Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Síða 130
JOSEPH KOSUTH
heimspeki Wittgensteins mildl áhrif á hann og einnig ýmsir heimspekingar sem
fylgdu rökfræðilegri raunhyggju, m.a. breski heimspekingurinn A.J. Ayer.
Heimspeki 'U/ittgensteins hafði reyndar þegar haft mikil áhrif á bandaríska urn-
ræðu um heimspeki listarinnar,1 en verk Kosuths eru eitt skýrasta dæmið um
áhrif heimspeki hans á hstsköpunina sjálfa.
Enda þótt Kosuth líki listinni við tungumál og hstaverkum við setningar sem
staðhæfa hvað list sé, væri sú kenning ekki jafn afdrifarík ef ekki kæmi til hinn
skarpi greinarmunur sem hann gerir á iist og fagurfræði. Sjónræn upplifun og
sjónræn áreiti koma listinni ekkert við að hans mati, ekld heldur skírskotun dl
mannlegrar reynslu eða neitt sem stendur „utan“ við listina. Fallegir hlutir eru
ekki heldur list og list þarf ekld að vera falleg. Listin er tungumál og listaverkin
staðhæfa hvert inntak listarinnar er, þau eru könnun á listhugtakinu sjálfu, en
ekld farvegur fyrir sjálfstjáningu eða fomitilraunir. Kosuth orðar þetta svo að
listinni svipi til rökhæfinga, en greinarmunurinn á rökhæfingum og raunhæfing-
um varð viðtekinn í heimspekinni á 17. öld og var mjög haldið á loft af rökifæði-
legri raunhyggju á fyrstu áratugum 20. aldar. Rökhæfingar eru setningar sem eru
sannar í krafti inntaks síns, hugtakanna sem eru notuð í setningunni. Hið sígilda
dæmi er setningin: Allir piparsveinar eru ókvæntir karlmenn. Raunhæfingar eru
aftur á móti sannar í krafti umtaks síns eða tilvísunar, þess sem þær segja mn
veruleikann. Sígild dæmi eru setningar á borð við: Snjór er hvítur eða Það er
rigning úti núna. Kosuth beitir þessum greinarmuni á listina og telur að listin sé
ekki eins og raunhæfing, því að hún veiti okkur ekki upplýsingar tun heiminn,
heldur sé hún eins og rökhæfing sem vísi til sjálfrar sín og staðhæfi að hún sjálf
sé Hst. Listaverkin eru þá eins konar fallyrðingar um listina sjálfa, semingar sem
setja fram ætlun listamannsins, hugmynd hans mn hvað listin sé. Að vissu leyti
enduróma þessar hugmyndir kenningar bandaríska heimspekingsins Arthurs C.
Danto um listheiminn sem hann sendi ffá sér árið 1964, þar sem hann hélt því
fram að það sem gerði listaverk að list væri í raun og veru ákveðin kenning um
list. Það væri því ekki útlit listaverks, heldur hugmyndalegt inntak, eða ætlun
listamannsins og samband hennar við listheiminn, sem réði því hvort það teld-
ist list eða ekki.2
Konseptlistin átti mikinn þátt í því að listamenn sneru sér í auknum mæli burt
frá hefðbundnum listformum, málverki og skúlptúr, og reyndu fyrir sér með
nýjum miðlum svo sem Ijósmyndum, bókum og gjörningum. Ahrifa hennar gæt-
ir enn í samtímamyndlistinni þar sem sjá má að myndlistarmenn vfnna oft verk
sín út ffá einhverri tiltekinni hugmynd sem þeir setja fram í því formi eða efni
sem best hentar í stað þess að öðlast tæknilega færni eða vald á tilteknum iniðli.
A hinn bóginn búa verkin yfir margvíslegri skírskotun, tilvistarlegri, félagslegri,
1 Sbr. Morris Weitz, „Hlutverk kenninga í fagurffæði“, Ritið, 1/2003, bls. 183-196.
2 Sbr. Arthur C. Danto, „Listheimurinn“, Ritið, 1/2003, bls. 147-162.
128