Frjáls verslun - 01.07.2013, Page 8
8 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013
Fljótt á litið er Warren Buffett bæði óspennandi og varkár fjárfestir. Uppáhaldshugtak hans er „margin
of safety“ eða öryggisvikmörk. Það gengur í stórum dráttum út á að hafa borð fyrir báru í kauphallarviðskipt-
um. Hugtakið þykir fremur óþjált í notkun og var aldrei með í viðskiptahandbók íslensku útrásarvíkinganna.
Sonur kreppunnar
Maðurinn er þó ekki leiðinlegri en svo að Warr en Buffett er af mörgum
talinn færasti fjárfestir sögunnar
og þykir afar orðheppinn – eins
og fram hefur komið í bókum
um hann. Það er til urmull
tilvitnana í hann. Hann er orðinn
ofurríkur á að fylgja kenningunni
um öryggisvikmörk nánast í
blindni og það sama er að segja
um marga skjólstæðinga hans.
Því vilja þeir ólmir koma fé sínu í
ávöxt un hjá honum þótt hann taki
fjórðung af gróðanum í þókn un.
Árið 2008 var Buffett orðinn
ríkasti maður heims og hefur
síðan verið nærri toppi listans
yfir mestu auðmenn. Heldur þó
fallandi í fjármálakreppu okkar
daga.
Buffett fæddist ekki ríkur. Í
raun og veru erfði hann ekkert
nena áhugann á verðbréfum
frá föður sínum. Og einhverja
reynslu fékk hann af viðskiptum
við að aðstoða afa sinn, kaup
manninn á horninu, innanbúðar.
72 ár í kauphöllunum
Hann virðist glettilega oft hafa á
réttu að standa þegar kemur að
mati á hlutabréfum. Vel af sér
vikið því fyrstu bréf sín keypti
hann 11 ára gamall fyrir 72
árum. Hér getur ekki verið um
síendurtekna heppni að ræða.
Mað urinn kann á markaðinn.
Þjóðsagan segir raunar að að
eins einu sinni hafi hann kom ist
hjá tapi fyrir einskæra heppni.
Þá klikkaði eitthvað í mat inu en
hann slapp fyrir horn. En þetta
var á glansdögum kapp ans.
Allt á þetta þó eðlilegar
skýringar. Auðsæld er ekki
hægt að rekja til heppni. Stöku
sinn um detta menn vissulega
í lukkupottinn en sjaldan oftar
en einu sinni, og nær aldrei
þrisvar. Skýringin á auðsæld
Buffetts liggur í kreppunni miklu.
Hún hófst með kauphallarhruni
á Wall Street þriðjudaginn 29.
október 1929. Warren Edward
Buffett fæddist tæpu ári síðar.
Howard faðir hans var
verð bréfasali, fór illa út úr
krepp unni eins og fleiri en
komst af og varð síðar kunn
ur öld ungadeildarþingmaður
fyrir Nebraska. Hann var afar
íhalds samur og gagnrýndi New
Dealstefnu F.D. Roosevelts
forseta harðlega. En kreppan
ól líka af sér hagfræðinga, sem
reyndu að skilja hvað hafði
brugðist í kauphöllinni. Buffett
varð lærisveinn þessara manna.
Efnilegur fræðimaður
Hin ungi Buffett var mikill náms
maður. Hann var uppáhalds
nemandi hins fræga prófessors
Benjamins Grahams og lagði
stund á hagrannsóknir undir
hans stjórn. Báða langaði til
að öðlast fræðilegan skilning
á eðli kauphallarviðskipta og
gamli Graham er enn virtur
kenn ingasmiður á því sviði. Þar
sannast að fátt er eins hagnýtt
og góð kenning.
Graham lýsti fyrst hugmyndum
sínum um öryggisvikmörk árið
1934. Hann byggði á reynslu
úr kauphallarhruninu. Buffett
kom til náms hjá honum árið
Warren Edward Buffett ofurfjárfestir:
TexTi: Gísli KrisTjánsson.
„Auðsæld er ekki
hægt að rekja til
heppni. Stöku sinn
um detta menn
vissu lega í lukku
pottinn en sjaldan
oftar en einu sinni,
og nær aldrei þrisvar.
Skýringin á auðsæld
Buffetts liggur í
krepp unnni miklu.“
FRUmkVöðULL