Þjóðlíf - 01.07.1990, Side 11

Þjóðlíf - 01.07.1990, Side 11
þess að til þurfi tilvísun heilsugæslulæknis eða heimilislæknis.“ Með því að lögleiða til eins árs það sem hafði verið lögleysa í fjögur ár setti heilbrigðis- ráðherra þrýsting á sérf- ræðilækna. Ef sérfræð- ingar féllust ekki á nýtt fyrirkomulag, með mála- miðlun milli yfirvalda og sérfræðinga, myndi til- vísunarkerfið sjálfkrafa taka gildi um áramót 1989 og 1990. Markmiðið var sem fyrr að sjúklingar hæfu samskipti sín við heil- brigðisþjónustuna hjá heimilis- eða heilsu- gæslulækni. Það átti eftir að koma á daginn að sér- fræðingar voru ekki á þeim buxunum að gefa sitt eftir og beygðu heil- brigðisráðherra áður en yfir lauk. Fljótlega eftir að Guð- mundur Bjarnason kom í heilbrigðisráðuneytið, sumarið 1987, kallaði hann til sín ráðuneytis- menn og fékk álit þeirra og athuganir á sérfræðilæknisþjónust- unni. Guðmundur sannfærðist um að við svo búið mætti ekki standa og leita yrði ráða til að draga úr kostnaði við þennan þátt heilbrigðisþjónustunnar. Hann fól aðstoðarmanni sínum, Finni Ingólfssyni, að semja við sérfræðingana. Það tók marga mánuði að ná samkomulagi. Samningur um sérfræðilæknishjálp var undirritaður í desember 1988 og er til tveggja ára. Helstu nýmælin voru þau að sérfræðingar féllust á að veita afslátt af sinni þjónustu gegn því að tilvísanir tækju ekki gildi. Afslátturinn átti að spara ríkissjóði rúmlega 80 mill- jónir á árinu 1989 miðað við árið á undan. Þegar upp var staðið tókst að spara tæp- lega 100 milljónir króna. Með samningnum tókst að snúa þeirri þróun við að útgjöld til sérfræðilækna ykj- ust ár frá ári. En litið til lengri tíma er samningurinn einn og sér ekki mikils virði. Hann kemur ekki í staðinn fyrir skipulag í heilbrigðisþjónustu og fast sam- skiptaform sjúklinga við heimilis- og heilsugæslulækna annarsvegar og sér- fræðilækna hinsvegar. Eftir að samning- urinn um afslátt var samþykktur var næsta verkefni að hefja viðræður við sér- Afnám tilvísana drepur heilsugæsluna, segir Skúli G. Johnsen borgarlæknir — Þegar tilvísanir voru afnumd- ar með lögum í desember á liðnu ári var fótunum kippt undan heimilis- og heilsugæslulæknum. Þeir tapa því meginhlutverki að vera trúnaðarlæknar skjólstæð- inga sinna. Þetta er álit Skúla G. Johnsens borgarlæknis og hann segir: „afnám tilvísana drepur heilsugæsluna“. Skúli segir skipulagsleysi ríkja í heilbrigðisþjónustunni og afleið- ingarnar eru í senn þær að heil- brigðiskerfið verður dýrara og verra fyrir almenning. Rökstuðningur Skúla er sá að „því lengur sem sérfræðiþjónusta viðgengst án tilvísana, því fleiri telja sig geta verið án þjónustu heimilis- eða heilsugæslulækna. Hætt er við að þar með hverfi smám saman ýmis grunnatriði skipulagðrar læknisþjónustu, svo sem viðveruskylda, skylda til að sjá fyrir staðgengli í fjarveru, vitj- anaskylda, vottorðaskylda og til- sjónarskylda með fjölskyldunni. Sú skylda heimilislæknis að gefa tilvísun til sérfræðings, sem valinn er í hverju tilviki eftir mati hans, þegar þeirrar þjónustu er þörf, hverfur einnig. Það form læknisþjónustu utan sjúkrahúss, sem við tekur, er eitt hið frumstæðasta, sem völ er á. Þar þjóna allir öllum skipulags- laust og endanlega mun hinn sjúki eða sá sem þjónustunnar þarfnast gjalda fyrir.