Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 147
LIST EFTIR HEIMSPEKI
Okkur er nú ljóst að frumforsendur rúmfræðinnar eru einfald-
lega skilgreiningar og að frumsetningar rúmfræðinnar eru ein-
faldlega rökréttar afieiðingar af þessum skilgreiningum. Rúm-
ffæðin sem slík fjallar ekki um efnislegt rúm; sem slík er ekki
hægt að segja að hún fjalli „um“ neitt. En við getum notað
rúmfræði tdl þess að rökræða um efhislegt rúm, þ.e.a.s. þegar
við erum einu sinni búin að gefa frumforsendunum efnislega
túlkun, getum við snúið okkur að því að beita afleiddum for-
sendum á þá hluti sem fullnægja skilyrðum frumforsendnanna.
Hvort ákveðinni rúmffæði megi beita á hinn raunverulega efh-
isheim eða ekki, er spurning um reynslu og fellur utan sviðs
rúmfræðinnar sem slíkrar. Þess vegna er út í hött að spyrja
hverjar af hinum ýmsu rúmfræðum sem við þekkjum séu rang-
ar og hverjar réttar. Að því leyti sem þær eru allar mótsagna-
lausar eru þær allar réttar. Sú seming sem kveður á um að
ákveðin beiting tiltekinnar rúmffæði sé möguleg, er ekki sjálf
setning innan þeirrar sömu rúmfræði. Allt sem rúmfræðin sjálf
segir okkur er að ef eitthvað kemur heim og saman við skil-
greiningamar þá muni það einnig koma heim og saman við af-
leiddu forsendurnar. Hún er því hreint rökffæðilegt kerfi og
semingar hennar era hreinar rökhæfingar.26
Héma tel ég að sé að finna lífvænleika listarinnar. Á tímum þegar hefð-
bundin heimspeki er óraunveruleg vegna þeirra forsendna sem hún gef-
ur sér, veltur tilvera listarinnar ekki aðeins á því að hún sé ekkt að gegna
einhverju þjónusmhlutverki - skemmta, veita sjónræna (eða aðra) upplif-
un eða skreyta - sem menningarleg lágkúra og tækni geti auðveldlega séð
um í hennar stað, heldur verður hún einkum lífvænleg með því að taka
ekki heimspekilega afstöðu; því að meðal þess sem er einstakt við listina
er að hún getur haldið sig í fjarlægð ffá heimspekilegum dómum. Að
þessu leyti á Hstin margt sammerkt með rökfræði, stærðfræði og einnig
vísindum. En þar sem sú viðleitni er nytsamleg, þá er listin það hins veg-
ar alls ekki. Listin er að sönnu aðeins til sjálfrar sín vegna.
Á þessu tímaskeiði mannkyns, eftir heimspeki og trúarbrögð, gæti list-
in hugsanlega verið sú viðleitni sem uppfyllir það sem á öðrum tímum
hefði verið nefnt „andlegar þarfir mannsins“. Með öðru orðalagi mætti
26 A.J. Ayer, Langitage, Tnith and Logic, bls. 82.
x45