Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Side 55

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Side 55
AGRIP ERINDA / XII. VÍS N DARÁÐSTEFNA Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að bólgueyðandi áhrif NSAID lyfja séu takmörkuð við áhrif á bráðar liðbólgur en hafi engin jákvæð áhrif á langvinnar liðbólgur. Pörf er á að endur- skoða notkun NSAID lyfja í iktsýki. E 90 Eiginleikar nýrrar tegundar frumna sem tjá bæði T- frumu sameindina CD3 og B-frumu sameindina CD19 Ragna H. Þorleifsdóttir', Jóhann E. Guðjónsson* 2, Hekla Sigmundsdóttir2, Páll H. Möller3, Hannes Petersen4. Helgi Valdimarsson2 ‘Læknadeild HÍ, 2ónæmisfræðideild, 3skurðdeild og 4háls-. nef- og eyrna- deild Landspítala rhth@hi.is Inngangur: Að minnsta kosti þrem tegundum CD4+ og CD8+ bæli- frumna hefur verið lýst sem annaðhvort miðla bælingu með bein- um frumutengslum eða með seytingu bælandi cýtókína. Rannsókn okkar á húðsæknieiginleikum eitilfrumna í kokeitlum leiddi í ljós nýja tegund eitilfrumna sem virðast hafa ákveðin sérkenni bæði T- og B- frumna að því leyti að þær tjá bæði CD3 og CD19. Efniviður og aðferðir: Eitilfrumur voru einangraðar úr kokeitlum og blóði einstaklinga, sem fóru í kokeitlatöku vegna endurtek- innar hálsbólgu, og kviðarholseitlum frá einstaklingum sem fóru í aðgerð á kviðarholi. Frumurnar voru litaðar með einstofna mót- efnum og skoðaðar í frumuflæðisjá. CD3+CD19+ frumur voru auk þess einangraðar með CD2 og CD19 segulkúlum. Niðurstöður: CD3+CD19+ frumur voru um 10% eitilfrumna í kokeitlum en aðeins um 1% eitilfrumna í blóði. Tíðni þeirra í óbólgnum kviðarholseitlum var um 5% en há tíðni frumnanna fannst í þremur bólgnum kviðarholseitlum. Auk CD3 og CD19, tjá >90% þeirra CD4, CD2, aþ-viðtakann, ICAM, CD5, HLA- DR og CD20. Þessar frumur svara lítið eða ekki PHA og anti- CD3 en þær svara PWM. Svarleysið er hægt að upphefja að vissu marki með IL-2. CD3+CD19+ frumurnar bældu frumufjölgun eitilfrumna úr blóði eftir örvun með PHA, anti-CD3 eða PWM í hlutföllunum 4:1 eða 8:1 (eitilfrumur úr blóðúbælifrumur), sem hélst þótt CD25+ og CD8+ frumur væru fjarlægðar úr CD3+CD19+ hópnum. Auk þess hélst bælingin þrátt fyrir að himna aðskildi frumurnar. Pegar CD3+CD19+ frumurnar voru einangraðar með CD4 og CD19 segulkúlum greindist lítil bæling. Hins vegar kom fram bæling þegar eitilfrumur úr blóði voru ræktaðar með CD2 kúlum eða anti-CD2 mótefnum. Ályktanir: Það er ekki vitað hvernig CD3+CD19+ frumurnar miðla bælingu sinni en þær virðast þurfa öt vun á CD2 viðtak- anum. Hátt hlutfall þeirra í bólgnum kviðarholseitlum bendir til hlutverks í bólgu. E 91 Eru ávaxtasafar verri en gosdrykkir fyrir glerung tanna? Þorbjörg Jensdóttir1-23, Anni Rasch2, Birgitte Nauntofte', W. Peter Hol- brook3, Allan Bardow1 ‘Afdeling for Oral Medicin, Kóbenhavns Universitet, Kaupmannahöfn, 2TOMS Group A/S, Ballerup. Danmörk, ’tannlæknadeild HÍ tje@odont.ku.dk Inngangur: Rannsóknir á rannsóknastofum hafa sýnt að ávaxta- safar hafi verri áhrif á glerung tanna en gosdrykkir, á meðan bæði klínískar og faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt fram á hið