Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Qupperneq 35

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Qupperneq 35
AGRIP ERINDA / XII. VÍS NDARÁÐSTEFNA H í ■ eftir augnbotnunum með aldrinum. Áhrif á sjón fara eftir því hvar breytingarnar verða. Ungir arfberar eru oftast einkennalausir en sjúkdómurinn getur valdið lesblindu ef breytingar verða á þeim hluta augnbotnsins sem sér um skarpa sjón (gula blettinum). Um 25% sjúklinga eru einnig með sjaldgæft ský á augasteini. Efniviöur og aðferðir: Erfðarannsókn var gerð á stórri íslenskri fjölskyldu með tengsla- og setraðagreiningu auk stökkbreytinga- leitar með raðgreiningu. Alls tók 81 sjúklingur og 107 ættingjar þeirra þátt í rannsókninni. Með ættfræðigrunni IE voru ættir þeirra raktar aftur til sameiginlegs forföður frá 1540. Vitað er um einstaklinga sem greinst hafa með SCRA í Færeyjum og Dan- mörku og eru þeir af íslenskum uppruna. Helstu niöurstööur: Rannsóknin leiddi til einangrunar á mein- geni, TEADI, á litningi 11. Stökkbreytingin { TEADl sem veldur SCRA fannst í öllum sjúklingum sem þátt tóku í rannsókninni en engum af heilbrigðum ættingjum þeirra né í 395 einstaklingum úr viðmiðunarhópi. TEADl táknar fyrir umritunarþátt sem hefur ekki verið tengdur við erfðasjúkdóm áður. Stökkbreytingin orsak- ar breytingu á bindistað TEADl við hjálparpróteinið YAP65. Þau bindast hvort öðru í kjarna frumna og stjórna umritun ann- arra gena sem eiga þátt í byggingu og viðhaldi æðu og sjónu. Þekking á erfðafræðilegri orsök SCRA veitir aðgengi að líffræðilegum ferlum sem liggja að baki sjúkdómnum. Það er einnig mögulegt að meinferli SCRA geti varpað nýju ljósi á aðra augnsjúkdóma, svo sem skýmyndun á auga. E 32 íslenskur vefþjónn til að finna bindiset í erfðamengjum og framkvæma sýndar PCR hvörf Haukur Þorgeirsson1, Ýmir Vigfússon1, Hans G. Þormar2-3'1. Jón J. Jóns- son2-3, Magnús M. Halldórsson' 'Tölvunarfræðiskor verkfræðideild HÍ, 2Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar HÍ, 3erfða- og sameindalæknisfræðideild rannsóknastofnunar Landspítala, JLífeind ehf. hans@hi.is Inngangur: Ein algengasta aðferðin í sameindaerfðafræði er keðjufjölföldun (polymerase chain reaction, PCR) þar sem tveir vísar eru notaðir til magna upp eina ákveðna erfðaefnisröð (eða, í sumum tilfellum margar raðir, complex PCR). Tilgangur verkefnisins var að hanna forrit til að framkvæma sýndarkeðju- fjölföldun og almennt talað finna möguleg bindiset stuttra raða í erfðamengi. Binding DNA raða er háð því hversu margir basar raðanna geta parast eða hljóta að misparast. Umritun og fjöl- földun er einnig háð því hversu vel basar á 3’ enda vísisins parast. Forritið var hannað þannig að mögulegt væri að stjórna nokkrum af þessunt breytum. Efniviður og aðferðir: Leit að bindingu ákveðins fjölda misparana er vel þekkt verkefni sem leysa má með kviku bestunarreikniriti kennt við Smith-Waterman. Slík leit er afar kostnaðarsöm þegar henni er beitt á stórar raðir eins og erfðamengi mannsins. Við því var brugðist á ýmsa vegu. Aðferð Chang og Marr var beitt til að sía út innan við 1% af mögulegum bindisetum. Hraðvirk saman- burðaraðferð Myers útilokaði síðan langflesl röng bindiset, sem lágmarkaði þörfina á nákvæmu aðferðinni. Erfðamengi mannsins var komið fyrir í innra minni tölvunnar (-800 MB) með því að tákna fjóra basa í hverju bæti. Niðurstöður og ályktanir: Forritið er aðgengilegt lífvísindafólki á slóðinni http://genome.cs.hi.is Það gefur möguleika á að leita að bindistað eins eða tveggja vísa í erfðamengi mannsins og draga út röðina á milli þeirra (sýndarkeðjufjölföldun). Hægt er að breyta ýmsum þáttum, svo sem hversu margir basar: a) þurfi að passa saman frá enda, b) megi vera misparaðir og hversu margar misparanir megi standa hlið við hlið. Forritið er einnig hægt að nota til að draga út hundruð þúsunda raða sem ættu að magnast upp í flóknu PCR hvarfi. E 33 Sýndar keðjufjölföldun flókinna erfðamengissamsvar- ana úr gagnabönkum Hans G. Þormar1-4, Haukur Þorgeirsson2, Ýmir Vigfússon2, Guðmundur H. Gunnarsson1-3, Bjarki Guðmundsson3, Magnús M. Halldórsson2, Jón J. Jónsson1-4 'Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar HÍ, 2tölvunarfræðiskor, verkfræðideild HI, 3Lífeind ehf., 4erfða- og sameindalæknisfræðideild rann- sóknastofnunar Landspítala hans@hi.is Inngangur: Með tilkomu örsýnaraðsafna er mögulegt að bera saman tjáningu gena milli frumna eða bera saman mismunandi mögnun milli erfðaefna. Við höfum yfir að ráða tækni lil að gera flókin PCR hvörf á erfðamengi mannsins sem magna upp mörg hundruð þúsund mismunandi raðir í einu hvarfi. Þessi aðferð er byggð á því að nota vísi sem bindst á 3’ enda Alu raða. Með tilkomu forrits sem gerir okkur kleift að gera sýndar PCR á erfða- mengisröð mannsins opnast sá möguleiki að búa til örsýnarað- söfn til að bera saman mögnun flókinna PCR hvarfa. Efniviður og aðferðir: Gert var flókið PCR hvarf þar sem magn- aðar voru upp þúsundir raða í einu vegna bindingu Alu 3’ vísis við endurteknar raðir í erfðamenginu. Af þeim röðum sem mögnuðust upp voru 120 klónaðar, raðgreindar og skoðaðar með tilliti til þess hversu mikill breytileiki væri milli raðar vísis og erfðamengisraðar á bindistað vísisins. Þær upplýsingar voru síðan notaðar til að leggja grunn að þeim keyrslum sem hér er lýst. Fyrstu niðurstöður úr keyrslu forritsins voru sannreyndar með því að bera saman útkomu forritsins við handvirka leit í 250 þúsund basapara röð. Niðurstöður og ályktunir: Forritið dró út 200 þúsund mismunandi raðir úr erfðamengisröð mannsins. I nær öllum tilfellum var um skilgreinda Alu 3’ hjáröð að ræða. Vísirinn passaði á hluta allra undirfjölskyldna Alu raða og voru raðirnar dreifðar á alla liln- inga. Niðurstöðurnar erum við að nota í samvinnu við Nimblegen Systems til að búa til örsýnaraðsöfn til að skoða hversu vel flókið sýndar PCR hvarf ber saman við raunverulegt flókið PCR hvarf. í framhaldi af þeim niðurstöðum er mögulegt að fara að einangra erfðabreytilegar raðir úr flóknu PCR hvörfunum með 2D-CDE og endurblenda þeim á örsýnaraðsöfn. Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.