Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 45

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 45
AGRIP ERINDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl Niðurstöður og ályktanir: Svörunin var 67% úr hópi kvenna í heimaþjónustu (n=134) og úr hópi sængurlegukvenna 62% (n=124). Þáttagreining kvarðanna þriggja sýndi sterka innri fylgni á svörun innan hvers kvarða sem bendir til innra réttmætis þeirra. Með þáttagreiningu kom einnig í ljós að hver kvarði fyrir sig hlóð hátt á einn þátt og því voru meðalskor kvarðanna notuð í frekari tölfræðiúrvinnslu. Rannsóknarhóparnir tveir voru sambærilegir með tilliti til aldurs (p>0,05), hjúskaparstöðu (X2=2,6; P>0,05) og menntunar (X2=5,2; P>0,05) en í hópi sængurlegukvenna voru hlutfallslega fleiri frumbyrjur (X2=5,7; P<0,05). Samanburður á niðurstöðum úr öllum kvörðunum þremur sýndi marktækan mun á viðhorfum kvennanna eftir rannsókn- arhópum þar sem konur er þiggja heimaþjónustu ljósmæðra eru almennt jákvæðari til þjónustunnar (P<0,01). E 61 Þekking 47 til 53 ára kvenna á niðurstöðum banda- rísku rannsóknarinnar the Women's Health Initiative (WHI) og afstaða til ýmissa þátta tengdum tíðahvörfum og hor- mónanotkun Hcrdís Svcinsdóttir Hjúkrunarfræðideild HI herdis@hi.is Inngangur: Á sviði heilsuverndar er miðlun upplýsinga um áhættu til almennings eitt besta forvarnarinngrip sem völ er á. Forsenda þess að veita upplýsingar um áhættu felst í þeirri trú að þekking fólks á áhættu/ávinningi fyrirbyggjandi aðgerða sé drifkraftur fólks við heilsutengda ákvarðanatöku. Ovissa á ávinn- ingi tíðahvarfahormónanotkunar jókst árið 2002 í kjölfar WHI rannsóknarinnar. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða þekkingu íslenskra kvenna við tíðahvörf á WHI rannsókninni og hugleiðingar þeirra um tíðahvörf og notkun hormóna. Efniviður og aðferðir: Úrtakið var 1000 konur á aldrinum 47-53 ára. Gagna var aflað með spurningalista þar sem leitað var ýmissa upplýsinga um tíðahvörf. Hér verður greint frá lýsandi niðurstöð- um er lúta að markmiði rannsóknar. Svörun var 56%. Helstu niðurstöður: 65% þátttakenda höfðu heyrt af WHI rann- sókninni. Flestar heyrðu af rannsókninni í fjölmiðlum. Af 252 konum sem höfðu notað hormón, notuðu 133 hormón þegar rannsóknin var gerð. 72 þeirra höfðu hugleitt að hætta notkun og sögðu rúm 50% ástæðuna vera niðurstöður WHI rannsóknar- innar, óvissu um áhættu og aukaverkanir. 31% notenda (N=252) notaði hormón til að fyrirbyggja beinþynningu. Konur ráðfæra sig helst við lækni og maka um að hefja eða hætta notkun hormóna. 51% þátttakenda hafði fengið næga fræðslu um tíðahvörf þó 84% segðu að fræðslan mætti vera meiri á vegum heilbrigðisyfirvalda. Viðhorf til tíðahvarfa og notkunar tíðahvarfamóna voru frekar hlutlaus, þó voru viðhorf til notkunar hormóna aðeins jákvæðari en viðhorf til tíðahvarfa. Konur sem aldrei hafa notað hormón höfðu jákvæðari viðhorf til tíðahvarfa í samanburði við hinar sem hafa notað hormón. Ályktanir: Auka þarf flæði greinargóðra upplýsingar um tíða- hvörf og hormónameðferð til kvenna. E 62 Líðan foreldra forskólabarna með eða án svefnvanda- máls á ungbarnaskeiði Marga Tliome', Arna Skúladóttir2 ‘Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2göngudeild fyrir svefntrufluð börn, Barnaspítala Hringsins marga@hi.is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort munur sé á líðan foreldra forskólabarna eftir því hvort barn þeirra hafi fengið meðferð við svefnvandamálum á ungbarnaskeiði eða ekki. Efniviöur og aöfcrðir: Pverskurðarkönnun var framkvæmd á úrtaki 58 foreldra 2-4 ára forskólabarna. Foreldrarnir skiptust í tvo hópa: 21 foreldri sótti meðferð vegna svefnvandamála og 37 foreldrar sem sóttu ekki slíka þjónustu. Helstu niðurstöður: Samanburður á hópunum benti til þess að um það bil helmingur barna sem fengu ekki þjónustu vegna svefn- vandamála á ungbarnaskeiði áttu við svefnvandamál að stríða. Vakningum á næturnar fækkaði marktækt með tímanum, óháð því hvort börnin höfðu fengið meðferð sem ungabörn, en var marktækt algengari hjá börnum sem ekki höfðu fengið meðferð. Hópurinn sem fékk meðferð hafði truflanir sem einkenndust af erfiðleikum með að festa svefn sem ungabörn. Foreldrar barna sem höfðu svefnvandamál sem ungabörn og fengu meðferð, voru marktækt þreyttari lil langs tíma í samanburði við hina hópana. Mæður barna sem fengu meðferð fannst svefnvandamálið hins vegar hafa síst truflandi áhrif á fjölskyldulífið, miðað við aðra foreldra. Helstu ályktanir: Foreldrar barna sem sækja þjónustu vegna svefnvandamála á ungbarnaskeiði eru marktækt þreyttari þegar börnin eru komin á forskólaaldur en þeir foreldrar sem ekki sækja þjónustu eða eiga börn án svefnvandamála. Vakningar forskólabarna á næturnar eru þrálátari ef börn hafa átt það til að vakna sem ungabörn. E 63 Árangur af tölvutengdum stuðningshópi fyrir foreldra barna sem hafa greinst með krabbamein llclga Bragadóttir Landspítali helgabra@larulspitali. is Inngangur: Rannsókn var gerð á tölvutengdum stuðningshópi fyrir foreldra barna sem höfðu greinst með krabbamein. Efniviður og aðferðir: Um íhlutunarrannsókn var að ræða með endurteknum mælingum á sama hópnum. Þátttakendur notuðu tölvupóst til frjálsra umræðna um reynslu sína af því að eiga barn með krabbamein. Hópurinn var lokaður og fólst meðferðin í gagnkvæmum stuðningi þátttakenda. Árangursmælingar voru gerðar: a) áður en meðferð hófst (T1), b) tveimur mánuðum eftir upphaf meðferðar (T2) og c) við lok meðferðar sem var fjórum mánuðum eftir að meðferð hófst (T3). Þátttakendur svöruðu stöðluðum spurningalistum um: a) kvíða, b) depurð, c) líkamleg einkenni, d) streitu, e) upplifun á gagnkvæmum stuðningi, f) lýð- fræðilegar breytur og g) notkun á hópnum. Ellefu mæður og 10 feður tóku þátt í rannsókninni. Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 45
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.