Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 52

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 52
ÁGRIP ERINDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ Vitað er að úteitur p-hemólýtískra streptókokka geta aukið CLA tjáningu. Tilgáta: Tilgáta okkar er sú að T-frumur sem valda sóra séu ræstar í kverkeitlum sem meðal annars felur í sér aukna tjáningu á CLA húðsæknisameindinni. Einnig teljum við líklegt að þessar frumur geti greint epitóp sem finnast bæði í M-próteinum streptókokka og keratíni. Efniviður og aðf'erftir: Tekin voru sýni úr kverkeitlum og blóði sórasjúklinga og einstaklinga án sóra, T-frumur úr sýnunum voru einangraðar og litaðar með flúrskinstengdum mótefnum gegn viðloðunarsameindum og kemokín viðtökum og síðan greindar í frumuflæðisjá. Einnig voru fengnir heilir kverkeitlar úr ein- staklingum með endurteknar hálsbólgur, sýni tekin frá tveimur mismunandi stöðum úr hverjum eitli og frumurnar meðhöndl- aðar eins og áður. Þetta var gert til að kanna samanburðarhæfni sýnanna miðað við heila kverkeitla. Einnig var tekið blóð úr þessum einstaklingum. Niðurstöður: Marktæk aukning var á CLA tjáningu T frumna úr kverkeitlum sórasjúklinga miðað við viðmiðunarhóp. Hins vegar var meðalstyrkleiki þessarar tjáningar verulega minni í kverkeitl- uni þeirra heldur en hjá T-frumum í blóði þeirra. Ályktanir: Niðurstöðurnar samrýmast því að T-frumur í kverk- eitlum sórasjúklinga hafi aukna tilhneigingu til að tjá CLA. Þetta gæti greitt götu T-frumna sem greina epitóp M-próteina í kverk- eitlum og keratína í húð. Þakkir: Styrkt af Rannsóknasjóði Háskóla Islands. E 82 Vakamiðluðliðabólgaversnaref rottureruútsettarfyrir óbeinum tóbaksreyk Jóna Freysdóttiru, Einar Þór Bogason* 1-3, Ingibjörg Ólafsdóttir1, Fífa Konráösdóttir', Sveinbjörn Gizurarson1, Arnór Víkingssonl !/* ‘Lyfjaþróun hf., 2Naturimm ehf., 3læknadeild HI, 4gigtardeild Landspítala jonafreys@simnet.is Inngangur: íslenskar rannsóknir benda til þess að reykingamenn fái verri iktsýki. Vitað er að reykingar hafa margvísleg áhrif á ónæmiskerfið, meðal annars eykst fjöldi eitilfrumna og mótefna- myndun, og í dýratilraunum getur ónæmisþol gegn tilteknum vök- um brostið. Tilgangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna áhrif óbeinna reykinga á liðagigtarlíkan í rottum. Efniviður og aðferðir: Liðbólga var framkölluð í 20 kvenkyns Lewis rottum með því að sprauta BSA í ónæmisglæði undir húð og tveimur vikum seinna var BSA sprautað í vinstri hnjálið en saltvatni í hægri hnjálið til viðmiðunar. Þvermál beggja hnjáliða var mælt og var munurinn á milli hnjáliða mælikvarði á magn bólgunnar. Ferli liðbólgunnar var fylgt í fimm vikur. Til að meta áhrif óbeinna reykinga var helmingur rottnanna útsettur fyrir sígarettureyk hluta úr degi í 27 daga. Niðurstöður: Reykingarotturnar fengu marktækt meiri liðbólgu en þær reyklausu. Jafnframt breyttist hlutfall eitilfrumna í nef- slímhúð þeirra. Ályktanir: Þessar niðurstöður benda til þess að óbeinar reykingar