Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Qupperneq 110

Skessuhorn - 17.12.2014, Qupperneq 110
110 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Valdís Þóra Jónsdóttir komst örugglega inn á lokaúrtökumótið fyrir LET Evrópumótaröð kvenna sl. fimmtudag þegar hún lauk fjórða hringnum á fyrra úrtökumótinu. Keppni byrjaði mánudaginn 8. des- ember og stóð í fjóra daga. Val- dís endaði í 8.-11. sæti sem er frá- bær árangur. Síðasti hringurinn var samt hennar lakasti á mótinu en þá lék hún á 80 höggum eða sjö högg- um yfir pari vallarins. Besti hring- urinn var á öðrum degi enn þá spil- aði hún á parinu en þremur og fjór- um dögum yfir hina tvo dagana. Alls léku 78 kylfingar á þessu móti en fyrra stig úrtökumótanna fór fram í þremur hlutum og kom- ust 42 áfram af þessum velli sem Valdís var að spila á, á lokaúrtöku- mótið. Það fer fram dagana 17.-21. desember og verður leikið á tveim- ur völlum, Samanah og Al Maaden í Marrakech í Marokkó. Tveir ís- lenskir kylfingar leika á lokaúrtöku- mótinu en Ólafía Þórunn Krist- insdóttir Íslandmeistari í höggleik 2014 náði einnig að komast í gegn- um fyrra stig úrtökumótsins í Mar- okkó í byrjun nóvember. Þetta er í annað sinn sem Valdís Þóra keppir á lokaúrtökumótinu. Í fyrra tókst henni ekki að komast í aðalmóta- röðina en árangurinn núna gefur tilefni til mikilla væntinga. þá Valdís Þóra Jónsdóttir golfklúbbnum Leyni er hér ásamt kylfubera sínum í Marokkó. „Þetta er frábær karl og gaman að hafa hann með sér enda kunni hann vel á völlinn,“ sagði Valdís Þóra. Valdís Þóra komst örugglega áfram á lokaúrtökumótið Hvert er besta jólanammið? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Sigurður Þór Sigursteinsson: Mackintosh, það er ekki flókn- ara. Áslaug Anna Einarsdóttir: Það er konfektið frá Nóa og Sír- íus. Þorgerður Ólafsdóttir: Karamellur og brjóstsykur. Ólafur Bjarni Ólafsson: Ætli það séu ekki súkkulaði - jóla- sveinarnir. Hlynur Steinn Arinbjörnsson: Það er bara Mackintosh, ekki spurning. Fyrsta landsmót Skotsambandsins í Borgarnesi Landsmót Skotsambands Íslands var haldið í Borgarnesi á laugardaginn. Var þetta jafnframt fyrsta landsmót STÍ sem haldið er í nýrri skotað- stöðu Skotfélags Vesturlands í Borg- arnesi. Á mótinu bar Jórunn Harð- ardóttir sigur úr býtum í loftskamm- byssu kvenna með 368 stig og Ás- geir Sigurgeirsson sigraði í karla- keppninni með 575 stig. Þá sigraði Margrét Skowronski í loftskamm- byssu unglinga með 294 stig og Jór- unn Harðardóttir vann einnig loft- riffilkeppnina með 392,7 stig. Skor Ásgeirs og bæði skor Jór- unnar eru yfir gildandi Ólympíu- lágmarki (MQS). Þau eru öll í Skot- félagi Reykjavíkur. Í loftskamm- byssu karla varð Thomas Viderö SFK annar (559) og Ívar Ragnarsson SFK þriðji (553). Í loftskammbyssu kvenna varð Bára Einarsdóttir SFK önnur (346) og Guðrún Hafberg varð þriðja (323). Arnar H. Bjarna- son úr SFK keppti í unglingaflokki í loftriffli og bætti þar eigið Íslands- met með 420 stig. Í loftriffli karla sigraði Theódór Kjartansson úr SK með 555,7 stig, annar varð Logi Benediktsson úr SFK með 547,4 stig og í þriðja sæti Þorsteinn Bjarn- Jórunn Harðardóttir mundar hér byss- una á mótinu í Borgarnesi. Kristín Benediktsdóttir er í hópi nokkurra tómstundabænda með sauðfé í Stykkishólmi. Þegar kom fram á jólaföstuna áttu hún enn eftir að heimta Móbotnu tveggja vetra ær og með henni gengu tvö hrútlömb þegar hún fór á fjall síð- asta vor. Í liðinni viku fréttist af fé sem komið hafði ofan í gryfjurn- ar skammt frá gatnamótunum nið- ur í Bjarnarhöfn. Þegar að var gáð reyndist Móbotna vera þarna kom- in með lambhrútana sína tvo. Þetta var einmitt í einu stórviðranna sem gekk yfir landið í lok síðustu viku. Móbotna og hrútlömbin voru vel á sig komin og báru það með sér að beitin hafi verið nóg núna fram eft- ir vetri. Líklegast er talað að þau hafi haldið sig innst í