Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 40

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 40
ÁGRIP ERINDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ E 46 Heilaritsrannsókn við fyrstu greiningu floga og floga- veiki Elías Ólafsson12, Pétur Lúðvígsson* * 3, Ólafur Kjartansson4, Dale Hesdorffer5, W. Allen Hauser5 'Læknadeild Hf, 2taugalækningadeild, -’barnadeild og 4röntgendeild Land- spítala, 5Columbia University, New York eUasol@landspitali. is Inngangur: Flogaveiki og óvakin flog eru algengur sjúkdómur og byggir greining fyrst og fremst á klínískum einkennum. Fleilarit er helsta hjálpartækið við greiningu flogaveiki. Við gerðum framskyggna þýðisrannsókn þar sem reynt var að finna alla íbúa fslands sem greindust í fyrsta sinn með flogaveiki eða óvakin flog (unprovoked seizure) á 39 mánaða tímabili (1995 til 1999) og hér eru kynntar niðurstöður heilaritsrannsókna á þessum hópi. Efniviður og aðferðir: Einstaklingarnir voru fundnir með leitar- kerfi sem náði til allra heilbrigðisstofnana. Helstu niðurstöður: Á rannsóknartímanum greindist 501 einstak- lingur með flogaveiki (n=294) eða óvakið flog (n=207). 51% voru karlar. 86% fóru í heilarit og 36% þeirra reyndust vera með floga- breytingar (epileptiform discharges) í heilariti. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að vænta má floga- breytinga hjá rúmum þriðjungi þeirra sem greinast með flog eða einstök (óvakin) flog. Niðurstöður sem þessar, sem byggjast á rannsókn hjá óvöldu þýði, hafa ekki birsl áður og eru mjög mikil- vægar við mat á gagnsemi heilarits við greiningu floga og floga- veiki. E 47 Örblæðingar í heila í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar Sigurlaug Svcinbjörnsdúttir1-2'3, Ólafur Kjartansson1-3, Mark van Buchen4, Sigurður Sigurðsson1, Guðný Eiríksdóttir1, Thor Aspelund1, Pálmi V. Jónsson1'2, Vilmundur Guðnason1, Lenore Launer3 'Hjartavernd, 2Iæknadeild HI, 3Landspítali, JHáskólinn í Leiden, Hollandi, 5National Institute on Ageing. Bethesda, USA sigurls@landspitali. is Inngangur: Örblæðingar í heila sjást oft við segulómskoðun hjá sjúklingum með heilablóðfall og eru taldar endurspegla stað- bundinn smáæðasjúkdóm. Oft gefa þessar blæðingar lítil ein- kenni, þótt vísbendingar séu um að þær geti haft áhrif á vitræna starfsemi. Örblæðingum hefur verið lýst hjá 4,7-6,4% heilbrigðra, eldri einstaklinga. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur í Öldrunarrannsókn Hjarta- verndar (AGES) 68 ára og eldri fara meðal annars í segulóm- skoðun af heila. Notuð var lógistísk aðhvarfsgreining þar sem leiðrétt var fyrir kyni og aldri. Niðurstöður: Hjá 2300 fyrstu þátttakendunum voru segulóm- niðurstöður til fyrir 1689 (707 karla og 982 konur) og höfðu 9,2% menjar eftir eina eða fleiri örblæðingar (12,3% karla og 7,0% kvenna, p=0,0003). Meðalaldur beggja kynja var 76 ár (karlar 67-93. ára, konur 66-92. ára). Marktæk fylgni fannst við hækkandi aldur (p=0,0012). Engin tengsl virtust við heildarkólesterólblóð- þéttni (p=0,69) en veik tengsl fundust við sögu um sykursýki (p=0,07). Ályktanir: Örblæðingar í heila finnast hjá tæplega 9% þátttak- enda í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar og eru marktækt algeng- ari meðal karla. Þýðing þeirra er óljós en þær eru hugsanlega frábending við segaleysandi meðferð eða fullri blóðþynningu hjá sjúklingum með heilablóðfall. E 48 Tengsl fjölómettaðra fitusýra í heila við minni í Alz- heimers músalíkani Anna Lilja Pétursdóttir1, Susan A. Farr2, William A. Banks2, John E. Mor- ley2, Guðrún V. Skúladóttir' 'Lífeðlisfræðistofnun HÍ, 2Geriatric Research Education and Clinical Center (GRECC), VA Medical Center, St. Louis, Missouri, USA annalp@hi.is Inngangur: Fituefni er um helmingur af þurrvigt heilans og hlut- fall fjölómettaðra fitusýra (FÓFS) þess er hátt. Fljótanleiki og starfsemi frumuhimnu er háð innihaldi FÓFS, sem eru taldar vera næmar fyrir oxun. Amýlóíð-6 (AB) skellur í heila eru tengdar meingerð Alzheimers sjúkdómsins. I SAMP8 músum er ellihrörnun hröð, sérstaklega varðandi námsgetu og minni, og lífslíkur styttri en hjá eðlilegum músum. I hippókampus myndast AB skellur, sem er talið að valdi oxunarálagi. Mótefni, sem vinn- ur á AB svæði á geni amýlóíð forveraprótínsins, bætir námsgetu og minni eldri SAMP8 músa. Tilgangurinn var að kanna hvort öldrun og AB útfellingar í heila hafi áhrif á samsetningu FÓFS í fituefnum tveggja heilakjarna í SAMP8 músum. Efniviður og aðferðir: Hippókampus og amygdala úr ómeð- höndluðum ungum og gömlum músum og AB mótefna meðhöndl- uðum gömlum músum voru fitudregin með klóróform-metanól blöndu. Gerðir fosfólípíða (FL) voru aðskilin á þunnlagsskilju og fitusýrur þeirra aðgreindar í gasgreini. E-vítamín var einangrað úr fituefni heilasýna með EtOH-hexan blöndu og mælt í vökva- greini (HPLC). Niðurstöður: Munur var á fitusýrusamsetningu FL í hippókamp- us og amygdala úr músum á sama aldri. Meira (%) var af FÓFS í FL á innra blaði himnu en því ytra í báðum heilakjörnum. Aldurs- tengdar breytingar á FÓFS voru meiri í hippókampus en amygd- ala og meiri í FL á innra blaði himnunnar en því ytra. Mótefni á AB hafði engin áhrif á hlut (%) FÓFS í FL heilakjarnanna. Ályktanir: Niðurstöðurnar sýna að nærliggjandi heilakjarnar inni- halda fituefni með mismunandi fitusýrusamsetningu og að öldr- unaráhrifin á fitusýrusamsetningu fituefna þeirra eru ekki eins. Niðurstöðurnar styðja ekki þá tilgátu að AB útfellingar oxi FÓFS í fituefnum heilakjarna, en það hefur verið talin ein af orsökum Alzheimers sjúkdómsins. E 49 Áhrif efnahags og félagsstöðu á flog og flogaveiki- áhættu meðal íslendinga Dale Hesdorffer1-2, Hong Tian1-2. Kishlay Anand1-2, W Allen Hauser12'3, Pctur Lúðvígsson4, Elías Ólafsson5, Ólafur Kjartansson6 'The Gertrude Sergievski Center, 2Mailman School of Public Health og 3Dept. of Neurology, Columbia University NY, 4Barnaspítali Hringsins, 5taugasjúkdómadeild og 6röntgendeild Landspítala peturK'i'iandspitaU. is 40 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.