Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Qupperneq 96

Frjáls verslun - 01.07.2013, Qupperneq 96
96 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 Icelandair gleður fjárfesta: Er alltaf góður tími til að kaupa? Í eina tíð sögðu fjárfestar að það væri alltaf góður tími til að kaupa í finnska farsímafram ­ leiðandanum Nokia. Það reyndist ekki svo. Í dag segja fjárfestar á Íslandi að það sé alltaf góður tími til að kaupa í Icelandair og það hefur reynst vera svo síðan félagið skilaði sér í Kauphöllina. Þetta ár virðist ekki ætla að verða síðra, félagið ætlar enn eitt árið að verða það félag sem skilar fjárfestum mestri ávöxtun. Vitaskuld er eignarhaldið nokk­ urt vandamál þar sem lífeyris­ sjóðirnir eiga 45% í Icelandair, sem er hærra en skynsamlegt getur talist, bæði fyrir félagið og lífeyrissjóðina. Hlutdeild þeirra fór hæst í 50% en hefur aðeins minnkað en ekki nógu mikið að flestra mati. Augljóslega vantar lífeyrissjóðina fleiri fjárfestingar­ kosti. Rekstur Icelandair dregur að sjálfsögðu dám af því að gríðar ­ legur uppgangur hefur verið í ferðaþjónustu hér á landi. Um nokkurra ára skeið hefur ferða­ þjónustan vaxið um 15% að jafnaði á ári. Spár gera ráð fyrir áframhaldandi aukningu. Um leið er augljóst að skipu­ lag og stjórnun Icelandair er styrk og uppbygging félagsins hvílir á traustum stoðum. Eina sem mátt hefur gagnrýna er hinn aldni flugfloti félagsins en nú hefur verið lögð fram áætlun um endurnýjun hans sem verður líklega stærsta fjárfest­ ingaverkefni atvinnulífsins næstu árin. Nú hefur verið lögð fram áætlun um endur nýjun flugflota Icelandair sem verður líklega stærsta fjárfestingaverkefni atvinnu­ lífsins næstu árin.björgólfur Jóhannsson, forstjóri icelandair group. Skuldabréfamark- aðurinn minnir á sig Ávöxtunarkrafa skuldabréfa hefur hald ið áfram að lækka og verð hluta­bréfa hefur hækkað. En þótt skráning öflugra fyrirtækja á mark að og aukin velta hlutabréfa hafi ein ­ kennt yfirstandandi ár hefur skuldabréfa ­ markaðurinn einnig minnt á sig. Veitir ekki af, segja margir, en að hluta til hefur áhersl­ an verið að færast af skuldabréfamarkaði yfir á hlutabréfamarkaðinn. „Þessi þróun var að flestu leyti fyrirsjáan­ leg þótt að mínu viti hafi gengið of hægt að fjölga skráðum félögum í kauphöllinni. Vonandi að það gangi betur á komandi miss erum. Það væri dapurlegt ef öflug fé ­ lög festust í einhverju millibilsástandi áður en almennum fjárfestum væri boðin þátt­ taka. Sama á við um skráningu fyrirtækja ­ skuldabréfa, en gaman væri að sjá fleiri og fjölbreyttari flokka skráða á markað. Þá mættu útgefendur og fjárfestar hugsa um með hvaða hætti auka mætti seljanleik ­ ann á markaðinum,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, sérfræðingur hjá greiningar ­ deild Arion banka. Stefán bendir á að verðbréfamarkaðurinn, eins og aðrir eignamarkaðir, taki mið af þeirri staðreynd að mikið laust fé sé í um ­ ferð og mikill sparnaður stöðugt að mynd ­ ast í krónum. „Ávöxtunarkrafa skuldabréfa hefur haldið áfram að lækka og verð hlutabréfa hefur hækkað ásamt því sem mér sýnist að áhættu álag til hlutabréfa hafi lækkað. Mér sýnist væntingar fjárfesta benda til þess að framhald verði á þessari þróun. Ísland er ekkert einsdæmi. Víðast hvar á Vesturlöndum hefur þróunin verið á þessa lund megnið af árinu. Þannig hefur ávöxtun íslenskra hlutabréfa í kauphöllinni verið í samræmi við þróunina annars staðar og vísitölur meira að segja hreyfst í takt. Þátttakendum á íslenskum fjármála mark ­ aði má segja til hróss að þeir hafa alls ekki verið hlutlausir í hegðun sinni eða verið ónæmir á verðlagningu. Þvert á móti hafa þeir virkilega sýnt afstöðu sína í verki. Þann ig hafa óljós skilaboð ráðamanna haft talsverð áhrif á verðþróun íbúðabréfa og uppgjör undir væntingum hafa leitt til verðlækkunar hlutabréfa. Sama á við um jákvæð tíðindi. Markaðurinn bregst við og mér sýnist hjarðhegðun minni en á árum áður,“ sagði Stefán. En fjárfestar ættu að hafa í huga að gjald eyrishöftin skapa skilyrði fyrir lægri innlenda vexti en ella og þrýsta eignaverði þannig almennt upp. Það hefur gerst á húsnæðismarkaði og virðist einnig vera að gerast í Kauphöllinni. Vonandi að nýjar vísbendingar um aukinn hagvöxt sýni að hagkerfið sé að taka við sér og geti haldið í við markaðsvæntingar, sem alltaf virðast miklar hér á landi! „Fjárfestar ættu að hafa í huga að gjaldeyrishöftin skapa skilyrði fyrir lægri innlenda vexti en ella og þrýsta eignaverði þannig almennt upp.“ FJÁRmÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.