Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 34

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 34
AGRIP ERINDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl próteinsins. Stökkbreytingar hafa þegar verið útbúnar og mýs framkallaðar. Við höfum búið til annars vegar knock-in mús þar sem Serín 73 er breytt í Alanín en einnig mús þar sem þessi sama breyting er búin til í BAC DNA sameind sem notuð var til að búa til transgenískar mýs. Niðurstöður og ályktanir: Greining á músunum er á frumstigi, en það er þó ljóst að Mitf genið þolir illa breytingar í DNA röð og geta þessar breytingar meðal annars valdið breytingu á splæsimynstri Mitf mRNA sameindarinnar. Auk þess er ljóst að með síaukn- um fjölda seta innan Mitf próteinsins sem nauðsynleg eru fyrir mismunandi boðleiðir er hin hefðbundna knock-in tækni of tíma- frek fyrir greiningu af því tagi sem við höfum áhuga á. Við höfum því snúið okkur að því að notast við BAC recombineering og BAC transgenískar mýs við þessa greiningu. Niðurstöður úr samanburði BAC transgenískra músa við knock-in mýsnar sýna að svipgerð músanna er mismunandi eftir því hvor aðferðin er notuð. E 29 Greining á hlutverki og stjórnun Mitf gensins í ávaxta- flugunni Bcnedikta S. Hafliðadóttir'3, Jón H. Hallsson12, Chad Stivers4, Ward Oden- wald4, Heinz Arnheiter2, Francesca Pignoni3, Eiríkur Steingrímsson1 ‘Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeild HÍ, 2Laboratory of Develop- mental Neurogenetics, National Institute of Neurological Disorders and Stroke, NIH, 3Harvard Medical School/Massachusetts Eye and Ear Infirmary, 4Laboratory of Neurochemistry, NINDS, NIH bsh@hi.is Inngangur: Mitf próteinið telst til Myc fjölskyldu bHLHZip umritunarþátta. í músum er Mitf tjáð í öllu auganu snemma í þroskun þess en takmarkast síðar við þær frumur sem verða að lit- frumum augans (retinal pigment epithelial, RPE). Nýlega fannst Aí/í/genið í ávaxtaflugunni Drosophila melanogaster og er helsta samsvörun við Mitfí mús á bHLH-Zip svæðinu. Stökkbreytingar í Mitf hafa fundist í mörgum hryggdýrum og hafa þær áhrif á þroskun litfrumna og augans. í verkefninu er unnið að greiningu á hlutverki og stjórnun Mitf gensins í Drosophilu. Efniviður og aðferðir: RNA in situ tilraunir voru notaðar til að sýna staðsetningu á tjáningu Mitfí flugulirfunt. Með PCR grein- ingu var leitað að úrfellingarstofni sent fellir út Mitf genið. Til staðsetningar á varðveittum svæðum í stýrisvæði Mitf var basa- röðin borin saman við aðrar Drosophilu tegundir og varðveitt bindiset fundin. Helstu niðurstöður: Tjáning Mitf er fyrst í þeim frumum sem verða að augum og þreifurum. Síðar takmarkast tjáningin við peripodial himnu, ofan við myndrás augnvefsins. Urfellingarstofn án Mitf hefur fundist. Varðveitt bindiset umritunarþáttarins broad complex, sem tjáður eru í peripodial himnunni fannst á stýrilsvæði Mitf gensins. Ályktanir: Rannsóknirnar sýna að ferli tjáningar Mitf er svipað í músum og flugum. Genið er fyrst tjáð í öllum augnvefnum en er síðan takmarkað við frumur sem liggja næst tilvonandi tauga- frumum. Starfsemi gensins virðist því vera varðveitt í þessum fjarskyldu lífverum. Úrfellingarstofn án MitfvcrOuv notaður við frekari