Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Síða 69

Frjáls verslun - 01.07.2013, Síða 69
FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 69 Fab Lab, eða fabrication laboratory, er eins konar framleiðslutilrauna­stofa þar sem fólk getur komið hugmyndum sín um í áþreifanlegt form með tölvu ­ stýrðum búnaði. Geta hlutirnir verið allt frá handverki til sérfor­ ritaðra tölvukubba. Smiðjan var sett á laggirnar í Vestmanna­ eyjum árið 2008 og þar er fólki kennt að nýta sér þá tækni sem þar er að finna. Um leið getur það einnig notið aðstoðar frá Nýsköpunarmiðstöð við gerð markaðs­ og viðskiptaáætlana. Frosti segir smiðjuna hafa verið vel sótta bæði af heimafólki og gestum. Slík smiðja hefur einnig verið rekin á Sauðárkróki frá árinu 2010 og Ísafirði árið 2012 og stendur nú til að setja eina slíka á laggirnar í Breiðholti í Reykja vík. „Það var þáverandi samstarfs­ félagi minn hjá Vestmannaeyja­ bæ, Smári Mc Carthy, sem fyrst heyrði um slíkar smiðjur í fyrir lestri á netinu og hélt til Noregs til að kynna sér málið nánar. Hugmyndin átti vel upp á pallborðið hjá Vestmannaeyja­ bæ en á þessum tíma var niðurskurður í þorskkvóta og því þörf á ákveðnu mótvægi stjórnvalda. Við fengum Þorstein Inga Sigfússon, forstjóra Ný ­ sköpunarmiðstöðvar, í lið með okkur og sá Nýsköpunarmiðstöð Íslands um uppsetningu og utan­ umhald,“ segir Frosti Gíslason, verkefnastjóri Fab Lab hjá Ný ­ sköpunarmiðstöð Íslands. Aukið sjálfstraust og færni Auk þess að veita frumkvöðlum brautargengi skapast einnig dýrmætt tengslanet með Fab Lab­samstarfinu en nú eru starf­ ræktar um 230 Fab Lab­smiðjur um allan heim. Fab Lab­smiðjan í Vestmannaeyjum er t.a.m. einnig menntastöð í tengslum við MIT­ háskólann í Boston. „Fólk sækir til okkar sex mán­ aða námskeið sem kennt er af Neil Gershenfeld, prófessor við MIT­háskólann í Boston, einu sinni í viku í svokölluðu Fab Academy. Þar er kennd nýjasta tækni innan Fab Lab og nýjustu rannsóknir hverju sinni kynntar. Með þessu er fólki sem hér býr gert kleift að stunda staðbundið nám á hærra stigi en annars væri mögulegt sem er mikilvægt fyrir staði eins og Vestmannaeyjar sem ekki hafa háskóla. Einnig erum við í nánu samstarfi við grunn­ og framhaldsskólana hér um að miðla þekkingu Fab Academy til yngri nemenda. Með því örvum við sköpunargáfu þeirra og ímyndunarafl og gerum þeim kleift að framleiða sjálf nýjar vörur. Nemendur öðlast einnig aukið sjálfstraust, tæknilæsi og tæknifærni. Það skiptir máli að vekja snemma áhuga nemenda á tækninámi og hafa margir þeirra sótt slíkt í kjölfarið á náminu hjá okkur. Það leiðir síðan til fleiri starfa og nýrra tækninýjunga sem geta gert okkur lífið betra,“ segir Frosti og bætir við að mikilvægt sé að leggja áherslu á aukna þekkingu og nýsköpun á sviði tækni og vísinda til að styrkja samkeppnis­ hæfni landsins. Telur þú sprotaumhverfið hagkvæmt í dag? „Frumkvöðlar kvarta helst yfir því að erfitt sé að nálgast fjármagn en í dag er mikill áhugi fyrir tækni nýjungum á markaðnum og auðvelt aðgengi að heims­ markaði. Um leið er hópfjár­ mögnun (crowdfunding) að kom ast á skrið hérlendis og horf­ urnar áhugaverðar. Ýmsar góðar vörur sem eiga uppruna sinn í Fab Lab­smiðjum eru nú t.d. að komast í framleiðslu, m.a. fyrir tilstuðlan Kickstarter, og vonumst við til að sjá slíkt í auknum mæli í framtíðinni,“ segir Frosti. stofnár: 2008. stofnendur: nýsköpunarmiðstöð íslands. markmið verkefnis: að auka þekkingu á persónumiðaðri fram­ leiðslu, stafrænum framleiðsluaðferðum í iðnaði og efla nýsköpun á íslandi. einnig auka tæknilæsi almennings og almenna tæknivit­ und og ­færni svo og að skapa vettvang fyrir nýsköpun og efla samkeppnishæfni iðnaðarfyrirtækja, menntastofnana og nemenda. „Hugmyndin átti vel upp á pallborðið hjá vestmannaeyja bæ en á þessum tíma var niðurskurður í þorsk­ kvóta og því þörf á ákveðnu mótvægi stjórnvalda.“ Frosti gíslason, verkefnastjóri Fab Lab í Vestmannaeyjum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.