Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Síða 103

Frjáls verslun - 01.07.2013, Síða 103
FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 103 Björn Berg Gunnars­son segir að þar sem aðstæður fólks séu misjafnar sé best ef fólk sækir sér ráðgjöf varðandi sparnaðaráform og ákveði í leiðinni hvernig það skilgreinir sparnað sinn; hvert sé markmiðið með ávöxtuninni, hversu mikið af fjármununum má binda og hve lengi, hversu mikið þarf að vera aðgengilegt með stuttum fyrir­ vara og hversu mikið má geyma til langs tíma. „Þeir kostir sem eru í boði henta eftir því hvaða hlutverki sparn að­ urinn gegnir. Dæmi um það er að fjármuni sem má geyma til lengri tíma er mögulegt að verðtryggja en verðtrygging in hentar hins vegar ekki skamm tíma sparnaði. Verðtryggð ríkis skuldabréf, fyrir­ tækjabréf og hluta bréf geta verið spennandi fjár festingarkostir sem krefjast tíma og þolinmæði og þá getur góð eignadreifing dregið úr áhættu.“ Eignasöfn Boðið er upp á breytt úrval sjóða hjá VÍB sem henta þörfum hvers og eins. „Við bjóðum upp á hefðbundna sjóði þar sem viðskiptavinurinn hefur sjálfur tekið afstöðu til þess hvaða eignaflokkum er fjárfest í, t.d. skuldabréfa­ og hlutabréfa­ sjóði. En aðstæður breytast og við bjóðum líka upp á sjóði þar sem viðskiptavinurinn felur sér fræðingum að auknu leyti að ákveða eignasamsetninguna. Dæmi um það eru sjóðirnir „Eignasafn“ og „Eignasafn – ríki og sjóðir“ sem eru mjög vinsælir hjá okkur. Þar felur viðskiptavin­ urinn sérfræðingum að ákveða hvaða fjárfestingar henta best á hverjum tíma og að hversu miklu leyti er þá t.d. skynsamlegt að fjárfesta í verðtryggðum eða óverðtryggðum bréfum innan fyrirfram ákveðinna heimilda.“ Björn segir að ef litið er eitt ár aftur í tímann hafi ávöxtun sjóð ­ anna verið frá um 5%, sem eru þá óverðtryggð ríkisskuldabréf, og upp í yfir 40% á hlutabréfum. „Margir fjárfesta í fleiri en einum sjóði og þeir sem hafa fjárfest í hlutabréfum hafa fengið gríðar­ lega háa ávöxtun á undanförnum misserum. Þó er mikilvægt að taka fram að ávöxtun sem þegar er komin fram þarf alls ekki að vera vísbending um áfram­ haldið.“ Mjög há upphæð Björn segir að sjóðirnir endur­ spegli fyrst og fremst fjárfest­ ingarumhverfið í dag. „Stór hluti þeirra sjóða sem við bjóðum upp á var búinn til eftir hrun og eðlilega er það þann ig að flestir þeirra fjárfesta í skulda­ bréfum vegna þess að þar hefur mest eftirspurn verið hingað til. Við erum einnig með tvo hluta­ bréfasjóði sem hafa vaxið ört að undanförnu. Í rauninni má segja að hvað svo sem það er sem fólk er að leita að – hvort sem það vill stutt óverðtryggð, löng verð­ tryggð skuldabréf, hlutabréf eða einhverja blöndu – þá bjóðum við upp á sjóði þar sem fjárfest­ ingarstefnan endurspeglar ná ­ kvæmlega það.“ Björn segir að sér finnist mikil vægt að hafa sparnaðinn reglu bundinn eða jafnvel í áskrift. „Sér eignarsparnaður kemur t.d. sennilega til með að vera stærsti sparn aður mjög margra þegar þeir hætta að vinna. Hjá mörgum verður þetta mjög há upphæð þar sem um er að ræða framlag viðkomandi sem og mótframlag vinnuveitandans og vexti. Þeir sem hafa nýtt sér tímabundinn aðgang að séreignarsparnaði og getað notað hann t.d. í fjár ­ hagserfiðleikum eftir hrun hafa sannarlega tekið eftir því að það hefur skipt máli að eiga þennan sparnað til. Það skiptir fólk miklu máli þegar upp er staðið hvernig það hagar sparnaði sínum; hvaða fjárfestingarkosti það nýtir sér og hvernig sparnaðurinn er búinn undir óvæntar aðstæður, t.d. breytingar á verðbólgu og gengi krónunnar.“ Björn segir að sér finnist mikilvægt að hafa sparnaðinn reglu bundinn eða jafn vel í áskrift. Breytt úrval verðbréfasjóða „í rauninni má segja að hvað svo sem það er sem fólk er að leita að – hvort sem það vill stutt óverðtryggð eða löng verðtryggð skuldabréf, hlutabréf eða einhverja blöndu – þá bjóðum við upp á sjóði þar sem fjárfestingarstefnan endurspeglar nákvæmlega það,“ segir Björn Berg gunnarsson, deildarstjóri fræðslu og viðskiptaþróunar hjá víB – eignastýring­ arþjónustu íslandsbanka. Texti: Svava Jónsdóttir Mynd: Geir Ólafsson björn berg. „margir fjárfesta í fleiri en einum sjóði og þeir sem hafa fjárfest í hlutabréfum hafa fengið gríðarlega háa ávöxtun á undanförnum misserum.“ V Í B – E i g n a s t ý r i n g a þ j ó n u s t a Í s l a n d s b a n k a FJÁRmÁL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.