Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Qupperneq 166
EDWARD W. SAID
nm við sögu, menningu og félags- og hagfræðilegan raunveruleika. KQut-
verk okkar er að víkka út umræðusviðið, ekki að setja takmörk sem eru
samhljóða hömlum ríkjandi yfirvalda. Ég hef síðastliðin þrjátíu og fimm
ár eytt miklum tíma í að tala fyrir réttindum palestínsku þjóðarmnar til
sjálfsákvörðunar, en ég hef alltaf reynt að gera það með fullu tilhti til
þess veruleika sem þjóð gyðinga hfir með og þeirra þjáninga sem hún
þurfti að þola vegna ofsókna og þjóðarmorðs. Það ætti að vera kappsmál
að beina baráttunni fyrir jöfnuði í Palestínu/Israel í átt að mannúðlegum
markmiðum, það er að segja sambúð þjóðanna í stað þess að halda áífam
á braut bælingar og afheitunar. Það er ekki tilviljun að ég bendi á að
óríentahsmi og and-semítískar hugmjmdir í nútímanum eigi sér sameig-
inlegar rætur. Það virðist þtn lífsnauðsynlegt að óháðir fræðimerm konú
jafnan fram með annars konar líkön til að leysa af hólnú þau líkön sem
hafa lengi verið ráðandi í Mið-Austurlöndum og annars staðar, en þau
eru grundvölluð á gagnkvæmum fjandskap, eru hamlandi, smætta og
einfalda alla hugsun.
Ég kem nú að annars konar hkani í öðru samhengi, hkam sem hefur
verið mér afar mikilvægt í mínu starfi. Ég er húmanisti, starfa á sviði bók-
mennta og hef náð þeim aldri að ég lærði samanburðarbókmenntafræði
fyrir fjörutíu árum, en ráðandi hugmyndár þeirra ffæða má rekja til loka
átjándu aldar og byrjunar þeirrar mtjándu í Þýskalandi. En áður en lengra
er haldið verð ég að geta um hið sérlega skapandi framlag Giambattista
Vico, sem var heimspekingur og textaffæðingur ffá Napólí, en hug-
myndir hans komu á undan og síuðust síðar inn í skrif þeirra þýsku hugs-
uða sem ég vísa til hér á eftir. Þeir tilheyra tímabili Herders og Wolfs,
síðar fylgdu í kjölfarið Goethe, Humbolt, Dilthey, Nietzsche og Gada-
mer og loks hinir miklu textaffæðingar rómanskra mála á tuttugustu öld,
Erich Auerbach, Leo Spitzer og Ernst Robert Curtius. I eyrum ungu
kynslóðarinnar hljómar textaffæði mjög fomfálega og úrelt, en texta-
ffæði er í raun sú túlkunarlistanna sem er mest blátt áfram og skapandi.
I mínum huga er afbragðsgott dæmi um hana að finna í áhuga Goethes
á íslam almennt og sérstaklega á skáldskap Hafiz,1’ en Goethe samdi West-
Östlicher Diwan heltekinn af þessari ástríðu, og það verk gaf til kynna hug-
myndir Goethes síðar um Weltliteratur, rannsóknir á bókmennmm alls
13 [Persneskt ljóðskáld á 14. öld.]
164