Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 28

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 28
A G R I P ERINDA /XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA H I Inngangur: Tíðni ofþyngdar og offitu barna fer ört vaxandi hér á landi eins og í öllum nágrannalöndum okkar. Einn af orsaka- völdum þessarar auknu líkamsþyngdar barna er lítil hreyfing. Markmið rannsóknarinnar er að meta hreyfingu barna og kanna tengsl hennar við holdafar þeirra. Efniviður og aðferðir: Veturinn 2003-4 voru mælingar gerðar á 9 og 15 ára börnum í 18 grunnskólum sem valdir voru á landsvísu. í úrtakinu voru 1323 börn og var þátttökuhlutfallið um 71%. Holdafar barnanna var kannað með því að mæla þykkt húðfell- inga og hreyfing var mæld með hröðunarmælum sem börnin báru við hægri mjöðm í fjóra virka daga og tvo helgardaga. Daglegt heildarmagn hreyfingar var skoðað (hreyfibreyta A) en auk þess daglegur heildartími þegar ákefð hreyfingar var yfir ákveðnum mörkum: B) >3 MET (metabolic equivalent); C) >6 MET og D) >9 MET. Niðurstöður: Fylgni (Pearson r) á milli einstakra hreyfingar- breyta var 0,51-0,88 (a=0,05). Fylgni á milli hreyfingar barnanna um helgar og á virkum dögum var 0,53-0,79 eftir því hvaða hreyf- ingarbreytur voru skoðaðar. I öllu úrtakinu er fylgni á milli þykkt- ar húðfellinga og mismunandi hreyfingarbreyta ávallt marktæk (r~0,30) en þó áberandi lægst í D (r=0,17). Hreyfing 15 ára stúlka er minnst en níu ára drengja mest; samt sem áður er ekki mark- tæk fylgni á milli hreyfingar og húðfellinga hjá þessum tveimur hópum. Hins vegar er ágæt fylgni (r=0,18-0,24) á milli hreyfingar- breyta A-C og húðfellinga hjá níu ára stúlkum og 15 ára drengj- um en engin fylgni er á milli húðfellinga og D. Ályktanir: Heildarmagn fremur en ákefð hreyfingar hefur áhrif á fitusöfnun barna. Hreyfing 15 ára stúlkna virðist ekki vera næg til að hafa áhrif á fitusöfnun þeirra öfugt við karlkyns jafnaldra þeirra. Á hinn bóginn virðist hreyfing níu ára stúlkna hafa áhrif á fitusöfnun þeirra. E 12 Tengsl líkamsstærðar skólabarna í 9. og 10. bekk við sjálfsmynd, depurð og líkamlega heilsu þeirra. Niðurstöður landskönnunar Guðrún Kristjánsdóttir1-2, Björk Haraldsdóttir1, Hulda Halldórsdóttir1, Sigríður Þórdís Bergsdóttir' 'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Landspítali gkrist@hi.is Inngangur: Fjölmargar rannsóknir benda til að ofþyngd hafi var- anleg áhrif á heilsufar fólks til lengri tíma. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tengsl líkamsstærðar barna og fjögurra heilsufarslegra útkomuþátta, sjálfsmyndar, depurðar, líkamlegrar heilsu og heilbrigðisupplifunar. Efniviður og aðferðir: Tilviljunarlandsúrtak 3913 íslenskra skóla- barna í 9. og 10. bekk grunnskóla sem þátt tóku í landskönnun á heilsufari var notað. Þyngd þeirra var flokkuð í mikla undir- þyngd, undirþyngd, kjörþyngd, ofþyngd og ofurþyngd. Við mat á sjálfsmynd barna var stuðst við sjálfsálitskvarða Rosenbergs, við mat á depurð barna var stuðst við þunglyndiskvarða Pearlins og við mat á líkamlegri heilsu var stuðst við SCL-90 kvarða Derogatis, auk sjálfsmats þeirra á heilsu sinni. Helstu niðnrstöðiir: Börn sem voru of þung reyndusl hafa mark- tækt lakari sjálfsmynd, voru daprari og höfðu neikvæðari heil- brigðisupplifun en önnur börn. Hins vegar upplifðu of þung börn ekki marktækt lakari sjálfmetna líkamlega heilsu en önnur börn. Helstu ályktanir: Niðurstöður sýna að líkamsstærð barna hefur áhrif á heilbrigðisupplifun þeirra og að þyngd þeirra tengist frek- ar andlegum þáttum heilsunnar, svo sem sjálfsmynd og geðslagi, en líkamlegum þáttum heilsufars þeirra á þessum aldri, hvað svo sem síðar verður. Ástæða er til að taka offitu hjá skólabörnum alvarlega enda virðist hún neikvætt tengjast sjálfsmynd þeirra og geðslagi sem getur verið andlega mótandi til framtíðar. E 13 Hið félagslega samhengi ölvunardrykkju meðal ung- linga Jórlaug Heimisdóttir1, Rúnar Vilhjálmsson2, Guðrún Kristjánsdóttir2 'Lýðheilsustöð. :Hjúkrunarfræðideild HI runarv@hi.is Inngangur: Áfengismisnotkun unglinga getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Hún stefnir heilsufari í hættu til skamms eða langs tíma og eykur líkur á áfengisvandamálum og fíkniefna- notkun í framtíðinni. Tilgangur rannsóknarinnar var að grafast fyrir um algengi ölvunardrykkju meðal íslenskra unglinga og tengsl hennar við félags- og lýðfræðilega þætti. Efniviður og aðferðir: Á árinu 1997 var gerð þversniðskönnun meðal helmings allra íslenskra skólanemenda á aldrinum 15 og 16 ára. Svarendur fylltu spurningalista út í skólastofum og var svarhlutfallið 91% (n=3872). Rannsóknin byggir á upplýsingum frá svarendum um ölvunardrykkju, lýðfræðilegan bakgrunn, stuðning frá foreldrum og vinum, eftirlit af hálfu foreldra, and- stöðu foreldra og vina við ölvun og ölvunardrykkju foreldra og vina. Tengsl ölvunardrykkju við skýringarbreytur voru metin með aðhvarfsgreiningu (logistic regression). Niðurstöður: Um 30% unglinga greindu frá ölvunardrykku síð- astliðna 30 daga. Tengsl voru milli ölvunar unglinganna og ölvun- ar vina, andstöðu við ölvun meðal vina og foreldra, og stuðnings vina og foreldra. Ályktanir: Ölvun er algeng meðal íslenskra unglinga. Ölvunin tengist andstöðu, stuðningi og ölvunardrykkju meðal vina og foreldra. Full ástæða er til að leita leiða til að draga úr ölvunar- drykkju unglinga. I því sambandi þarf að beina athygli að viðhorf- um til áfengis, áfengishegðun og félagslegum stuðningi af hálfu foreldra og vina unglingsins. E 14 Ofbeldi á meðal íslenskra unglinga Gerður Rún Guðlaugsdóttir'. Rúnar Vilhjálmsson2,Guðrún Kristjánsdóttir2 'Barnaspítali Hringsins, 2hjúkrunarfræðideild HÍ gerdurgu@simnet. is Inngangur: í skýrslu alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar árið 2002 var ofbeldi kynnt sem alþjóðlegt lýðheilsuvandamál. Ofbeldi getur haft margvíslegar líkamlegar og sálrænar afleiðingar fyrir hlutaðeigandi. Forvarnarstarf byggist á að þekkja og vinna með þá þætti sem leitt geta til ofbeldishegðunar. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna algengi og áhættuþætti ofbeldis meðal 15-16 ára skólabarna á Islandi. 28 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.