Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Qupperneq 83

Frjáls verslun - 01.07.2013, Qupperneq 83
FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 83 Vaxa langt umfram Tæknifyrirtæki sjávarklasans: velta íslenskra tæknifyrirtækja í sjávarklasanum nam um 69 milljörðum á árinu 2012 og jókst því um 12% frá 2011. með sjávarklasanum er átt við öll þau fyrirtæki sem saman styðjast við sjávarútveginn sem grunnatvinnuveg. starfsemi fyrirtækjanna sem um ræðir nær allt frá hönnun og framleiðslu veiðarfæra og fiskvinnsluvéla til líftæknirannsókna og þróunar nýrra afurða úr auðlindum hafsins, en í dag tilheyra um 90 fyrirtæki þessum hópi. þjóðarframleiðslu Höfundar: friðriK Björnsson oG saGa Huld HelGadóTTir T æknigeirinn í sjávarklasanum vex umfram sjávarútveg og fiskeldi, umfram fisk vinnslu og umfram þjóðar fram ­ leiðslu. Með tilliti til þess mikla vaxtar sem tækni fyrir ­ tæki sjávarklasans hafa sýnt má ætla að aukin fjárfesting í þessum fyrirtækjum geti haft mjög jákvæð áhrif á íslenskan efnahag og atvinnulíf. Velta íslenskra tæknifyrirtækja í sjávarklasanum nam um 69 milljörðum á árinu 2012 og jókst því um 12% frá 2011 – en fyrirtækin sem um ræðir eru um 90 að tölu. Tveir angar sjávarklasans á Íslandi hafa vaxið hraðast undanfarin ár. Um er að ræða tæknigeira sem krefjast mikill ar sér þekk ­ ing ar og nýsköpunar. Hér er ann ars vegar átt við fyrirtæki í líftækni og hins vegar tæknifyrirtæki í hönnun og fram leiðslu búnaðar fyrir sjávarútveg. Fyrir tækin sem um ræðir þjóna sjávarútveginum á ýmsan hátt, allt frá því að hanna og framleiða tæki fyrir veiðar og fiskverkun til þess að þróa úr sjávarafurðum nýjar og betri vörur. Á Íslandi eru um 90 fyrirtæki sem tilheyra þessum hópi og eiga það flest sameiginlegt að selja vörur sínar undir eigin vörumerki og stunda útflutning af einhverju tagi. Greining Íslenska sjávarklasans á umfangi og vexti þeirra fyrirtækja sem tilheyra geir­ unum tveimur leiddi í ljós að samanlögð heildarvelta þeirra var 69 milljarðar árið 2012, miðað við veltu upp á 61 milljarð árið áður. Þetta samsvarar um 12% vexti eftir að tekið hefur verið tillit til verðbólguáhrifa, sem er stór frétt á tímum þar sem hagvöxtur á Íslandi er 1,6%. Þrátt fyrir takmarkaða um fjöllun í opinberri umræðu hafa tækni ­ fyrir tæki sjávarklasans óumdeilanlega mikil vaxtar tækifæri og starfsemi þeirra kann að vera víðtækari en margir hafa talið. Tæknifyrirtæki sjávarklasans í hönnun og framleiðslu Starfsemi flestra tæknifyrirtækja sjávarklas­ ans felst í hönnun og framleiðslu búnaðar fyrir sjávarútveg. Fyrirtæki þessi eru um 70 talsins og hanna, þróa og framleiða tækni­ búnað og lausnir sem auka með einum eða öðrum hætti gæði vara eða skil virkni fyrirtækja í sjávarklasanum. Afurðir fyrir ­ tækjanna sem um ræðir eru meðal annars veiðarfæri, vinnslutæki, upp lýs ingakerfi, umbúðir, kælikerfi og ýmis annar vél­ og hugbúnaður. Velta þessara fyrirtækja nam tæpum 66 milljörðum á árinu og jókst því um 13% frá árinu á undan. Er þá aðeins átt við þann hluta heildarveltu fyrirtækjanna sem til er kominn vegna viðskipta við fyrirtæki í sjávarklasanum. Starfsmenn þessara fyrir ­ tækja eru yfir 1.000 hér á landi og samhliða 13% veltuaukningu er áætluð fjölgun stöðu gilda a.m.k. 4% milli ára. Vöxturinn var mestur hjá fyrirtækjum sem framleiða búnað til fiskvinnslu og nam veltuaukning slíkrar framleiðslu um 22% milli ára. Velta þessara fyrirtækja var yfir 38 milljarðar árið 2012, miðað við um 31 milljarð árið áður. Veltuaukning fyrirtækja sem hanna og framleiða búnað fyrir skip nam tæpum 5%, en heildarvelta þeirra fór úr 7,7 milljörðum í rúma átta milljarða árið 2012. Vöxtur í sölu veiðarfæra og um búða var aftur á móti óverulegur. Segja má að þetta sýni ákveðin umskipti í gengi fyrir tækjanna, en þegar vöxtur þeirra frá árinu 2010 til ársins 2011 er skoðaður sést að veltuaukning var þá mest í þeim tækni fyrir tækjum sem sérhæfa sig í búnaði fyrir skip. Velta íslenskra tækni fyrirtækja í sjávarklas anum nam um 69 mill jörðum á árinu 2012 og jókst um 12% frá árinu áður – en fyrirtækin sem um ræðir eru um 90 að tölu. Friðrik björnsson og Saga huld helgadóttir, höfundar greinarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.