Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Qupperneq 43

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Qupperneq 43
AGRIP ERINDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl stöðum þar sem að hóparnir voru ekki sambærilegir að ýmsu leyti. Mögulegt er að ráðgjöfin hafi skipt máli varðandi notkun getnað- arvarna meðal ungu stúlknanna. Jafnframt kunna ýmsar aðrar breytur en hér voru skoðaðar að hafa haft áhrif á notkunina. E 55 Lágsæt og fyrirsæt fylgja við 19 vikna meðgöngu, afdrif þungana Ragnheiður Oddný Árnadóttir, Hildur Harðardóttir, María Hreinsdóttir Fósturgreiningardeild kvennadeildar Landspítala hhard@landspitali.is / ragnoa@isiandia.ia Inngangur: Með ómskoðun við 19-20 vikna meðgöngu er fylgju- staðsetning könnuð. Ef fylgja er lágsæt er fylgjustaðsetning end- urmetin við 34 vikur. Tilgangur þessarar rannsóknar er að meta hve oft fylgja er lágsæt/fyrirsæt við 19-20 vikur og svo aftur við 34 vikur og hver afdrif þessara þungana eru. Efniviður og aðferðir: Á afturvirkan hátt var safnað upplýsingum um allar konur sem komu á fósturgreiningardeild Landspítala á einu ári við 19-20 vikur. Þær sent greindust með lágsæta/fyrirsæta fylgju voru aftur skoðaðar við 34 vikur. Afdrif móður og barns voru könnuð. Niðurstöður: 3056 komu í ómskoðun við 19-20 vikur, upplýsingar vantar um afdrif 30. Skilgreining á lágsætri og fyrirsætri fylgju er ekki skýr, stundum var mæld fjarlægð frá innra leghálsopi en ekki var samræmi milli ómskoðara hvaða fjarlægð gerði fylgju lágsæta. Fyrirsæt fylgja var ávallt yfir innra leghálsopi. Við 19 vikur var fylgjan lágsæt/fyrirsæt hjá 128 konum (4,2%). Tvær misstu fóstur við 19 og 20 vikur, ein fæddi tvíbura eftir 29 vikna meðgöngu. Við 34 vikur reyndust 10 konur ennþá vera með lágsæta fylgju og þrjár með fyrirsæta (hópur A). Níutíu og átta konur (hópur B) voru með fylgju sem taldist ekki lengur lágsæt/fyrirsæt, en ein þeirra greindist með fyrirsæta fylgju í fæðingu. Tíðni keisaraskurða í hópi A og B var 92 og 23,5%. í hópi A fengu 46,2% blæðingu fyrir fæð- ingu, meðalblæðing við fæðingu var 854 ml, blóðgjöf fengu 15,4%, 30,8% barnanna voru fyrirburar og 69,2% voru innlögð á vöku- deild. í hópi B fengu 12,2% blæðingu fyrir fæðingu, meðalblæðing við fæðingu var 609 ml, blóðgjöf fengu 10,2%, 4,1 % barnanna voru fyrirburar og 21,4% voru innlögð á vökudeild. Ályktanir: Konur í hópi A fæða langoftast með keisaraskurði. Konur í hópi B fæða oftar með keisaraskurði, blæðir meira við fæðingu og börn þeirra leggjast oftar á vökudeild samanborið við almennt þýði. Hópur B er áhættuhópur þrátt fyrir að fylgja sé ekki lengur lágsæt. E 56 Hvað hefur áhrif á ákvarðanir kvenna við tíðahvörf um að nota eða nota ekki tíðahvarfahormón? Herdís Sveinsdóttir1'2, Ragnar F. Olafsson2 ‘Hjúkrunarfræöideild HÍ, 2Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði HI herdis@hi.is Inngangur: Um 1990 varð talsverð breyting í allri orðræðu um tíðahvarfahormónameðferð kvenna í þá átt að aukin áhersla var lögð á gildi meðferðar í forvarnarskyni. Frá sama tíma varð mikil aukning á notkun hormóna í vestrænum samfélögum. Árið 2002 urðu hvörf í þessari umræðu í kjölfar Women’s Health Initiative rannsóknarinnar sem sýndi að áhætta var meiri en talið hafði ver- ið af notkun hormónanna. Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvaða þættir móta ákvarðanir kvenna um að nota hormón. Efniviður og aðferðir: Úrtak var 1000 konur á aldrinum 47-53 ára. Svörun var 56%. Gagna var aflað með spurningalista þar sem leitað var ýmissa upplýsinga um tíðahvörf. Hér eru aðhvarfs- greiningarlíkön notuð til að kanna hvaða þættir spá fyrir um við- horf kvenna til notkunar tíðahvarfahormóna, þar á meðal tilvist einkenna, að vera komin á tíðahvörf, hvaðan upplýsingar um noktun tíðahvarfahormóna eru fengnar. Einnig eru könnuð áhrif ýmissa lýðfræðilegra þátta. Borin eru saman viðhorf fjögurra hópa: Kvenna sem nota hormón, eru hættar notkun hormóna, hafa aldrei notað hormón og eru að hugleiða að hefja notkun hormóna, varð- andi þætti sem taldir eru hafa áhrif á ákvarðanatöku þeirra. Ályktanir: Meðal kvenna sem eru að hugleiða að hefja eða hætta notkun hormóna skiptir máli að ekki er nóg vitað um áhættu af notkun hormóna. Reynsla af einkennum og að vera komin á tíða- hvörf að eigin mati hefur einnig áhrif á ákvörðun þeirra. Konur þurfa greinargóðar upplýsingar um hormónameðferð og hvaða ábendingar eru um notkun þeirra. E 57 Tengsl DHA í lýsi við fjölda, hreyfanleika og svipgerð sæðisfrumna í ófrjóum körlum Guörún V. Skúladóttir1, Anna L. Pétursdóttir1, Steinunn Þorsteinsdóttir2, Berglind Gísladóttir', Arnar Hauksson1, Hilmar Björgvinsson2 'Lífeölisfræöistofnun HÍ, 2tæknifrjóvgunardeild Landspílala, ’Miðstöð mæðraverndar gudnmvs@hi.is Inngungur: Sæðisfrumur innihalda mikið af ómega-3 fitusýrunni DHA. Frumur líkamans framleiða lítið af DHA og telst hún því til lífsnauðsynlegra fitusýra. DHA kemur úr sjávarfangi og lýsi. Lágt DHA gildi hefur mælst í sæðisfrumum þar sem fjöldi og/eða hreyfanleiki þeirra er lítill, eða svipgerð óeðlileg. Markmið rann- sóknarinnar var að kanna tengsl aukinnar neyslu DHA við ofan- greinda þætti í sæðisfrumum ófrjórra karla. Efniviður og aðferðir: Þrettán karlmenn sem leituðu sér hjálpar vegna ófrjósemi tóku 6 EPAX 2050TG lýsishylki (0,81g EPA og 2,lg DHA) á dag í 20 vikur. Blóðsýnum og sæðissýnum var safnað áður en lýsisneyslan hófst, 10 og 20 vikum eftir að hún hófst og síðan 10 vikum eftir að lýsisneyslunni lauk. Fjöldi, hreyfanleiki og svipgerð sæðisfrumna voru rannsökuð samkvæmt WHO staðli. Fitusýrusamsetning fituefna í blóðvökva, sæðisvökva og sæðis- frumum var ákvörðuð í gasgreini. Niðurstöður: Neysla fitusýra endurspeglast í fituefnum blóð- vökva og staðfestu niðurstöður fitusýrugreininga á fituefnum í blóðvökva að þátttakendurnir tóku lýsishylkin. Eftir 10 vikna lýsisneyslu var DHA (%) tvöfalt meiri í fituefnum blóðvökva og fituefni sæðisvökva og sæðisfrumna innihéldu meira af DHA en fyrir lýsisneyslu. Tíu vikum eftir að lýsisneyslu lauk voru jákvæð tengsl milli DHA (%) í fituefnum sæðisfrumna og fjölda sæðis- frumna (r=0,828; p=0,002) annars vegar og hins vegar eðlilegrar svipgerðar sæðisfrumna (r=0,665; p=0,018). Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.