Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Qupperneq 39

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Qupperneq 39
ÁGRIP ERINDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ þjónustu við þessa sjúklinga og frekari rannsóknir á sjúkdómnum á Islandi. ítarlegri niðurstöður um einkenni og gang sjúkdómsins verða kynntar. E 43 Algengi sjálfsprottinnar vöðvaspennutruflunar (idio- pathic primary dystonia) á íslandi Hilmir Asgeirsson', Finnbogi Jakobsson12, Haukur Hjaltason* 1-2, Helga Jóns- dóttir2, Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir1-2 'Læknadeild HÍ, 2Landspítali Fossvogi sigurlaugs@hotmail.com Inngangur: Dystonía er samheiti yfir truflun á vöðvaspennu af ýmsum orsökum. Einkennin eru tímabundinn eða viðvarandi vöðvasamdráttur sem veldur óeðlilegri líkamsstöðu eða síend- urteknum hreyfingum með vindingi á líkamshlutum. Algengi sjálfsprottinnar (idiopathic) dystoníu hefur verið lýst á bilinu 6,1 til 32,6 /105. Efniviður og aðferðir: Upplýsinga var aflað úr gögnum á Land- spítala, hjá starfandi tauga-, barna-, HNE-, augn- og heilsugæslu- læknum og talmeinafræðingum. Pátttakendur voru skoðaðir á göngudeild Landspítala og á landsbyggðinni. Niðurstöður: Heildaralgengið var 37,1/105 (C1 30,4-44,9; 107 sjúkl.). Staðbundin (focal) dystonía var algengust (31,2/105). Sjaldgæfari gerðir voru geiraskipt (segmental) dystonía (3,5/105), fjölhreiðra (multi-focal) dystonía (2,1/105) og altæk (generalized) dystonía (0,4/105). Af staðbundum dystoníum var hálsdystonía algengust (11,5/105), síðan athafnakrampar (8,0/105), raddbanda- dystonía (5,9/105), hvarmakrampar (3,1/105) og munndystonía (2,8/105). Sjúkdómurinn var algengari meðal kvenna og kynja- hlutfall 1:1,9 fyrir allan hópinn (p=0,006). Meðalaldur við byrjun einkenna var 42,7 ára (3-82 ára). Alyktanir: Algengi sjálfsprottinna dystoníuheilkenna á Islandi var hærra en almennt gerist. Innbyrðis hlutfall hinna ýmsu heil- kenna var svipað og áður hefur verið lýst. E 44 Algengi spennuvisnunar (myotonia dystrophica) á íslandi Gerður Leifsdóttir1, John Benedikz2, Guðjón Jóhannesson2, Jón Jóhannes Jónsson1-2, Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir14 1 Læknadeild HÍ, 2Landspítali-Háskólasjúkrahús sigurlaugs@hotmail. com Inngangur: Spennuvisnun er fjölkerfasjúkdómur sem erfist A- Iitnings ríkjandi. Einkenni sjúkdómsins eru meðal annars vöðva- herpingur (myotonia), vöðvarýrnanir og kraftminnkun vöðva, leiðnitruflanir í hjarta, öndunarerfiðleikar, vitsmunaskerðing og innkirtlavandamál. Sjúkdómsmyndin er margbreytileg hvað varðar einkenni og alvarleika, en almennt er tilhneiging til þess að einkennin versni með hverri kynslóð vegna væntingarerfða (anticipation). Algengi sjúkdómsins er mishátt eftir löndum, svæð- um og kynþáttum, eða allt frá 0,46 til 189/105. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um sjúklinga og fjölskyldur voru fengnar úr gagnasafni Landspítala, frá starfandi tauga- og barnalæknunt og hjá erfðafræðirannsóknarstöð spítalans. Niðurstöður: Heildaralgengi spennuvisnunar á íslandi var 27,2/105. 29% íslenskra sjúklinga höfðu meðfædda sjúkdómsgerð. Meðalaldur við byrjun einkenna var 24,4 ára hjá þeint sem ekki höfðu meðfæddu gerðina (5-70 ára) og meðalaldur við rannsókn 43,6 ára fyrir allan hópinn (1-85 ára). Sjúkdómurinn var algengari meðal kvenna og kynjahlutfallið 1,3:1. Könnun á innbyrðis skyld- leika sjúklinga leiddi í ljós að sjúkdómurinn lagðist aðallega á 10 fjölskyldur hérlendis. Alyktanir: Spennuvisnun er algeng á íslandi miðað við aðrar rannsóknir. Hlutfall meðfæddrar spennuvisnunar er hærra en lýst hefur verið, hugsanlega vegna betri greiningar hjá þeim aldurs- hópi. E 45 Andoxunar-ensímin cerúlóplasmín og súperoxíð dis- mútasi í Parkinsons sjúkdómi Guðlaug Þórsdóttir1'2, Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir3, Jakob Kristinsson1, Jón Snædal2, Þorkell Jóhannesson1 prófessor úr embætti ‘Rannsóknarstofa Háskólans í lyfja- og eiturefnafræði, 2öldrunarsvið Land- spítala, 3taugalækningadeild Landspítala gudlaugt@hi.is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna magn, oxun- arvirkni og sértæka oxunarvirkni cerúlóplasmíns (CP) og virkni súperoxíðs dismútasa (SODl) í blóði sjúklinga með Parkinsons sjúkdóm. Auk þess að kanna hvort einhver tengsl séu á milli ofan- greindra þátta og framgangs sjúkdómsins. Efniviður og aðferðir: Árið 1999 var gerð tvenndarrannsókn þar sem magn, virkni og sértæk oxunarvirkni CP í sermi ásamt virkni SODl í rauðum blóðkornum var ákvarðað í 40 sjúklingum með Parkinsons sjúkdóm og í jafnmörgum heilbrigðum einstaklingum í viðmiðunarhópi. Árið 2004 voru náðist til 28 sjúklinga úr fyrri rannsókn og mælingarnar á CP og SODl endurteknar og fenginn nýr hópur heilbrigðra einstaklinga af sama kyni og aldri. f báðum rannsóknunum höfðu sjúklingarnir verið skoðaðir af sérfræðingi í taugalækningum og sjúkdómur stigaður eftir skala Hoehn & Yahr (H&Y). Niðurstöður: í rannsókninni 1999 var marktæk minnkun á magni, oxunarvirkni og sértækri oxunarvirkni CP meðan SODI virkni var óbreytt í samanburði við viðmiðunarhóp. í rannsókninni árið 2004 voru ofangreind gildi marktækt lægri fyrir CP en nú einnig fyrir SOD virkni í samanburði við viðmiðunarhóp. Ekki var munur á sjúklingum hvort sem um var að ræða vægan eða langt genginn sjúkdóm samkvæmt skala H&Y. Ályktanir: Magn, oxunarvirkni og sértæk oxunarvirkni CP og virkni SODl í blóði sjúklinga með Parkinsons sjúkdóm er minni en í heilbrigðum einstaklingum. Það má því gera ráð fyrir að oxunarvörnum þessara sjúklinga sé ábótavant. Pessi munur var viðvarandi gegnum sjúkdómsferlið og virtist ekki tengjast stigi sjúkdómsins samkvæmt skala H&Y. Ekki er hægt út frá þessum niðurstöðum að meta hvort ofangreindur munur tengist fremur orsök sjúkdómsins eða sé ósértæk afleiðing af langvinnu sjúk- dómsástandi. Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.