hafi áhrif á staðbundin ónæmisviðbrögð (það er í nefslímhúðinni sjálfri) sem og áhrif á útbreidd ónæmisviðbrögð (það er í hnjá- liðum). Óbeinar reykingar geta því leitt til versnunar í ýmsum sjálfsofnæmissjúkdómum. E 83 Svipgerð og starfshæfni T eitilfrumna í börnum með skertan týmus eftir hjartaaðgerð Harpa Torfadóttir', Jóna Freysdóttir2, Inga Skaftadóttir3, Asgeir Haraldsson4, Gunnlaugur Sigfússon4, Helga M. Ögmundsdóttir5 'Háskóli íslands, "Lyfjaþróun hf.,3Rannsóknarstofaíónæmisfræði Landspít- ala, 4Barnaspítali Hringsins, "Rannsóknarstofa Krabbameinsfélags íslands í sameinda- og frumulíffræði jonafreys@simnet.is Inngangur: í rannsókn frá árinu 2002 var sýnt að börn sem höfðu misst hluta eða allan týmus við hjartaaðgerð í frumbernsku höfðu færri T-eitilfrumur en viðmiðunarhópur. Markmið þessarar rann- sóknar var að kanna frekar svipgerð T eitilfrumnanna og að skima fyrir líffærasértæku sjálfsofnæmi. Efniviður og aðferðir: Valin voru úr fyrri rannsókn átta börn (meðalaldur 12,1 ár) sem höfðu sýnt marktæk afbrigði í fjölda og svipgerð T-eitilfrumna. í viðmiðahópi voru jafnmörg heil- brigð börn, pöruð með tilliti til kyns og aldurs. Svipgerð ónæmis- kerfisins var skoðuð með hvítfrumudeilitalningu og mælingu á ýmsum yfirborðssameindum: CD3+ (allar T-frumur), CD4+ (T-hjálparfrumur), CD4+CD62L+ (óreyndar T-hjálparfrumur), CD4+CD69- (óræstar T-hjálparfrumur), CD4+CD25+CD62L+ (óreyndar T-stýrifrumur), CD4+CD25+CD69- (óræstar T-stýri- frumur), CD8+ (T-drápsfrumur), svo og tvær sameindir sem eru algengari á frumum sem þroskast utan týmus en þeim sem þrosk- ast í týmus, CD8aa og TCR -yS. Skimað var fyrir líffærasértæku sjálfsofnæmi með mælingu á mótefnum gegn týróglóbúlíni, sýru- myndandi frumum og briskirtilseyjum. Niðurstööur: Tilfellahópurinn hafði marktæka lækkun á hlutfalli og fjölda T-eitilfrumna, T-hjálparfrumna, óreyndra T-eitilfrumna og T-eitiIfrumna sem voru óræstar. Ekki sást munur á hlutfalli óreyndra T-stýrifrumna en óræstar T-stýrifrumur voru í hærra hlutfalli hjá tilfellahóp. Ekki var munur á hlutfalli T-drápsfrumna, T-bælifrumna og yS T-frumna milli hópanna en tilfellahópurinn hafði hærra hlutfall af CD3+CD4-CD8-, CD8aa+ frumum og CD8aa+ yS T-frumum. Enginn í tilfellahópnum sýndi jákvætt svar í skimuninni fyrir sjálfsofnæmi. Ályktanir: Niðurstöðurnar gefa því til kynna að þroskun á T-eitil- frumum utan týmus geti átt sér stað sé týmus fjarlægður í korna- börnurn. E 84 Greining húðofnæmis in vitro og in vivo mat húðprófa með myndrænni tölvulasertækni (laser Doppler perfusion imaging) Margrct S. Sigurðardóttir1'24, Ellen Flosadóttir1-3, Hekla Sigmundsdóttir4, Helgi Valdimarsson4. Bolli Bjarnason1-2 1Útlitslækning ehf., 2læknadeild HÍ, 3tannlæknadeild HÍ, 4ónæmisfræðideild Landspítala margrs@hi.is Inngangur: Engin irt vitro húðpróf hafa verið fundin upp til grein- ingar á snertiofnæmi í húð heldur fer greiningin ennþá fram með 52 Lækn ablaðið/fylgirit 50 2004/90 J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.