“ Sérfræðingar hafa í ríkum mæli tekið að sér hlutverk heimilis- lækna án þess að axla skyldur heimilislækna gagnvart sjúkling- um. Það er grundvallarmunur á þjónustu sérfræðings á sjálfstæðri stofu og heimilislæknis á heilsu- gæslustöð. Borgarlæknir óttast að tjónið sem afnám tilvísana olli verði ekki bætt, hann segir skipu- lag heilsugæslu í Reykjavík „hreina hörmung“ og fari versn- andi. -pv fræðinga um framtíðarstöðu þeirra í heil- brigðiskerfinu. Heilbrigðisráðherra þóttist hafa góða samningsstöðu vegna þess að ef sérfræð- ingar féllust ekki á málamiðlun myndi til- vísunarkerfið sjálfkrafa taka gildi áramót- in 1989 og 1990, samkvæmt lagabreyting- unni frá því í maí 1989. Málið var sett í nefnd þar sem heimilislæknar, sérfræði- læknar og heilbrigðisyfirvöld áttu fulltrúa og var hún hinn raunverulegi vettvangur samningaviðræðna haustið 1989. Atburðarásin síðasta vetur sýnir vel hversu sérfræðilæknar eru öflugir og ríkisvaldið vanmáttugt. Sérfræðingum tókst í tvígang að gera sama hlutinn að samningsatriði; að læknar láti hvern ann- an vita um meðferð á sjúklingi sem tveir eða fleiri læknar sinna. Fyrir þessa skipti- mynt, sem sérfræðingar notuðu tvisvar, tryggðu þeir hagsmuni sína. Þeir reyndust líka snjallari í samningum en ráðuneytis- menn því að sérfræðingar fengu tilvísanir felldar úr lögum áður en samið var um nýtt fyrirkomulag. Ennfremur er atburð- arásin lærdómsrík fyrir þær sakir hvernig sérfræðingum heppnaðij: að eyðileggja samningsstöðu heilbrigðisyfirvalda með því að leka upplýsingum í Morgunblaðið. Nefndin skilaði í des- ember 1989 áliti og tillög- um um „nýtt fyrirkomu- lag á samskiptum lækna sín á milli vegna sjúklinga sem til þeirra leita eða til þeirra er vísað“. Nefndin var sammála um þá nið- urstöðu sína að tilvísun- arkerfið skyldi vera áfram við lýði en jafn- framt var gert ráð fyrir að sjúklingar gætu komið til sérfræðinga án tilvísunar frá heimilislækni. Þarna var farið bil beggja, tilvís- anir áttu að gilda en ekki var um að ræða tilvísun- arskyldu. Þá var sam- komulag um undanþágur frá tilvísun fyrir lang- tímasjúklinga, utanbæj- arfólk, sjúklinga án heimilislæknis og vottorð hjá augnlæknum. Gegn því að afnema til- vísunarskylduna og fá undanþágur samþykktu sérfræðingar að þeir skyldu fylla út sérstök eyðublöð fyrir boðskipti milli lækna vegna sjúklinga. Þetta er sama atriðið og þeir féllust á með afsláttarsamn- ingnum í desember 1988. í 2. grein þess samnings segir að sérfræðingur skuli senda heimilislækni eða heilsugæslustöð sjúklings „skýrslu um niðurstöður rann- sókna, aðgerðir og annað, sem skiptir máli“. Þung áhersla er lögð á þetta atriði í samningnum og í 11. grein er beinlínis sagt að Tryggingastofnun geti sagt upp við- skiptum við lækni sem ekki uppfyllir ákvæði um boðskipti. Eini munurinn er sá að í desember 1988 var ekki kveðið á um sérstök eyðublöð fyrir þessi boðskipti. Þetta samningsatriði verður enn merki- legra í ljósi þess að Læknafélag íslands, í samráði við Sérfræðingafélag lækna, sendi heilbrigðisráðuneytinu athugasemd snemma árs 1988 þar sem lagt er „eindreg- ið til, að samskiptatengsl [lækna] fái að þróast án opinberra afskipta.“ I álitinu eru nefndar tvær leiðir til að hafa áhrif á að tilvísanir yrðu sem fýsilega- star. I fyrsta lagi að sjúklingar sérfræði- lækna sem koma ekki með tilvísun frá heimilislækni greiddu hærra verð fyrir þjónustu sérfræðings en þeir sem hafa til- vísun. I öðru lagi að sérfræðingur fái hærri ÞJÓÐLÍF 11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.