Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Page 167
ORIENTALISM (2003)
heimsins sem skoða þær sem samfellda sinfóníska heild sem hægt væri að
skilja fræðilega sem svo að í henni væri lögð áhersla á einkenni einstakra
verka án þess að heildaryfirsýnin glatist.
Það er töluverð kaldhæðni fólgin í því að um leið og hnattvædd nú-
tímaveröldin er að dragast saman, stundum á hxyggilegan hátt eins og ég
hef lýst hér, kunnum við að vera að nálgast þá stöðlun og einsleitni sem
hugmyndum Goethes var sérstaklega ætlað að koma í veg fýrir. I ritgerð
sem kom út 1951 og ber titilinn „Philologie der Weltliteratur“ er Erich
Auerbach einmitt sömu skoðunar á fýrstu eftirstríðsárunum, sem voru
einnig upphafsár kalda stríðsins. Hinu mikla verki hans Mimesis, sem
kom út í Bern 1946 en var ritað á meðan Auerbach dvaldi í útlegð í
stríðinu og kexmdi rómönsk txmgumál í Istanbúl, var ætlað að vera vitnis-
burðtn um að sá veruleiki sem fram kemtn í vestrænum bókmenntum frá
Hómer til Virginiu Woolf sé bæði fjölbreytilegur og áþreifanlegur. En
við lestur á ritgerðiitni frá 1951, skynjar maður að í augum Auerbachs
var verkið mikla í raun tregaljóð ort um tímabil þegar hægt var að túlka
texta með aðferðum textaffæðirmar, á áþreifanlegan hátt, með tilfiim-
inganæmi og af irrnsæi, þegar meirn beittu ffæðikunnáttu og ágætri færni
í nokkrum tungumálum sér til stuðnings til að öðlast skilning af þeim
toga sem Goethe hvatti til með sínum skilningi á íslömskum bókmennt-
um.
Nokkur þekking á tungumálum og sögu var því nauðsynleg, en dugði
þó aldrei til, ekki frekar en að kerfisbundin söfhun á staðreyndum er
fullnægjandi aðferð til að festa hendur á því að hvað höfundur eins og
Dante, til dæmis, var að fara. Til þess að öðlast textaffæðilegan skilning
af því tagi sem Auerbach og forverar hans töluðu um og reyndu að beita,
var höfuðskilyrðið að komast inn í líf hins ritaða texta huglægt og með
samkennd til þess að sjá hann út ffá sjónarhorni síns tíma og höfundar
síns (eingefiihling). Textafræðin eins og henni er beitt í Weltliteratur er
ekki einangrandi né er hún óvinveitt öðrum tímum og ólíkum menn-
ingarheimum. Hún felur fremur í sér vel ígrundaðan húmanískan hugs-
unarhátt sem er beitt af örlæti og, ef ég má orða það svo, gestrisni. Af-
leiðingin er sú að í Weltliteratur býr hugur túlkandans á virkan hátt til
rými fýrir framandleika hins ókunna. Og það að búa á skapandi máta til
rými fýrir verk sem að öðrum kosti eru ffamandi og fjarlæg er sá þáttur
af textaffæðilegu ætlunarverki túlkandans sem er hvað mildlvægastur.
Augljóslega gróf nasisminn í Þýskalandi undan þessari hefð og eyði-
165