Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 32

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 32
AGRIP ERINDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl í meltingarvegi sem er drifið áfram af stökkbreytingu í týrósín kínasa viðtökum (c-kit eða PDGFRA). Rannsókn þessi á stökk- breytingarmynstri í týrósínkínasa genum er hluti af fyrstu rann- sókn sem gerð hefur verið í þessum æxlum hjá heilli þjóð. Efniviður og aðferðir: Bandvefskímsæxli sem greinst hafa á land- inu á árunum 1990 til 2003 voru rannsökuð. DNA var einangrað úr paraffín vef og fjórar útraðir (útraðir 9, 11, 13,17) úr c-kit og tvær útraðir (útraðir 12, 18) úr PDGFRA voru magnaðar upp með PCR. Öll sýni voru raðgreind beint og einnig rafdregin með conformation-sensitive gel electrophoresis (CSGE). Stökk- breytigerðir voru bornar saman við aðrar breytur hjá þessum sjúklingum. Niðurstöður: Af 57 æxlum sem voru skilgreind sem GIST á tíma- bilinu fékkst leyfi fyrir stökkbreytigreiningu hjá 53 (93%). Lokið hefur verið við stökkbreytigreiningu hjá 49 sjúklingum. í tveimur æxlum af 49 (4%) fundust engar stökkbreytingar í ofangreindum útröðum. Flestar stökkbreytingar voru í útröð 11 í c-kit viðtak- anum, 41 af 49 (83,7%). Af þeim æxlum sem voru með stökk- breytingu í útröð 11 þá voru 26 með 3-45 basapara úrfellingar, 14 voru með punktbreytingu í einu basapari og 1 var með tvöföldun á 15 basapararöð. Fjögur æxli af 49 (8,2%) voru með stökkbreyt- ingu í útröð 9 og 2 (4,1%) voru með stökkbreytingu í útröð 18 í PDGFRA. CSGE reyndist mun næmara við stökkbreytigrein- ingu en hefðbundin bein raðgreining. Pegar bornar voru saman stökkbreytigerðir við aðrar breytur hjá sjúklingum þá kom í ljós munur á mítósufjölda þar sem exon 11 reyndist hafa mun hærra meðaltal mítósa í 50 HPF en hinar úlraðirnar. Alyktanir: Mjög hátt hlutfall æxla hefur örvandi stökkbreytingu í c-kit/PDGFRA (96%). CSGE er mjög næm aðferð til stökk- breytigreiningar á þessum æxlum. Tengsl exon 11 við háan mítósu- fjölda er áhugaverður. E 24 Staðsetning sprouty-2 og 3 stjórnprótína í eðlilegum brjóstkirtli Valgarður Sigurðsson12, Silja Andradóttir', Þórhallur Halldórsson1-2, Magnús Karl Magnússon3, Pórarinn Guðjónsson12 'Læknadeild HI,2rannsóknastofa Krabbameinsfélags Islands ísameinda- og frumulíffræði, 3rannsóknastofa í blóðmeinafræði og erfða- og sameinda- læknisfræðideild Landspítala thorarinn@krabb.is Inngangur: Greinóttur þekjuvefur brjóstkirtilsins er myndaður úr kirtilþekjufrumum og vöðvaþekjufrumum. Boðferlar sem taldir eru mikilvægir fyrir greinótta formgerð ýmissa vefja eru vel varðveittir milli mismunandi líffæra og mismunandi dýrategunda. Boð gegnum týrósín kínasa viðtaka eru dæmi um slíka boðferla. Nýlegar rannsóknir sýna að innanfrumustjórnprótín sem tilheyra sprouty fjölskyldunni hafi áhrif á virkni nokkurra týrósín viðtaka og hafa þannig virk áhrif á greinótta formgerð ýmissa líffæra. Fundist hafa fjögur mismunandi sprouty gen; sprouty-1, 2, 3 og 4. Sýnt hefur verið að sprouty prótínin gegni mikilvægu hlutverki í myndun greinóttrar formgerðar í lungum, nýrum og æðakerfi en hlutverk þeirra í brjóstkirtli manna hefur lítið verið kannað. Markmið verkefnisins er að skilgreina tjáningu sprouty-2 