Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.07.2013, Blaðsíða 52
52 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 Róbert Guðfinnsson hef ur undanfarin ár fjárfest erlendis og komið víða við, mest þó í Mexíkó. Áður en það var var hann áberandi fyrirtækjastjórnandi hér á landi og stýrði tveimur fyrirtækjum skráðum í Kauphöll Íslands. Árið 2005 ákvað hann hins vegar að söðla um og flytja til Bandaríkjanna og helga sig fjárfestingum ytra, mest þó í Mexíkó. Óhætt er að segja að það hafi gengið vel og skömmu eftir bankahrun hóf hann að fjárfesta aftur hér heima á Íslandi enda segir hann brosandi að hann eigi tvo heimamarkaði; Mexíkó og Siglufjörð. Uppbyggingarstarf hans á síðarnefnda staðnum er nú orðið öllum landsmönnum kunn ugt enda má segja að þessi gamla síldarhöfn sé að taka stakka skipt ­ um og ferðamennirnir streyma að. Róbert hefur því synt gegn straumnum þótt hann segi að í sér safnist það saman sem menn helst telja sig þurfa að varast, nefni lega sægreifi, útrásarvíkingur, kapí tal­ isti og áhættufjárfestir! Róbert segist helst vilja starfa við það síðasttalda, við að byggja upp og skapa eitthvað nýtt. Hann vilji umfram allt forðast að lenda í vinnu þar sem hver dagur sé öðrum líkur og hann tekur fram að hann hefur engan áhuga á að starfa aftur við sjávarútveg. Um leið vilji hann gera hlutina öðruvísi en aðrir og vinna að spennandi verkefnum þar sem ekki sé hægt að ganga að því vísu að útkoman verði jákvæð. Róbert segir að Íslendinga prýði ýmsir kostir sem nýtist frum kvöðlum og fjárfestum. Veiðimannaeðlið reki þjóðina áfram og okkur sé ekki gjarnt að hugsa til langs tíma. „Við erum eins og fiskimaðurinn; við viljum fara út og veiða fisk, vinna hann og selja og fara svo og veiða meira.“ Róbert segist hins vegar hafa trú á að sömu kraftarnir og komu Íslandi í vandræði geti komið þjóð inni út úr þeim aftur. Ís lend ­ ingar séu áhættusæknir að eðlisfari og víli ekki fyrir sér að ráðast í hlutina. „Þegar maður hefur unnið í lönd um þar sem nánast er búið að mennta áhættusæknina úr fólkinu verður maður pínulítið glaður að finna þetta íslenska eðli, þó að það geti vissulega komið okkur í vandræði stundum. Við erum hins vegar vön að leggja enn meiri vinnu á okkur þegar við lendum í vandræðum,“ segir Róbert sem segist jafnframt óttast að við séum að glata þessum eiginleikum. Nú hafi menn lagst í endurskoðunar­ og uppgjörsstemningu sem dragi kjarkinn úr fólki. Hann segist óttast að það leiði til þess að menn þori ekki að taka áhættu eða sýna djörfung. Umbunin verði til þeirra sem enga áhættu taki. „Við þurfum viðbótartekjur og meiri útflutning. Öll áhersla á að vera á gjaldeyrisskapandi nýsköpun í viðbót við annað sem við erum með. Um leið þurfum við að læra að umbreyta,“ segir Róbert. Til útskýringar á þessu um breyt ingarferli nefnir hann álvinnslu og lýsisframleiðslu. Segir glaðbeittur að Lýsi sé hans uppáhaldsfyrirtæki hér á landi. Það sé umbreytingar­ og markaðsfyrirtæki enda komi uppistaðan af hráefni þess að utan og sé svo unnið og hreinsað hér á landi. Iðnaðarlýsið sé selt til vinnslu annars staðar en ómega3 ­fitusýrurnar séu sendar til Bret­ lands þar sem þeim er breytt í perlur og svo komi þær aftur hingað til lands þar sem þeim er pakkað og síðan seldar út um allan heim. Þetta sé fyrirtæki sem gangi vel, sé umbreytingarfyrirtæki sem skapi gjaldeyri. Að baki búi þekking og margra ára þróunar ­ vinna. Tími sé hins vegar nokkuð sem Íslendingar eigi í vandræðum með og Róbert segir að það sé landlægt að fjárfestar á Íslandi vilji fá umbun sinna fjárfestinga á skömmum tíma. Þolinmæði prýði ekki íslenska fjárfesta. „Sú krafa sem menn gera um endur ­ greiðslu á fjárfestingu gengur ekki upp og sérstaklega ekki áhættu ­ fjárfestingu.“ Róbert bendir á að víða erlendis megi sjá gömul gildi í fjárfestingum og tiltekur ferða ­ þjón ustu í Noregi. Þar megi sjá mikið af fjölskyldureknum hótel um sem eru lítið sem ekkert skuldsett. Fjölskyldan vinnur við þetta yfir ferðamannatímann en lokar þess á milli. Reksturinn verður hluti af lífsstíl fólksins. „Einhvers staðar töpuðum við þessu módeli og menn vanmeta eigið fé, sérstaklega í rekstri sem er áhætturekstur. Menn vilja gjarnan fara hratt og eiga of auðveldan aðgang að lánsfjármagni og orkan fer síðan í að borga niður of mikla skuldsetningu. Um leið hafa menn ekki svigrúm til að þróa og þroska rekstur sinn áfram.“ Eins og áður segir hefur Róbert einbeitt sér að fjárfestingum á Siglufirði þar sem eldri hús hafa gengið í endurnýjun lífdaga, ferða þjónusturekstur efldur á öll ­ um sviðum og bygging nýs og glæsilegs hótels að hefjast. Hótelið eitt og sér er fjárfesting upp á vel á annan milljarð króna. Um leið hefur Róbert stutt við menn ­ ingarstarf á Siglufirði og á heima ­ vefinn siglo.is, sem meðal annars inniheldur gríðarlegt myndasafn af Siglufirði sem Róbert hefur keypt og látið færa yfir í rafrænt form. Róbert sýnir blaðamanni og ljósmyndara stoltur uppáhalds ­ mynd sína úr safninu, landsþekkta mynd af Óskari Halldórssyni síldarkaupmanni þar sem hann situr á bryggjunni með hatt sinn í hendi. Róbert bendir á að Óskar hafi farið fjórum sinnum á hausinn Róbert Guðfinnsson segist eiga tvo heimamarkaði; Mexíkó og Siglufjörð. Hann hefur fjárfest í ferðaþjónustu á Sigufirði og undirbýr byggingu stórs hótels þar. Þá hyggst lyfjaþróunarfyrirtæki þeirra Vilhelms Más Guðmundssonar, Genís, reisa lyfjaverksmiðju á Siglufirði sem framleiðir bólgueyðandi lyf og til beinfyllingar. Fjárfestingar tengdar Róberti á Siglufirði verða hátt í 3 milljarðar, þar af eru um 1,8 milljarðar í ferðaþjónustu, þ.e. í veitingarekstri, hóteli og útivistaraðstöðu. TexTi: siGurður Már jónsson / Myndir: Geir ólafsson „Við þurfum við ­ bótartekjur og meiri útflutning. Öll áhersla á að vera á gjald eyrisskapandi nýsköpun í viðbót við annað sem við erum með. Um leið þurfum við að læra að umbreyta.“ iNNFLÆði FRUmkVöðLa Róbert Guðfinnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.