Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Side 26

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Side 26
AGRIP ERINDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl 'Tilraunastöð HI í meinafræði að Keldum, 2embætti yfirdýralæknis, 3Cana- dian Food Inspection Agency, Ottawa, Ontario, Kanada, 4USDA-ARS, Russell Research Center, Athens, Georgia, USA valaf@hi.is Inngangur: Campylobacter smit af innlendum uppruna var frekar sjaldgæft í mönnum hérlendis þar til upp kom faraldur 1998-2000 sem rakinn var til neyslu á ferskum kjúklingum. í framhaldi af þeim faraldri varö Campylobacter eftirlit hluti af reglubundnu eftirliti í alifuglaframleiðslu. Arið 2001 var hleypt af stokkunum samstarfsverkefni „Scour- ces and Risk Factors for Campylobacter in Poultry and Impact on Human Disease in a Closed Systern". Tekin hafa verið sýni á mismunandi stigum kjúklingaeldis til að reyna að rekja Cam- pylobacter smit í kjúklingum og koma auga á helstu smitleiðir. Hér verður lýst þeim hluta sem snýr að athugun á því hvort „lóðrétt smit“ (vertical transmission) geti átt sér stað í kjúklingaeldi, það er hvort smit geti borist frá foreldri til afkvæmis í gegnum egg. Efniviður og aðferðir: A tímabilinu júní 2001 til júní 2003 voru tekin sýni úr forfeðrahópum í Svíþjóð (í tengslum við innflutning á frjóvguðum eggjum), úr foreldrafuglum sex vikum eftir klak og úr sömu hópum 19 vikna gömlum. Við ræktun á Campylobacter voru notaðar hefðbundin NMKL aðferð og Campy-Cefex aðferð. Niðurstöðiir: Campylobacter ræktaðisl úr helmingi forfeðrahópa í Svíþjóð á sama tíma og sýni úr sex vikna foreldrafuglum í sóttkví voru öll neikvæð. Þegar sömu hópar foreldrafugla voru svo próf- aðir aftur 19 vikna gamlir voru um 70% hópanna orðnir jákvæðir. Ekki fannst samræmi á milli Campylobacter stofna sem einangr- uðust úr forfeðrahópum og stofna sem fundust í foreldrafuglum við 19 vikna aldur. Alyktanir: Okkar niðurstöður sýna að þótt egg komi til landsins úr fuglum sem smitaðir eru af Campylobacter þá finnst bakterían ekki í afkvæmum þessara fugla eftir klak. Þegar Campylobacter ræktast síðan úr afkvæmunum þegar þau eldast er það vegna ytri aðstæðna, það er umhverfis og umgengni, en ekki vegna smits frá foreldrum. E 07 Þrek 9 og 15 ára barna og tengsl þess við holdafar og hreyfingu Sigurbjörn A. Arngrimsson', Þórarinn Sveinsson2, Erlingur Jóhannsson1 'Iþróttafræðasetur Kennaraháskóla Islands, 2rannsóknastofa f hreyfivísind- um HÍ sarngrim@khi.is Inngangur: Ofþyngd og offita barna er vaxandi vandamál hér á landi eins og í öllum nágrannalöndum okkar. Lítil hreyfing er talin ein af orsökum aukinnar líkamsþyngdar og hefur einnig áhrif á þrek barnanna. Þetta leiðir lil vítahrings þar sem lítil hreyfing, lítið þrek og aukin þyngd stuðla hvert að öðru. Markmiðið með þessari rannsókn er að meta þrek barna og kanna tengsl þess við hreyfingu og holdafar. Efniviður og aðferðir: Af 1323 níu og 15 ára börnum í 18 grunn- skólum víðsvegar á íslandi tóku 935 þátt (71%). Holdafar barn- anna var kannað með því að mæla líkamsþyngdarstuðul (n=932), þykkt húðfellinga (n=931) og ummál (n=930). Hreyfing var mæld með hröðunarmælum (n=388) sem bornir voru við hægri mjöðm í fjóra virka daga og tvo helgardaga. Þrek (W/kg) barnanna var mælt með stöðluðu þrekpófi á þrekhjóli (n=465). Niðurstöður: Drengir eru þrekmeiri en stúlkur og 15 ára drengir hafa meira þrek en 9 ára drengir en enginn munur er á stúlk- unum. Fylgni á milli þreks og hreyfingar í öllu úrtakinu er mest við heildarhreyfingu (r=0,22) og heildartíma við ákefð >6 MET (r=0,19). Engin tengsl eru á milli þreks og hreyfingar hjá 9 ára börnum en hjá 15 ára börnum er fylgnin mest við heildartíma í hreyfingu við ákefð >9 MET (r=0,30, stúlkur) og við heildartíma af ákefð >3 MET (r=0,39, drengir). Fylgni á milli húðfitu og þreks var góð í úrtakinu öllu (r=-0,63) sem og innan aldurshópa (r=- 0,54 til -0,68) en veikari tengsl voru við aðrar holdafarsbreytur (r=-0,27 til -0,35). Alyktanir: Hreyfing hefur áhrif á þrek hjá 15 ára börnum en ekki 9 ára. Vegna minni hreyfingar 15 ára stúlkna þarf ákefðin að vera meiri til að hafa áhrif á þrek heldur en hjá karlkyns jafnöldrum þeirra. Því feitari sem börnin eru því þrekminni eru þau og sterkt samband á milli þreks og holdafars undirstrikar samspil þessara þátta og heilsufars. E 08 Prader-Willi heilkenni á íslandi Snjólaug Sveinsdóttir1, Stefán Hreiðarsson2, Árni V. Þórsson1-1 'Barnaspítala Hringsins, 2Greiningar-og ráðgjafarstöð rfkisins, 3læknadeild HÍ arniv@landspitali.is Inngangur: Prader-Willi heilkenni (Prader-Willi syndrome, PWS) einkennist af vanþrifum, slappleika og slakri vöðvaspennnu í frumbernsku, en eftir tveggja ára aldur kemur venjulega fram óstöðvandi matarfíkn með offitu sem oft verður sjúklingum að aldurtila á þrítugsaldri. Einstaklingar með Prader-Willi heil- kenni eru að jafnaði þroskaskertir með sérstök hegðunarfrávik. Vanstarfsemi undirstúku (hypthalamus) skýrir marga þætti heil- kennisins en sýnt hefur verið fram á að einstaklingar með PWS hafa byggingargalla í undirstúku. Ein afleiðing þess er röskun á framleiðslu vaxtarhormóns og kynhormóna. Markmið rannsóknarinnar var að staðfesta nýgengi PWS á íslandi og að kanna afdrif þeirra einstaklinga sem hafa greinst með PWS. Efniviður og aðferðir: Að fengnum tilskildum leyfum voru sjúkraskrár frá tímabilinu 1976-2000 kannaðar frá barnadeildum sjúkrahúsanna í Reykjavík og barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Upplýsingar fengust einnig frá ungbarnaeftirliti og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Tölur um fæðingafjölda fengust frá Hagstofunni. Niðurstöður: Á 25 ára tímabili 01.01.1976-31.12.2000 greindust átta börn með PWS, þrjár stúlkur og fimm drengir. í öllum tilfell- um var orsök staðfest erfðafræðilega. Sex einstaklingar voru með brottfall á litningi 15 del(15ql l-ql3) en tveir voru með tvístæðu litnings frá móður. Miðað við fæðingar lifandi barna er nýgengi PWS á tímabilinu 1:13.500. Sjö barnanna þurftu meðferð og mislanga dvöl á vökudeild vegna næringarvandamála. Við þriggja ára aldur var komið fram verulegt misræmi á milli hæðar og þyngdar hjá öllum börnunum. Meðal SDS (standard deviation score) þyngdar var 26 Læknabladið/fylgirit 50 2004/90
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.