og 3 próteina í brjóskirtli. Efniviður og aðferðir: Tjáning sprouty prótína í brjóstkirtli og frumuræktun var metin með mótefnalitun, westem blot, og PCR. Vefjasneiðar úr eðlilegum brjóstkirtli voru litaðar með Peroxidase mótefnalilun og einnig með flúrljómun. Einnig voru framkvæmdar mótefnalitanir á brjóstþekjufrumum í rækt á samsvarandi hátt. Niðurstöður: Mótefnalitanir á vefjasneiðum sýna að sprouty-2 er mun meira tjáð í kirtilþekjufrumum brjóstkirtilsins en vöðva- þekjufrumum. Svipaðar niðurstöður koma í ljós þegar tjáningin er skoðuð í kirtilþekjufrumum og vöðvaþekjufrumum í rækt. Tjáning á sprouty-3 er hins vegar bundin við vöðvaþekjufrumurn- ar. Mun meiri tjáning fannst í stærri göngum en endastykkjum og kirtilberjum. Verið er að kanna tjáningu þessara gena með PCR og western blot aðferðafræði. Ályktanir: Niðurstöður okkar sýna að sprouty 2 og 3 er tjáð frumusértækt í brjóstkirtli, það er sprouty-2 er bundið við kirtil- þekjufrumur en sprouty-3 við vöðvaþekjufrumur. Það að sprouty- 3 sé mun meira tjáð í stærri göngum bendir til að hlutverk þess í brjóstkirtlinum gæti verið að hindra greinótta formgerð sem er áberandi í endastykkjum brjóstkirtilsins. E 25 Epigenetísk óvirkjun BRCA1 gens í brjóstaæxlum með þekkta BRCA2 stökkbreytingu Berglind María Jóhannsdóttir'. Valgerður Birgisdóttir1-2, Jórunn Erla Eyfjörð1-2 'Læknadeild HI, 2rannsóknastofa Krabbameinsfélags íslands ísameinda- og frumulíffræði jorunn@krabb.is Inngangur: Um 5-10% brjóstakrabbameina tengjast erfðum stökkbreytingum og er í stórum hluta tilfella um að ræða stökk- breytingar í æxlisbæligenunum BRCAl og BRCA2. Hér á landi hefur fundist ein stökkbreyting í hvoru geni; 5 bp úrfelling í tákna 9 í BRCA2 og sjaldgæf breyting í splæsiseti við tákna 17 í BRCAl. Islenska BRCA2 stökkbreytingin finnst í um 7% íslenskra kvenna sem fá brjóstakrabbamein en BRCAl stökkbreytingin í um 0,4% kvenna sem fá sjúkdóminn. í stökum (sporadic) tilfellum brjósta- krabbameins er þó sjaldnast um stökkbreytingar að ræða. Ný íslensk rannsókn hefur sýnt að í um 10% stakra tilfella brjósta- krabbameins hefur stýrilsvæði BRCAl hins vegar verið metýler- að og umritun gensins þannig bæld. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort stýrilsvæði BRCAl væri einnig metýlerað í brjóstakrabbameinum með þekkta stökkbreytingu í BRCA2. Hér er um að ræða fyrstu rannsókn sem kannar þetta sérstaklega. Efniviður og aðferðir: 50 brjóstaæxlissýni með þekkta íslenska 999del5 stökkbreytingu í BRCA2 geni, metýleringar sérhæft PCR og rafdráttur. Niðurstöður: Af þeim 50 BRCA2 stökkbreyttu sýnum sem athug- uð voru sýndu fimrn sýni, eða 10%, sterka metýleringu á BRCAl stýrilsvæði. Ályktanir: Niðurstöðurnar sýna að brjóstakrabbameinsæxli með stökkbreytingu í BRCA2 geni bera svipaða tíðni metýleringar á BRCAl stýrilsvæði og stök æxli. Okkar fyrri rannsóknir hafa sýnt að æxli sem bera 999del5 stökkbreytinguna í BRCA2 geni tjá ekkert BRCA2 prótein og að stór hluti stakra æxli með metýl- eringu á BRCAl stýrilsvæði tjá ekkert BRCAl prótein. Því er líklegt að þau 10% BRCA2 stökkbreyttra æxla sem sýna metýl- eringu á BRCAl stýrilsvæði tjái ekkert BRCA prótein. Þar sem 32 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.