Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Qupperneq 58
ULFHTLDUR DAGSDOTTIR
þar sem áhugafólk um ástardrama annars vegar og glæpasögur hins veg-
ar sá myndina á ólíkan hátt. Þetta kemur þó ekki í veg fyrir að myndmál
er tungumál sem getur verið „alþjóðlegra“ (en til dæmis íslenska).16
Ahersla Jenks er, eins og áður sagði, ífemur á hugmyndirnar mn aug-
að en viðhorf til ímynda og til grundvallar greinimti liggur það viðhorf
hans að „heimurinn [sé] ekki tilbúinn þarna úti, að bíða efdr því að vera
„séður“ af „hlutlausu áhorfi“ hins „bera auga“. Það er ekkert eðlislægt
eða eiginlegt „þarna útd“, eitthvað sem er áhugavert, gott eða fallegt, líkt
og hið viðtekna menningarlega viðhorf gefur tdl kynna“.' Og þetta við-
tekna viðhorf vestrænnar memiingar felur í sér ofinat á sjón, þar sem
sjónin er „séð“ sem hlutlaust tól - að sjá er það sama og skilja og þekkja
(„það gefur auga leið“). Þessu til stuðnings bendir Jenks á lýsingu W.J.T.
Mitchell á því hvernig sjálf hugmyndin um „hugsun“ eða „hugmynd“ sé
formuð á sjónrænan hátt,18 sbr. íslenska orðið hugmynd. Og eins og áður
sagði er þessi áhersla á sjónina - augað - órjúfanlegur þáttur nútímans,
líkt og Martin Jay hefur bent á.19 Jenks skoðar hvernig þessi hugmynd
um augað er hluti af vestrænni þekkingarfræði, sem miðast þá einmitt við
það að sjá, felur í sér að bera kennsl á eitthvað, þekkja það, hafa það í
sjón-máli.20 Þannig er sjónin alltaf nátengd hugmynduin um þekkingu
og þessi þekking augna-ráðsins21 felur iðulega í sér fjarlægð eða fjarlæg-
ingu sem síðan grundvallast á ákveðnu hludeysi. Sem dæmi má taka
orðatiltæki eins og: „Það gefur auga leið“, „það er augljóst“, „sjón er
sögu ríkari“, en þau gefa öll til kynna hinn þekltingarlega hroka sjón-
16 Þessi alþjóðleiki er eitt af því sem Mirzoeff telur sjónmenningu til tekna og vissu-
lega er mikið til í því. Umræðan um myndmál sem alþjóðlegt tengist sérstaklega
kenningum um myndlæsi sem er nokkuð stórt svið innan sjónmenningar og krefst
því sérstakrar úttektar, en um þessa hlið sjónmenningar mun ég fjalla í annarri grein.
17 Chris Jenks, „The Centrality of the Eye in Westem Culmre“, bls. 10.
18 Enska orðið idea kemur af grískri sögn og þýðir „að sjá“. sbr. Chris Jenks, sama rit,
bls. 1. Sjá líka WJ.T. Mitchell, Iconolcgy: Image, Text, Ideology, Chicago og London,
The University of Chicago Press 1987 (1986), bls. 5.
19 Þrátt fyrir þessa ofuráherslu hefur að mati Jenks ekki verið nægilega mildð fjallað
um þennan þátt nútímasamfélags og það hefur ekki mótast tungumál til að fjalla urn
þetta. Þess ber að geta að greinin er skrifuð árið 1995 og síðan hefur sjónmenningu
vaxið fiskur um hrygg.
20 Þessa nýstárlegu notkun á orðinu sjónmál hef ég frá Astráði Eysteinssyni, sjá grein-
ina „Hin kvika menning: Um menningarffæði og lifandi myndir“ í Heimur kvik-
myndanna, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík, Forlagið og art.is 1999.
21 Þessi notkun á orðinu augnaráð birtist í grein Sigurjóns Baldurs Hafsteinssonar,
,ykugna-ráð“, í Flögð ogfógur skinn, ritstj. Jón Proppé, Reykjavík, art.is 1998.
56