gagnstæða. Þetta ósamræmi bendir til þess að núverandi aðferðir sem notaðar eru á rannsóknastofum séu ekki nægilega nákvæmar og meti ekki hin eiginlegu glerungseyðandi áhrif drykkja í munn- holi. Markmiðið var því að þróa nýja aðferð á rannsóknastofu sem að mæti glerungseyðandi áhrif drykkja í munnholi. Efniviður og aðferðir: Úrval ávaxtasafa og gosdrykkja á íslensk- um og dönskum markaði voru notaðir. Sýrustig hvers drykkjar og 50 ml drykkjarsýni voru mæld og títreruð upp að meðaltals krítísku sýrustigi munns, pH 5,5. 50 ml drykkjarsýni voru mæld á nýjan leik og 50 mg af hreinum hýdroxíðapatít (HAP) kristölum voru settir í hvert sýni. Hækkun sýrustigs drykkjanna endur- speglaði upplausn HAP kristalanna í drykkjunum, en hækkun pH gildis var skráð á 15 sekúndna millibili í þrjár mínútur eftir að kristalarnir voru settir í drykkina. Glerungseyðandi áhrif drykkj- anna (EP) voru skilgreind sem upplausnarhraði HAP kristal- anna. Þetta ferli var endut tekið með 7 mg af munnvatnsprótínum (140 pg prótín fyrir hvert mg HAP). Prótínin voru sett í drykkina augnabliki áður en kristalarnir voru settir í drykkina. Niðurstöður: Glerungseyðandi áhrif gosdrykkja voru að jafnaði tvisvar sinnum meiri en hjá ávaxtasöfum. Marktækt, neikvætt samband fannst á milli glerungseyðandi áhrifa allra drykkja og sýrustigs drykkjanna (rs=-0,96; p<0,001). Ekkert marktækt sam- band fannst á milli glerungseyðandi áhrifa drykkja og magns basa til hlutleysingar. Munnvatnsprótín drógu marktækt meira úr gler- ungseyðandi áhrifum gosdrykkja en ávaxtasafa. Ályktanir: Þessi nýja aðferð styður klínískar og faraldsfræðilegar rannsóknir sem benda til þess að gosdrykkir séu marktækt meira glerungseyðandi en ávaxtasafar. Einnig sýndi rannsóknin að sýru- stig drykkja er betri mælikvarði á glerungseyðandi áhrif drykkja en magn basa til hlutleysingar. E 92 Klínísk rannsókn á glerungseyðingu og tengdum áhættuþáttum W. Peter Holbrook1, Jussi Furuholm2, Kristján G. Guðmundsson3, Ásgeir Theodórs3, Jukka H. Meurman2 'Tannlæknadeild HÍ, 2University of Helsinki, Finnlandi, 3Landspítali phot@hi.is Inngangur: Eftir frumskoðun á 150 sjúklingum var þróuð stöðluð aðferð til skoðunar á sjúklingum með glerungseyðingu. Alls 249 nýir sjúklingar voru skoðaðir með það að markmiði að meta áhættuþætti glerungseyðingar. Efniviður og aöferðir: Glerungseyðing var skráð sérstaklega fyrir framtennur og jaxla og skráð sem mikil ef eyðing náði inn í dent- ín, en lítil ef eyðing var aðeins í glerungi. Gögnum var safnað um neyslu súrra drykkja, munnvatnsflæði, pH og buffer virkni. Vélinda var speglað og fylgst með pH í vélinda í 24 klukkustundir og bak- flæði, þindarslit og viðvera Helicobacter tegunda var skráð. Niðurstöður: Marktæk tengsl fundust milli mikillar glerungseyð- ingar á jöxlum (24 sjúklingar) og að minnsta kosti eins af þáttum sem bentu til bakflæðissjúkdóms (OR 1,58; p<0,001). Marktæk tengsl fundust einnig milli glerungseyðingar á framtönnum (mikil = 72 sjúklingar) og bakflæðis (OR 1,33; p<0,005). Neysla á >0,5 1 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 55
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.