Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Síða 36
LIZ STANLEY
völlurinn fyrir sérstökum áhuga mínum á, svo ég noti hið fyrirlitna „hitt“
hugtak Barthes, nákvæmri studium-nálgun þar sem athyglinni er til
fullnustu beint að ffamsetningaryfirborði gagnanna og irmtak þeirra og
upprunaleiki lesin og „séð“ með eftdrtekt og tilhti til smáatriða. Enn
fremm eru almennar fullyrðingar sem byggðar eru á einstökum atriðum
í heimildunum ávallt háðar ályktunarferli því túlkun fer alltaf ffam úr
heimildunmn sem hún byggist á, er alltaf skref í huganum sem tengir á
milli hins sérstaka og einhvers almennara mynstms.
Onnur hlið lesturs sem túlkunar var skoðuð út ffá dæminu um reglur
kerfisins og það sem álitið er vera frávik ffá þeim. Þau þekkmgarfræði-
legu álitamál sem spretta upp hér eru að minnsta kosti jafh krefjandi og
þau sem koma ffam í kringum „hindranir sýnileikans“, vegna þess að þau
snerta það sem heimspekingurinn Gordon Graham hefur kallað „form
fortíðarinnar“.38 Svo skilja megi, túlka og gefa ákveðnum gögnum, eða
gögnum sem tengja saman, merkingu verður hinn túlkandi lesandi að
hafa einhverja hugmynd um heildarmynd í huganum - eitthvert „form“,
svo notað sé orð Grahams, sem hægt er að bera hvert einstakt umhugs-
unarvert atriði saman við, sem og öll þau gögn samanlögð sem talin eru
skipta máli. Gagnleg líking er að ímynda sér að maður sé að pússla án
þess að hafa nokkra mynd til viðmiðunar. Ef unnið er með nokkur þús-
und Ktil og mismunandi stykki með engri mynd á sér verður ákaflega
erfitt að pússla þeim saman. Auk þess er alltaf möguleiki að ekki sé uin
eina mynd að ræða heldur tvær eða þrjár minni myndir og ef gengið er
út ffá því að aðeins sé um eina mynd að ræða gæti sú forsenda í grund-
vallaratriðum verið gölluð, þótt hún sé skynsamlegasta leiðin fram á við.
Þetta er uggvænleg líking fyrir þá sem stunda sögurannsóknir og
heimildarannsóknir því hún felur í sér mikla kaldhæðni. Ef rannsókn á
að vera frjósöm verður að gera ráð fyrir að til sé einhver fyrirmynd eða
form og bera síðan atriðin upp að henni. Ein hlið kaldhæðninnar er sú
að þá er búið að hlekkja „nýja“ þekkingu við þá þekkingu sem þegar er
til og hún samstillt við það sem þegar er þekkt, og þá skapast raun-
veruleg hætta á því að ósvikinni nýrri þekkingu sé vísað á bug sem ótrú-
verðugri vegna þess að hún passar ekki við myndina sem til er. A ein-
hverju stigi verður að vinna með þessa þekkingu vegna þess að hún mótar
þá túlkunarkosti sem almennt eru taldir standa til boða, bæði takmarkar
38 Gordon Graham, The Shape ofthe Past: A Philosophical Approach to History, Oxford:
Oxford University Press, 1997.
34