Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Qupperneq 44

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Qupperneq 44
ÁGRIP ERINDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ Ályktanir: Niðurstöður sýna að 10 vikna lýsisneysla eykur hlut DHA í fituefnum sæðisfrumna sem er nær óbreytt 10 vikum eftir að lýsisneyslu lýkur. Áhrifa lýsisneyslu á fjölda, hreyfanleika og svipgerð sæðisfrumna gætir aftur á móti ekki fyrr en 10 vikum eftir að lýsisneyslu lýkur, sem er í samræmi við þann tíma sem það tekur að framleiða sæðisfrumur. E 58 Ómega-3 og ómega-6 fitusýrur í rauðum blóðkornum barnshafandi og ekki barnshafandi kvenna. Tengsl við neyslu og lífsstíl Anna R. Magnúsardóttir'. Laufey Steingrímsdóttir, Hólmfríður Þorgeirs- dóttir2, Arnar Hauksson3, Geir Gunnlaugsson4, Guðrún V. Skúladóttir1 'Lífeðlisfræðistofnun HÍ, 2Lýðheilsustöð, ’Miðstöð mæðraverndar, ’Miðstöð heilsuverndar barna arm@hi.is Inngangur: Frumuhimnur miðtaugakerfisins hafa rnikið af ómega-3 fitusýrunni DHA og ómega-6 fitusýrunni arakídónsýru (AA). Fóstur er háð því að fá þessar fitusýrur um fylgjuna frá móðurinni. DHA er í sjávarfangi og lýsi. Við lýsisneyslu hækkar hlutur DHA í himnum frumna. Sú spurning hefur vaknað hvort lýsisneysla barnshafandi konu leiði til lækkunar á hlut AA í himn- um frumna sem síðan getur valdið skorti á AA hjá fóstrinu. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur rannsóknarinnar voru konur af höfuðborgarsvæðinu, 173 barnshafandi konur og 43 konur á barneignaraldri sem ekki voru barnshafandi. Fitusýrusamsetning rauðra blóðkorna (RBK) var ákvörðuð og konurnar svöruðu tíðniskema fyrir neyslu og spurningalista unt lífshætti og lýðfræði- legar breytur. Niðurstöður: DHA og AA voru að meðaltali talsvert lægri og breytileikinn mun meiri f RBK barnshafandi kvenna en þeirra sem ekki voru barnshafandi. Fjórðungur barnshafandi kvenn- anna hafði DHA undir 2% eða 15 mg/L og AA undir 5% eða 40mg/L. Um sterka jákvæða fylgni var að ræða milli DHA og AA í RBK barnshafandi kvenna en ekki í RBK kvenna sem ekki voru barnshafandi. Fjölþátta aðhvarfsgreining leiddi í ljós að neyslu lýsis fylgdi aukinn hlutur DHA og lægri hlutur AA í RBK þegar búið var að leiðrétta fyrir reykingum og líkamsþyngd. Á með- göngu höfðu reykingar og offita fylgni við lægri hlut DHA í RBK eftir að leiðrétt hafði verið fyrir lýsisneyslu. Aftur á móti var hin sterka jákvæða fylgni milli DHA og AA í RBK yfirgnæfandi á meðgöngu, sem bendir til þess að líkaminn haldi hlutfallinu milli þessara fitusýra í himnum RBK nokkurn veginn stöðugu. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda ekki til þess að neysla lýsis valdi skorti á AA hjá fóstrinu. Það er hins vegar áhyggjuefni hvað sumar barnshafandi kvennanna hafa lítið af DHA og AA í RBK. E 59 Netnámskeið um vanlíðan eftir fæðingu/barnsburð og líðan kvenna á tilrauna- og samanburðarheilsugæslustöðvum Marga Thome. Brynja Örlygsdóttir, Anna Jóna Magnúsdóttir Hjúkrunarfræðideild HÍ marga@hi.is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að meta að hve miklu leyti netnámskeið fyrir hjúkrunarfræðinga um vanlíðan eftir fæð- ingu/barnsburð myndi minnka vanlíðan kvenna. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarsnið þessarar rannsóknar var aðlagað tilraunasnið. Á tímabilinu 2001-2004 var flestum heilsu- gæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu skipt upp í tilrauna- og samanburðarstöðvar. Hjúkrunarfræðingar á tilraunastöðvum sóttu netnámskeiðið. Allar konur sem sóttu þjónustu heilsugæslu- stöðvanna voru skimaðar með Edinborgarþunglyndiskvarðanum (EPDS). Konur sem veittu upplýst samþykki og fengu gildið >12 á EPDS mynduðu úrtakið (n=64, árin 2001-2003). Þær svöruðu eftirfarandi spurningalista 9 vikum eftir barnsburð: EPDS, Parenting Stress Index (PSI/SF), Symptom Checklist Revised (SCL-90-R) og þreytukvarða. Mælingarnar voru endurteknar 15 og 24 vikum eftir barnsburð. Helstu niðurstöður: Það var enginn munur á líðan kvennanna út frá EPDS í byrjun rannsóknarinnar eða 9 vikum eftir barnsburð. Marktækur munur kom fram 15 vikum eftir barnsburð sem benti til marktæks bata kvenna á tilraunastöðvunum. Það var marktæk- ur munur á foreldrastreitu og geðrænum einkennum milli tilrauna- og samanburðarstöðva í byrjun rannsóknarinnar eða níu vikum eftir barnsburð. Það breyttist lítið á rannsóknartímabilinu. Helstu ályktanir: Niðurstöðurnar útfrá litlu úrtaki gefa tvíræðnar niðurstöður og takmarka getuna til að álykta um bata kvenna eftir að hjúkrunarfræðingar höfðu sótt netnámskeiðið. Úrlakið verður stærra árið 2004 og endanlegar niðurstöður munu liggja fyrir í ársbyrjun 2005. E 60 Ljósmæðraþjónusta fyrstu vikuna eftir fæðingu. Við- horf mæðra til þjónustunnar Hildur Sigurðardúttir Hjúkrunarfræöideild HÍ hildusig@hi.is Inngangur: Þróunin síðastliðin ár hérlendis sem og annars staðar á Vesturlöndum hefur verið sú að konur útskrifast nú fyrr heim eftir barnsburð en áður var. Árið 2002 nutu 58,4% kvenna er fæddu á Landspítala heimaþjónustu ljósmæðra í kjölfar snemm- útskrifta. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf mæðra til sængurleguþjónustu fyrstu vikuna eftir fæðingu og bera saman niðurstöður eftir þjónustuformum: Heimaþjónustu ljósmæðra eftir snemmútskrift og þjónustu sængurlegudeildar Landspítala. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarsniðið er megindlegt og var not- ast við slembiúrtak 400 kvenna er fætt höfðu börn sín á Landspítala á tímabilinu september til desember 2002. Tvö hundruð konum úr hvoru þjónustuformi var póstsendur spurningalisti sem fylgt var eftir með tveimur ítrekunarbréfum. Spurningalistarnir voru að hluta til sambærilegir og að hluta til sérsniðnir fyrir hvorn hóp. Sambærilegar breytur voru: bakgrunnsbreytur, viðhorfakvarðar er mældu á líkert kvarða viðhorf til veittrar fræðslu, ánægju/óánægju með þjónustuþætti og viðhorf til innihalds þjónustunnar. Lýsandi tölfræði var notuð til að lýsa og bera saman bakgrunn þátttakenda. Viðhorfakvarðarnir þrír (fræðsla, ánægja og þjónusta) voru þátta- greindir. Mann-Witney prófið var notað til þess að meta tölfræði- legan mun á viðhorfum kvenna til þjónustu ljósmæðra í heimaþjón- ustu og á sængurlegudeild. 44 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.