Hraunsfirð- inum síðustu vikurnar. þá Heimti síðustu kindina Kristín með Móbotnu og lambhrútana tvo. arson úr SR með 464,4 stig. Í liða- keppni karla í loftskammbyssu sigr- aði A-sveit SFK með 1,665 stig, A- sveit SR varð önnur með 1,614 stig og í þriðja sæti A-sveit SKV með 1,523 stig. mm/stí Allt frá því þegar Æsir veiddu Loka í ádrætti við Fránangursfoss (karl- inn hafði brugðið sér í laxalíki og fal- ið sig þar) hefur maðurinn verið frá sér numin yfir því að veiða lax. Kon- ungur hafsins verið nytjaður víða um veröld síðan frásögnin af þess- ari frægu veiðiferð ásanna var rit- uð á kálfsskinn, búsvæði hans hafa þó lotið lægra haldi með auknu um- fangi mannsins og hreinlega orðið undir vegna mengunar frá mannin- um sem skýtur skökku við því veiði- menn vilja veiða í hreinum ám sem eru fullar af laxi, umkringdir fögru umhverfi. Hefur orðið vakning þar líkt og í öðrum sviðum samfélagsins en árið 2009 fékk áin Signa í Frakk- landi sína fyrstu laxa aftur eftir 100 ára fjarveru og er það að þakka því mikla hreinsunarstarfi sem átt hef- ur sér stað í og við ána síðustu árin. En það er ekki það sem ég ætla að tala um í þessum pistli heldur annars konar hugleiðingar. Breytingin á háttum veiðimanna hefur verið mér hugleikin síðustu árin. Nú þykir ekki lengur nóg að hafa græjur til að veiða heldur líka græjur og útbúnað til að ná nær- myndum, myndir undir yfirborð- inu, time-löpsum og hvaðeina. Mér er stundum til efs að þeir sem stunda þessa blönduðu íþrótt and- ans viti hvernig veðrið var og um- horfs í kringum þá nema þá með hjálp myndskeiða sinna og veður- upplýsinga. Fólk er orðið svo upp- tekið við að deila öllu með öllum og er ofan í símanum þegar það er á veiðislóð, tökustað afsakið mig, orð- ið tökustaður hefur nefnilega öðlast nýja merkingu. Teknar eru „sjálfur“ (íslenska orðmyndin af selfie) með veiddum fisk og þær eru byggðar þannig upp að glaðbeittur veiðimað- urinn heldur á myndavélinni rétt fyrir ofan hausinn á sér svo að and- lit og veiðihúfa er 70% af myndinni, svo sést glitta í fiskhöfuð, einhverj- ir kannast við myndefnið. Svo mik- ið er um þessa tæknivæðingu nútíma stangveiðimannsins, eða tækniveiði- mannsins, að fyrr í haust þótti þjóð- garðsverði nóg um þegar menn voru farnir að kafa með myndavélarnar sínar ofan í Öxará til að ná myndum af tilhugalífi Þingvallaurriðans. Svo mikið var hann myndaður að fólk óttaðist að hængarnir fengju sviðs- skrekk, næðu honum hreinlega ekki upp. Hvað yrði þá um ísaldarurrið- ann, spurðu verndunarsinnar. Tekin var sú ákvörðun að banna upptöku- vélar á ástarbeði lónbúans, urriða- dansinn hefur reyndar verið vel nó- teraður af hinum fróma fiskahvíslara Jóhannesi Sturlaugssyni. Þar sýnir hann gestum og gangandi það sem ég vill kalla urriðaþukl, svona líkt og hrútaþukl. En aftur að laxveiðinni. Maður og lax, lax og kona. Þetta ástarsamband sem löngum hefur glatt hjörtu og sál þess sem heldur á veiðistöng, en hef- ur þróast að miklu leyti í einskon- ar haltu mér slepptu mér samband þar sem laxinn er veiddur, myndað- ur, mældur og sleppt aftur. Jafnvel er kauði lagfærður eftir á í heimilistölv- unni líkt og stjörnur nútímans þar sem fiskilýs og netaför eru fjarlægð. Veiða og sleppa, V/S hefur vakið upp svo eldheitar samræður milli fólks og sterkar líkingar, sumir eru á móti öllu dýralífi á jörðinni og hata grænmeti nú eða eru þá friðelskandi dýravinir sem tala við tré og steina. Hvort er betra, það ætla ég ekki að rekja hér í þessum pistli, mér er nefnilega annt um velferð mína. En ef það væri ekki fyrir þessar deilur um sem hafa alltaf fylgt stangveiðinni þá væri hætt við því að engin stangveiði væri stund- uð, menn þurfa nefnilega alltaf að deila sjáðu til. Með kveðju. Axel Freyr, Borgarfirði. Pistill Af tækniveiðimönnum og urriðaþukli Sjálftaka (selfie) við Langavatn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.