Frjáls verslun - 01.07.2013, Qupperneq 86
86 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013
Það fer vel á því að ræða við Þór um þessi mál og það í fundarplássi í miðju sjávarklasans sem er til húsa í Húsi sjávarklasans við Reykjavíkurhöfn úti á Grandagarði. Starfsemin
hefur vaxið með undraskömmun hætti um
leið og menn hafa lært að nálgast þennan
grunnatvinnuveg okkar Íslendinga með
nýjum aðferðum.
Frekari stækkun er framundan en nú á
haust mánuðum verður húsnæðið þrefaldað.
Og allt plássið þegar upppantað. Það er
greinilega enginn skortur á frumkvöðla
hugsun í sjávarútveginum. Þór bendir á
að mikið frumkvöðlastarf hafi verið unnið í
sjávarútveginum í gegnum tíðina, mönnum
hafi bara ekki verið tamt að líta hann sem
uppsprettu slíks starfs. Það sé hugsanlega
að breytast með nýjum hugsunarhætti,
sem meðal annars má rekja til Íslenska
sjávarklasans.
Þór segir það staðreynd að þróunarstarf
inu sé haldið uppi af nokkrum öflugustu
fyrirtækjunum á þessu sviði. Hann segir
þó ljóst að miklu meira sé hægt að gera.
„Við viljum gera það á þeirri forsendu að
við séum með heimsklassasjávarútveg
þar sem menn kunna sitt fag. Það sem
slíkur sjávarútvegur þarf að ná að gera er
að ná forskoti á heimsvísu í frekari vinnslu
sjávarafurðanna.“
Þór segist þar ekki vera að tala um það
sem við í daglegu tali teljum til vinnslu,
svo sem flökun, frystingu eða mjölun, sem
menn kunni í dag. Þess í stað þurfi Íslend
ingar að læra að komast upp virðiskeðjuna,
sem er í grunninn falin í fiskveiðunum sjálf
um, vinnslunni, þurrkun og mjölun. Þegar
þar er komið fara hlutirnir að taka á sig aðra
mynd og verða áhugaverðari með tilliti til
launa, aðstæðna fólks og tækifæra fyrir
ungt fólk. Þá segist hann vera að tala um
heilsufæði, snyrtivörur og lyf. Allar þessar
afurðir byggjast á betri nýtingu á því hráefni
sem fellur til í dag. Verðmætin séu fyrir
hendi, það þurfi bara hugmyndir, þekkingu
og aðferðir til að nýta þau.
„Ég spái því að ákveðnir útgerðarmenn
verði orðnir lyfsalar eftir einn eða tvo
áratugi. Þá verður framleiðsla þeirra orðin
miklu líkari því sem tíðkast hjá stóru heilsu
verksmiðjunum í dag.“
Þór bendir á starfsemi Lýsis máli sínu til
stuðnings. Það sama geti orðið raunin hjá
fleiri félögum sem geti orðið stór félög á
heimsvísu eins og Lýsi er í dag. Þar er hann
að vísa til félaga sem vinni með ensím með
ensímtækni, meðal annars úr þorskgörnum,
kollagen sem fæst úr roðinu eða prótein
framleiðslu á sviði heilsufæðis.
„Þetta gætu orðið fyrirtæki af sömu
stærðargráðu og Lýsi eða félög enn ofar
í virðiskeðjunni eins og lyfjafyrirtæki. Við
erum sannfærð um að við séum að fara í
þessa átt. Það eru fáar sjávarútvegsþjóðir
sem geta afhent rekjanlega, náttúrulega
afurð og algera sjálfbæra. Þetta mun stuðla
að meiri sölu á afurðum okkar í framtíðinni og
það jafnvel meiri en við áttum okkur á.“
Framþróun sjávarútvegsins
þór Sigfússon, stofnandi Íslenska sjávarklasans:
felst í fullvinnslu
Sjávarútvegurinn er ekkert öðruvísi en aðrar atvinnugreinar en við þurfum að fara
að læra að nýta þau tækifæri sem þar bjóðast. Þór Sigfússon, stofnandi Íslenska
sjávarklasans, hallar sér fram í stólnum til áhersluauka þegar hann bendir á þessi
sannindi sem verða augljós í hans málflutningi.
TexTi: svava jónsdóTTi / Mynd: Geir ólafsson
Þór Sigfússon, stofnandi Íslenska sjávarklasans.
Íslendingar verða að læra
að komast upp úr hinni
hefðbundnu virðiskeðju í
sjávarútvegi og sjá tæki
færin í heilsufæði, snyrti
vörum og lyfjum unnum úr
fiskafurðum.
SJÁVaRkLaSiNN
Svona er lífið á Ásbrú
Verður þín hugmynd að veruleika á Ásbrú?
frumkvöðla-
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.asbru.is
Frumkvöðlasetrið á Ásbrú býður
frum kvöðlum og nýsköpunar
verkefnum frábæra aðstöðu, auk
stuðnings, fræðslu og ráðgjafar við
að hrinda hugmyndum í framkvæmd.
Þar gefast fjölmörg tækifæri til að
efla tengslanet og finna mögulega
samstarfsaðila.
Ásbrú í Reykjanesbæ er suðupottur tækifæra. Þar hefur á
skömmum tíma byggst upp litríkt samfélag, þar sem saman
fer öflug mennta stofnun, fjöldi spennandi fyrirtækja og
blómstrandi mannlíf.
Nánari upplýsingar á www.asbru.is.
PI
PA
R\
TB
W
A
-S
ÍA
-
1
3
1
2
6
0