greiningar á starfsemi gensins. Unnið er að frekari skil- greiningu á stjórnsvæði Mitfí Drosophilu. Einnig verður athugað hvort Mitf getur stjórnað umritun frá E-box stjórnröðum en í músum er það bindisetið sem Mitförvar umritun frá. E 30 Samskiptiámillimicrophthalmiaassociatedtranscrip- tion factor MITF og þ-catenin og áhrif á umritun Alcxundcr Schepsky', Katja Bruser2, Gunnar Gunnarsson', Andreas Hecht2, Eiríkur Steingrímsson1 ‘Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeild HI, 2Institute for Molecular Medicine and Cell Science, University of Freiburg, Pýskalandi alexansc@hi.is Inngangur: Mitf próteinið (Microphthalmia associated transcript- ion factor) er af fjölskyldu basic-helix-loop-helix-leucine zipper (bHLH-Zip) umritunarþátta. Mitf hefur áhrif á þroskun ýmissa frumugerða þar á meðal litfrumna, mastfrumna, beinátfrumna og litfrumna augans með virkjun frumusérhæfðra markgena. Með notkun Yeast-2-Hybrid aðferðarinnar fundum við nokkur pró- tein sem starfað geta með Mitf próteininu, þar á meðal þ-catenin. (3-catenin hefur áhrif á cadherin-háða frumuviðloðun en er einnig lykilsameind í Wnt háðum boðleiðum. Örvun Wnt boðleiðar- innar hefur þau áhirf að þ-catenin flyst inn í kjarna þar sem það myndar flóka með Lefl/Tcf umritunarþáttunum og virkjar umrit- un markgena. Hugsanlegt er að svipað eigi við um starfsemi Mitf gensins og að virkni þess sé háð samstarfi við (3-catenin próteinið og Wnt boðleiðina. Bæði þessi prótein koma við sögu í þroskun litfrumna og bæði eru tjáð í melanoma æxlum og hafa verið tengd við myndun sjúkdómsins. Hugsanlegt er að samstarf þessara próteina skipti máli fyrir þroskun litfrumna eða í æxlismyndun. Markmið þessarar rannsóknar er að skilgreina prótein-prótein samskipti Mitf og (3-catenin og meta áhrif þessara samskipta á umritunarvirkni Mitf próteinsins. Efniviður og aftferðir: Samskipti próteinanna voru staðfest og skilgreind nánar með co-immunoprecipitation, GST pulldown, Yeast- og Mammalian-2-hybrid aðferðum. Yfirtjáning Mitf minnkar umritunarvirkni þ-catenin en yfirtjáning á þ-catenin eykur umritunarvirkni Mitf. Nifturstöftur og ályktanir: Við sýnum að samskipti þ-catenins og Mitf eiga sér stað í kjarnanum og að þessi samskipti draga úr umritunarvirkni þ-catenin frá þ-catenin/LEFl sértækum stýrlum og auka umritun frá Mitf sértækum stýrlum. Rannsóknir okkar veita því nýja innsýn í stjórn umritunar- virkni Mitf próteinsins of áhrif þess á þroskun litfrumna og æxlismyndun. E 31 Stökkbreyting í TEAD1 erfðavísinum veldur Sveins- son’s chorioretinal atrophy, arfgengum augnsjúkdómi í fjölmennri íslenskri ætt Ragnhciður Fossdal', Friðbert Jónasson2, Guðlaug Þóra Kristjánsdóttir1, Augustine Kong', Hreinn Stefánsson1, Jeffrey R. Gulcher1, Kári Stefánsson1 Tslensk erfðagreining, 2augndeild Landspítala ragnheidur.fossdal@decode.is Inngangur: SCRA (Sveinsson's chorioretinal atrophy) er ríkjandi erfðasjúkdómur, fyrst lýst af Kristjáni Sveinssyni augnlækni árið 1939. SCRA hefur áhrif í augnbotnum í báðum augum og er greinanlegur frá fæðingu. Vefjabreytingar byrja við sjóntauga- enda sem rof á æðu og sjónu með totulaga munstri er breiðist út 34 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.