Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Page 14

Frjáls verslun - 01.07.2013, Page 14
14 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 Heimurinn verður æ sam­tvinnaðri efnahagslega,“ segir Ragnar Árnason. „Því fylgir vaxandi samkeppni þjóða á milli um fjármagn og fjárfestingar. Samkeppnisstaða þjóða á þessu sviði ræðst í vaxandi mæli af menntunar­ stigi þeirra, þ.e. gæðum þess mann auðs sem þær búa yfir. Því skiptir afar miklu að menntakerfi þjóða sé sem skilvirkast, þ.e. það skili eins vel menntuðu fólki og unnt er án þess að eyða í það óþarflega miklu fé.“ Fyrir liggur að sögn Ragnars að Íslendingar reka dýrt skóla­ kerfi. Samkvæmt alþjóðlegum samanburðartölum m.a. frá OECD verja Íslendingar miklu meira fé í grunn­ og jafnvel fram­ haldsskóla en flestar nágranna­ þjóðirnar. Minna fé að tiltölu er hins vegar lagt í háskólakerfið. Í heildina verja Íslendingar þó hvað mestu fé meðal OECD­ríkja í sitt skólakerfi, bæði á hvern nemanda og sem hlutfall af VLF. Fé þetta er nálægt 8% af VLF á hverju ári sem mun vera nálægt 130 mia kr. á verðlagi ársins 2013. „Þessi fjárfesting í mannauði er sú stærsta að jafnaði sem þjóðin leggur í á hverju ári og það á hún líka að vera. Hins vegar er afar mikilvægt að hún skili sem allra bestum árangri. Því miður bregður svo við að alþjóðlegur samanburður á getu grunnskóla­ barna í undirstöðugreinum eins og lestri og reikningi bendir til að þetta tiltölulega dýra kerfi okkar skili ekki næstum eins góðum árangri og miklu ódýrari kerfi erlendis. Þessar niðurstöður eru auðvitað takmarkaðar og ekki óyggjandi. Þær eru hins vegar í samræmi við reynslu fjölmargra foreldra sem á dvalartíma erlend­ is hafa haft börn sín í erlendum skólum. Ennfremur staðfesta þær þá tilfinningu sem reyndir skólamenn í framhaldsskólum og háskólum hafa að menntunar­ stigi nemenda hafi farið hrakandi jafnvel þótt leiðrétt sé fyrir stærra hlutfalli hvers árgangs sem sækir slíka menntun. Frá sjónarmiði þjóðarheildarinn ar sem greiðir kostnaðinn af skóla ­ kerfinu er auðvitað óvið un andi ef það er að skila litlum árangri fyrir mikið fé. Miklu af drifaríkara er þó ef slök mennt un er farin að grafa undan getu íslensku þjóðarinnar til að stand ast samkeppni við nágrannaþjóð irnar á efnahags­ sviðinu.“ Hversu skilvirkt er menntakerfið? Stærsta fjárfesting þjóðarinnar á hverju ári: RagnaR ÁRnason – prófessor í hagfræði við Háskóla íslands EFNAHAGSMÁL SkoðUN TexTi: svava jónsdóTTir ÁRelía eydís guðmundsdóttiR – dósent við viðskiptafræðideild Hí og ráðgjafi STJÓRNUN Árelía Eydís Guðmunds­dóttir segir að stjórnend ur ættu að nýta haustið vel til þess að fara í skoðun á því hvert fyrirtækið stefn ir auk þess að setja sér mark mið. „Hver leiðtogi er ábyrgur fyrir því að setja áætlun, gera skipulag um hana og hafa forystu um að koma áætluninni í framkvæmd. Þá er nauðsynlegt að hafa eftirlit með því að áætlunargerðin hafi staðist. Haustið er góður tími til að fara yfir þessa þætti forystu vegna þess að það er langt liðið á árið. Flestir setja áætlunargerð sína upp í upphafi árs og því er gott að endurskoða hvort markmiðin hafi náðst eða hvort þurfi að gefa í til að ná þeim á haustmánuðum.“ Árelía segir að haustið sé líka góður tími fyrir stjórnendur til að setja sjálfum sér markmið. „Ég hvet leiðtoga til að setja sér markmið um að læra eitthvað nýtt, auka auðmýktina og æfa sig í að geta sagt hlutina eins og þeir eru. Þessir þættir hafa allir sýnt sig vera mjög mikilvægir hverjum leiðtoga sem vill ná árangri.“ Setja sér og fyrirtækinu markmið Þessi fjárfesting í mannauði er sú stærsta að jafnaði sem þjóðin leggur í á hverju ári og það á hún líka að vera. Hins vegar er afar mikilvægt að hún skili sem allra bestum árangri.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.