ferðaþjón- ustu í bænum. Þarna má t.d. nýta þann pening sem fer í að halda úti auka áheyrnarfulltrúa meirihlutans í ráðum kaupstaðarins. Við gagnrýnum flatan niður- skurð á gjaldaliðum utan launa- liða til reksturs stofnana Akranes- kaupstaðar uppá 37 milljónir eða um 3,4%. Við teljum eðlilegra að forgangsraða í þessum niðurskurði þar sem stofnanirnar hafa misjöfn tækifæri til frekari niðurskurðar í sínum rekstri. Þrátt fyrir gagnrýni okkar á ákveðna þætti í fjárhagsáætlun- inni erum við þó samþykk henni í veigamestum atriðum og sam- þykkjum hana því eins og hún ligg- ur fyrir. Ingibjörg Valdimarsdóttir og Valgarður L. Jónsson Höf. eru bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar á Akranesi. Pennagrein Ári eftir íbúaþing í Grundarfirði Pennagrein Fjáhagsáætlun Akraneskaup­ staðar fyrir árið 2015 Pennagrein Hvað hefur starfsfólk Orkuveitunnar gert af sér?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.