Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Page 160
EDWARD W. SAID
Orientalism má fínna lýsingu frá 1975 á borgarastyrjöldinm í Líbanon
sem geisaði allt til 1990, en afleiðingar hennar má sjá enn í dag í linnu-
lausu ofbeldi og viðurstyggilegum blóðsúthellingum. Við höfum horft
upp á Óslóarferlið misheppnast, önnur intifada Palestínumanna hefur
brotist út og við höfum orðið vitni að hræðilegum þjáningum þeirra á
Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu, en þangað hefur Israelsher ráðist inn
að nýju og beitir reglulega F-16 herþotum og Apache-þyrlum á varn-
arlausa óbrejuta borgara og er það hluti af þeirri refsingu sem fjöldinn
er látinn gangast undir. Sjálfsmorðssprengjufýrirbærið er orðið þekkt og
skelfileg eyðileggingin sem því fýlgir og náði auðvitað hámarki í hinum
ægilegu og dómsdagslegu atburðum 11. september 2001, sem og eftir-
leik þeirra í stríðinu gegn Irak og Afganistan. Þegar ég skrifa þessar línur
stendur hin ólögmæta heimsveldisinnrás og hemám Breta og Bandaríkja-
manna í Irak enn yfir og líkur em á áframhaldandi eyðileggingu, póli-
tískri ólyrrð og ffekari innrásum; nokkuð sem er sannarlega óhugnan-
legt að gera sér í hugarlund. Þetta er allt sagt vera hluti af einhverri
ævarandi, gallharðri og óleysanlegri togstreitu mifli menningarheima.
Engu að síður tel ég svo ekki vera.
Aftur á móti vildi ég óska þess að ég gæti sagt að almennur skilningur
á Mið-Austurlöndum, arabaheiminum og íslam hefði batnað nokkuð í
Bandaríkjunum, en því miður er það ekki raunin. Af margvíslegum ástæð-
um virðist ástandið vera talsvert betra í Evrópu. I Bandaríkjunum hafa
viðhorfin harðnað, niðurlægjandi alhæfingar og klisjukennd sjónarmið
sigurvegarans em meira áberandi, líkt og mddaleg valdaviðhorf og ein-
feldningsleg fyrirlitning í garð þeirra sem aðhyllast aðrar trúarsetningar
og í garð „hinna“. Þessi viðhorf hafa síðan fundið viðeigandi samsvörun
í gripdeildum, ránum og eyðileggingu á söfhum og bókasöfhum í Irak.
Það sem leiðtogar okkar og handbendi þeirra á fræðasviðinu virðast
ófærir um að skilja er að ekki er hægt að þurrka söguna út eins og skrift
af töflu svo að „við“ getum letrað okkar eigin ffamtíð á hana og þröngv-
að fram okkar eigin lífsháttum sem fordæmi fýrir óæðri þjóðir að fylgja.
Það er nokkuð algengt að heyra embættismenn í Washington og annars
staðar tala um að breyta kortinu af Mið-Austurlöndum, rétt eins og hægt
sé að skipuleggja ævaforn samfélög og fjölmargar þjóðir upp á nýtt eins
og verið sé að blanda saman hnetum í skál. En þannig hefur oft verið
staðið að málum í „Austurlöndum“, þessari hálf-goðsagnakenndu hugar-
smíði sem hefur, ffá því Napóleon réðst inn í Egyptaland seint á átjándu
158