Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 189
MYNDIR OG MAL
kretljóð“, lýst handrit, blaðsíðu í skáldsögu, má setja saman eða skanna
sem þétt, hliðrænt kerfi, og skoða má árangurinn án þess að hafa áhyggj-
ur af því hvort verið sé að brjóta í bága við náttúrulögmál.28 Eina spurn-
ingin er sú hvort niðurstaðan sé áhugaverð eða ekki. Mörk mismunarins
eru varðveitt: „Sama hversu málsgreinin er kunnugleg, henni verður ekki
snúið í mynd; og sama hversu nýstárleg myndin er, það gerir hana ekki
að málsgrein“ (LA, 231). Og á sama tíma er gert ráð fyrir möguleikanum
á tilraunakenndri nálgun, notkun eða reglubundnum tilfærslum á milli
nálgunar og notkunar: „Mynd í einu kerfi getur verið lýsing í öðru“ (LA,
226). Málsgrein má snúa á rönd og „lesa“ sem útlínur borgar, í mynd get-
ur verið fjöldi stafa úr stafrófi og gerð þannig að hana má lesa ffá vinstri
til hægri í röð niður á við. Akveðin merld eða áletranir segja ekki til um
hvernig lesa á úr þeim, vegna þess hvernig þau eru byggð upp eða vegna
náttúru sinnar. Leshátturinn helgast af því táknkerfi sem er virkt hverju
sinni og það er yfirleitt spuming um vana, hefð og þá skilmála sem höf-
undur setur, þ.e.a.s. spuming um val, nauðsyn og áhuga.
Það sem er svo heillandi við umfjöllun Goodmans um táknun er að
hann getur útskýrt af hverju hlutirnir em venjubundnir og hvaða venjum
þeir fylgja en gefur um leið nægt rými fyrir nýjungar, val og óvæntar tril-
færslur í því hvemig táknform verða til annars vegar og hvemig við þeim
er tekið hins vegar. Hann kaupir þetta ólympíska hlutleysi að vísu nokkm
verði. Hann forðast viljandi „spumingar um gildi og býður ekki upp á
hefðarviðmið í gagnrýni“ (LA, xi).29 Hann sýnir sögu hstgreina engan
28 „Þéttleiki“ textans er þar að auki ekki takmarkaður við „bókstafleg" atriði í eíhislegri
áritun hans. Hljómur orðanna, merkingarblær þeirra, rætur, saga, geta allt talist vera
þættir í lestri þar sem litið er svo á að allur (mis)munur skipti máli.
29 Languages of Art, xi. Sjá þó einnig Ways of Worldmaking (Indianapolis: Hackett
1978), 138—40, þar sem Goodman segir að það hvað telst fagurfræðilega „rétt“ sé
„fyrst og fremst spuming um hvort það sé „tækt“ - hvort það sé samsvörun mifli út-
gáfa, heima og aðferða, og samkvæmni við „viðurkennda“ texta varðandi réttleika.
Fagurfræðileg gildi Goodmans eru bæði gildi formfestu- og nýtistefnusinnans sem
byggja á því hvort notkun eða samkvæmni sé tæk. Nýjungar í hstum sem eru „góð-
ar“, „verðmætar“ eða „réttar“ eru þess vegna ekki aðeins brot á undangengnum
mælikvörðum um tækt eða ótækt, heldur heildstæð framsetning á nýjum mæli-
kvarða. „Verk eftir Mondrian er rétt ef því má varpa á mót sem sýnir heiminn á
áhrifaríkan hátt. Þegar Degas málaði konu sem situr nálægt brún málverksins og
horfir út úr því, þá ögraði hann hefðbundnum venjum um myndbyggingu en gaf
með þessu fordæmi kost á nýrri leið til að sjá, nýrri leið til að koma skipulagi á
reynsluna". Það sem formfesta Goodmans gæti því útilokað, væri listaverk sem þætti
187