Þjóðlíf - 01.07.1990, Síða 75

Þjóðlíf - 01.07.1990, Síða 75
Bandarískar hervélar í Kaldaðarnesi 1941. síðar bóndi í Eyði Sandvík, sem kom utan úr Þorlákshöfn, fékk jörðina til ábúðar á fardögum. Svo var ákveðið að dagana 9. til 10. maí skyldi fara fram uppboð á búslóð og búpeningi ekkjunnar. Það var fjölmennt að Kaldaðarnesi þessa daga, eitthvað á annað hundrað manns; þar af talsvert af fólki neðan frá Stokkseyri og Eyrarbakka. Uppboðinu stjórnaði Lýður Guðmundsson í Litlu- Sandvík, þá nýorðinn hreppstjóri Sand- víkurhrepps. Það var svo síðari uppboðs- daginn að óvæntir hluti gerðust. Laust eftir hádegi þennan síðari uppboðsdag kepptust karlarnir hver í kapp við annan að bjóða í kýrnar. Þeir vita ekki af sér fyrr en þeir sjá hvar þrír hvítir rútubílar koma austan Sandvíkurheiði og voru að vonum undrandi yfir þessu. Svo óku Steindórs- bílarnir í hlað og út stigu breskir her- menn, gráir fyrir járnum. Sagt er að her- foringjunum hafi ekki litist á blikuna þegar þeir stigu út og bjuggust allt eins við að allur þessi mannskapur væri til varnar staðnum. En svo var þó ekki og herforing- inn lýsti Kaldaðarnes hernuminn stað. „Svo fóru þeir að spyrja hvar flugvöllur- inn væri. Þeim var sagt að hann væri þarna á bökkunum meðfram ánni. En einhvern veginn vildu þeir ekki sætta sig við að þarna væri flugvöllur“, segir Lýður Guð- mundsson í viðtali við Pál son sinn í Sögu, tímariti Sögufélagsins 1984. Þó svo að það hefði kvisast austur fyrir fjall að þá um nóttina hefði landið verið hernumið, þá hefur mönnum líklega hvað síst dottið í hug að Kaldaðarnes yrði einn af þýðingarmestu stöðunum í hernámi landsins. Þessi mikla og góða bújörð hafði á einni dagsstund breyst í víghreiður í þeirri miklu styrjöld sem nú fór sem eldur í sinu um heimsbyggðina. Guðmundur Jónsson hóf búskap í Kaldaðarnesi og bjó hann í vesturálmu Kaldaðarnesbæjarins, en í austurálmunni hreiðruðu Bretarnir um sig, sem í upphafi eru sagðir hafa verið eitthvað á bilinu 30 - 40 manns. Fyrstu 3-4 dagana voru her- mennirnir að grafa holur á víð og dreif í árbakkana, en þannig átti að koma í veg fyrir að flugvélar Þjóðverja gætu settu sig þar niður. Guðmundur minnist þess í viðtali árið 1964 að það hafi verið 16. eða 17. maí sem hann hafi byrjað búskap í Kaldaðarnesi. „Ég man að mér fannst búsældarlegt úti í Kaldaðarnesi um vorið, þegar allt var farið að gróa. En svo fór að maður naut þess ekki. Þetta var allt úttrampað og skemmt.“ Nábýlið við herinn gekk stór- áfallalaust fyrst í stað en svo fór að lokum að í lok júlí fékk Guðmundur fyrirskipun frá æðstu stöðum í stjórnarráðinu um að fara af jörðinni samstundis. Þá flutti Guð- mundur niður á Eyrarbakka. retarnir voru nú orðnir einir á staðn- um. Nokkru fyrr, eða um hvíta- sunnu, hafði komið nýr liðsstyrkur en þá komu frönskumælandi Kanadamenn. Þeir slógu í fyrstu upp tjaldbúðum á svo- kölluðum Kotferjuflötum, nokkru ofar við ána, spölkorn frá Kaldaðarnesi. Þeim er sagan ekkert alltof vel borin, eru sagðir hafa verið hálfgerður óþokkalýður og að ensku hermennirnir hafi verið mun hátt- vísari og hugprúðari en þeir. Eitt fyrsta verkið sem herliðið réðst í, var að leggja veg í Kaldaðarnes. Og nú var mörlandanum kennd vegagerð. Með hreppsvegadagsverkum sínum höfðu bændur úr sveitinni að vísu lagt veg út að Ferjuseli, langleiðina að Kaldaðarnesi, en þegar vestar dró voru þetta aðeins slóðar sem myndast höfðu í áranna rás. Fyrstu íslendingarnir, sem komu til starfa í Kald- aðarnesi voru ráðnir í þetta verk, fyrst vörubílstjórar úr Reykjavík og síðar al- mennir verkamenn. Og þeim blöskraði alveg hvernig að verki var staðið. Vegur- inn var lagður í sömu bugðum og beygjum og verið hafði. En Bretarnir töldu að með þessu yrði erfiðara að gera loftárásir á bíla- lestir sem um veginn færu. Úr vegavinn- unni var svo farið beint í flugvallargerð- ina. Bretarnir hófust fljótt handa við gerð flugbrautanna og fyrst var gerð braut frá austri til vesturs. Hún var gerð úr grjóti sem sótt var í hraunið fyrir austan bæinn Kálfhaga sem er í Kaldaðarnestorfunni. í yfirlag var notaður grjótmulningur sem var malaður á staðnum og dreifður yfir brautirnar. Síðan var brautin völtuð og að endingu tjöruborin. Þessi braut mun end- anlega hafa orðið 1200 metrar að lengd. Fljótlega varð mönnum ljóst að fleiri flugbrautir þyrfti. Því var fljótlega ráðist í gerð tveggja annarra brauta. Þær voru þannig úr garði gerðar að kókosmottur voru lagðar á sléttar flatirnar og gróft vír- net lagt yfir. Síðan var það hælað niður með 60 cm löngum járnhælum. Þessar brautir voru lagðar veturinn 1941-1942 og voru menn að bisa við þetta, stundum í 15 stiga gaddi. Kókosbrautirnar voru hins vegar mjög lítið notaðar og lögðust fljótt af. Fljótlega hófst vinna við þriðja áfanga, — lagningu tveggja steyptra flugbrauta. Árin 1941 og 1942 voru hvað flestir ís- lenskir verkamenn við vinnu hjá hernum í Kaldaðarnesi. Fyrst hjá Bretunum, en síðar hjá Bandaríkjamönnum, eftir að þeir komu hingað til lands í júlí 1941. Ekki er vitað með vissu hversu margir hermenn voru í Kaldaðarnesi þegar flest var, en einn viðmælandi okkar segir:... „þeir voru gífurlega margir". Ekki verður heldur vitað fyrir víst ÞJÓÐLÍF 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.