Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 23

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 23
AGRIP GESTAFYRIRLESTRA / XII. VÍS NDARÁÐSTEFNA G 8 Súrefnisbúskapur sjóntaugar og lífeðlisfræði gláku. Frá dýrarannsóknum til tækniþróunar og nýrra meðferðar- möguleika í mönnum Einar Stefánsson'2. Þór Eysteinsson1-2, Morten laCour’. Daniella Bach Pedersen3, Peter Koch Jensen3, Jens Kiilgaard3, Jón Atli Benediktsson4, Gísli Hreinn Halldórsson4, Róbert Arnar Karlsson4, Sveinn Hákon Harðar- son', Alon Harris5, James Beach6 ‘Læknadeild HÍ, 2augndeild Landspítala, 3Kaupmannahafnarháskóli, 4verk- fræðideild HÍ, 5Háskólinn í Indiana, USA, 6Stennis Space Center, USA einarste@landspita!i. is Inngangur: Uppgötvanir í lífeðlisfræði og lyfjafræði sem byggjast á dýratilraunum okkar benda á nýja meðferðarmöguleika fyrir blóðþurrðarsjúkdóma í augnbotnum manna og eru klínískar rannsóknir hafnar. Samtímis er í þróun og prófun tækni til að mæla súrefnismettun í blóðrauða í augnbotnum ntanna. Þessi tækni mun væntanlega geta metið súrefnisskort í blóðþurrðar- sjúkdómum, svo sem í gláku eða sykursýki og árangur meðferðar við þessum sjúkdómum. Lífeðlisfræði sjóntaugar: Súrefnisþrýstingur sjóntaugar stýrisl af framboði og eftirspurn. Súrefnisframboðið byggist á blóðflæði (F) til sjóntaugarinnar sem stýrist annars vegar af mismun blóð- þrýstings (BÞ) og augnþrýstings (IOP) og hins vegar af viðnámi æðakerfisins í sjóntauginni (R). F= BÞ-IOP R Nákvæm stýring á þvermáli slagæðlinga og þar með viðnámi æðakerfisins heldur súrefnisþrýstingnum stöðugum þannig að vægar breytingar á blóðþrýstingi eða augnþrýstingi valda ekki truflunum á súrefnisþrýstingi sjóntaugarinnar. Blóðflæðistýr- ingunni eru takmörk sett og fari augnþrýstingurinn upp fyrir 40 mmHg ræður æðaútvíkkunin ekki lengur við þrýstingsfallið og sjóntaugin verður súrefnissnauð. Súrefnisskortinn má mæla beint með súrefnisnemum sem settir eru inn í auga tilraunadýra, eða óbeint með litrófsmælingum á cytokrómum í hvatberum eða blóðrauða í æðum sjónhimnu. Gott samræmi er milli lífeðlisfræðilegra mælinga á sjóntaug- um tilraunadýra og rannsókna á gláku í mönnum. Fari augn- þrýstingurinn upp fyrir 40 mmHg og mismunur blóðþrýstings og augnþrýstings (BP-IOP) niður fyrir 50 mmHg truflast súr- efnisbúskapur og orkubúskapur sjóntaugar í tilraunadýrum. Sambærilegar þrýstingsbreytingar í glákusjúklingum hafa í för með sér skemmdir á sjóntaug og skerðingu sjónsviðs, sem verða þeim mun meiri sem augnþrýstingurinn hækkar og mun- ur blóðþrýstings og augnþrýstings verður lægri. Fari munur blóðþrýstings og augnþrýstings niður í 30 mmHg þá sexfaldast hættan á glákuskemmd hjá glákusjúklingum, en í tilraunadýrum er verulegur súrefnisskortur og orkuframleiðsla hvatbera í sjón- tauginni minnkaður unt helming. Meðferð blóðþurrðar í augum: Glákunteðferð hefur hingað lil beinst einvörðungu að því að lækka augnþrýsting og þar með auka mismuninn milli blóðþrýstings og augnþrýstings (BÞ-IOP), sem bætir blóðflæði (F) og súrefnisflutning til sjóntaugar. Önnur leið til að bæta súrefnisframboðið er að víkka æðakerfið (lækkar viðnámið, R) og höfum við uppgötvað að flokkur glákulyfja, kolanhydrasahemjarar, víkka æðar í sjóntaug og sjónhimnu og bæta súrefnisþrýsting verulega. Ensímið kolanhydrasi á meðal annars hátt í umbreytingu C02 í bíkarbónat og llutningi þess úr vef út í blóðrás til lungna. Hömlun ensímsins dregur úr COz brottnámi úr sjóntauginni og hækkandi C02 þrýstingur leiðir til æðaútvíkkunar og þar með meira blóðflæðis og súrefnistilflutn- ings. Með því að anda að sér C02 má framkalla svipaða súrefnis- þrýstingshækkun í auganu og með töku kolanhydrasa glákulyfja. Æðaútvíkkun vegna C02 verkar sennilega gegnum prostaglandín efnaskipti og cyclooxigenasa hemjarinn indomethacin dregur úr áhrifum C02 og kolanhydrasahemjara á súrefnisþrýsting sjón- taugar og reyndar veldur indomethacin verulegri súrefnislækkun í sjóntaug tilraunadýra. Rannsóknir okkar hingað til hafa að mestu farið frant í til- raunadýrum en á undanförnum árum höfum við unnið að því að færa rannsóknirnar að mönnum og nýta þær í lækningaskyni. Annars vegar bendir margt til að kolanhydrasa hemjandi glákulyfin séu gagnleg gegn ýmsum blóðþurrðarsjúkdómum í augnbotni, svo sem augnsjúkdómi í sykursýki auk gláku, og höf- um við hafið klínískar rannsóknir til að sannreyna þetta. í öðru lagi erum við að þróa og prófa tækni til að mæla súrefnismettun í blóðrauða í augnbotnum manna til þess að geta sannreynt rannsóknaniðurstöður okkar í mönnum og metið súrefnisskort í augnsjúkdómum í mönnum svo og áhrif meðferðar á þá. Súrefnismælingar í niönnuni: Mælingar á súrefnismettun í blóð- rauða í augnbotnum manna byggjast á litrófsgreiningu og því að litur blóðrauða er háður súrefnismettun. Augnbotnamynd er litgreind í fjórum bylgjulengdum og höfum við þróað mynd- greiningartækni og hugbúnað til að meta súrefnismettun blóð- rauðans í æðum sjónhimnu með sjálfvirkum og áreiðanlegum hætti. Kerfisbundið hefur verið unnið að því að auka næmi og áreiðanleika tækisins og stefnt er að því að þróa tækjabúnað sem getur metið súrefnisástand í augnbotnum í blóðþurrðarsjúk- dómum, svo sem í sykursýki eða gláku, og meta áhrif meðferðar á súrefnisástandið. Þannig vonumst við til að þessi tækni geti staðfest árangur meðferðar af leysimeðferð og lyfjum, svo sem kolanhydrasahemjurum sem auka súrefnisþrýsting í sjónhimnu og hjálpa við að stýra slíkri meðferð. Læknablaðid/fylgirit 50 2004/90 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.