Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Side 93

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Side 93
TÓMIÐ OG TILVERAN bannaða viðfang af sama kyni, sem við höfum innhverft og samsamað okkur við, býr í okkur öllum, hlýtur það að tvöfalda allt fýrirfram gefið og fýrirskipað, gagnkynhneigt kynferði. Undir hinu tilskipaða kerfi ligg- ur annað, falið, ólöglegt kerfi eða reynsla sem grefur undan hixmi. Og þar sem tvöföldun og misræmi eru á ferðinni verða til forsendur íróníu og háðsádeilu. Þetta afmiðjar sjálfsveruna strax í upphafi, klýfur hana, og splundrar þannig þeirri miðju sem á að hýsa skömmina og sektina sem á að halda henni niðri. I því sem Butler kallar „hýrt þunglyndi“ (gay melan- cholia) gera menn kyngervið sýnilegt eða búa til úr því gjörning sem afneitar afneituninni og slíkt þunglyndi getur búið yfir mikilli reiði sem hægt er að virkja á pólitískan hátt. Þetta hefur til dæmis komið í ljós í mótmælum homma og lesbía gegn því hvernig hið opinbera reynir að fela dauðsföll afvöldum alnæmis. Allir eiga að geta syrgt ástvini sína fyrir opnum tjöldum, menn vilja gera sorgina vegna þessara fórnarlamba opin- bera og pólitíska eins og hinna. Samkynhneigðir vilja ekki að komið sé fram við alnæmissjúka eins og óhreinu börnin hennar Evu svo að gripið sé til myndhverfinga.21 Susan Sontag segir að orðræðan um alnæmi ein- kennist af myndhverfingum. Annars vegar taki hún upp eldri syndar- og sektarmyndhverfingar sárasóttarinnar og hins vegar innrásar- og hern- aðarmyndmál sem hafi verið ríkjandi í umræðunni um krabbamein. Menn verða skyndilega fýrir árás eða irrnrás sjúkdómsins sem reynir að leggja þá undir sig en menn berjast við hann, heyja langvarandi stríð og vinna eða tapa.22 Aristóteles skilgreinir myndhverfinguna m.a. þannig: ,JVIynd- hverfing nefnir fýrirbærið en nafnið vísar til annars fýrirbæris.“23 Þetta er hliðstætt því sem gerist þegar ríkjandi orðræða kennir sjúklingnum sjálfum um sjúkdóm hans, fordæmir líkama hans og notar fordómana sem rök til að vísa samfélagslegri ábyrgð frá. Þetta gagnrýnir Susan Sontag og segir að umræðan um alnæmi virðist hafa kallað á alla þá siðferðilegu fordæmingu og pólitíska ofsóknaræði sem hægt sé að 21 Þessi myndhverfing sækir táknræna merkingu tdl sögunnar af því þegar Guð heimsótti Adam og Evu án þess að gera boð á undan sér. Eva náði ekki að þvo þeim öllum og faldi þau óþvegnu af því að hún skammaðist sín fyrir þau. Guð spurði hvort bömin væru öll og þegar Eva játaði því refsaði hann henni fyrir ósannindin með því að mæla svo um að bömin óhreinu yrðu huldufólk á jörðinni, öllum falin. 22 Um þetta þallar Guðrún Lára Pétursdóttir m.a. í grein sinni Myndir meina: Um læknavísindi, sjúkdóma og myndhvörf', Ritið 2/2006, bls. 33-55. 23 Susan Sontag, Aids and itsMetaphors, London: Penguin Books, 1988, bls. 5. 91
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.