Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 62

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 62
AGRIP ERINDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA HI á þeim er háð fjölda asetýlhópa á amínhóp glúkósamínunar, sem er grunneinsykra kítósans. Kítósykrur afleiður kítósykra hafa sýnt margskonar áhugaverða lyfjafræðilega eiginleika svo sem bakteríu- drepandi, genaferjunar, sáragræðandi eiginleika og fleira. Efniviður <»g aðferðir: Smíðuð var röð katjónískra glúkósamín- afleiða með mismunandi langa alkýlkeðju. Eitt af markmiðunum var að finna hentugt efnasmíðaferli sem síðar væri hægt að nýta í smíðar á kítósanafleiðum og skoða þannig lyfjafræðilega virkni þessara efna frá einsykru til fjölsykru. í fyrsta lagi var notuð tveggja skrefa efnasmíðaleið og í annan stað fimm skrefa efna- hvarf sem fól í sér verndun á amín- og hýdroxylhópi glúkósamíns- ins. Einnig var smíðað röð trimetýleraðra kítósanafleiða (TMK) og reynt að stýra hvarfinu á amínhópi sykrunar án þess að fá O- metýleringu sem er þekkt við smíð á samskonar efni. Efnin voru byggingargreind með NMR, IR og frumefnagreiningu. Virkni var ákvörðuð með bakteríuprófi. Niðurstöður og ályktanir: Fjórar afleiður tókst að srníða með tveggja skrefa hvarfi; 2-(trímetýlammónía)acetýl-glúkósamín, 2-(pyrídínín)acetýl-glúkósamín, 2-(tríbútýlammónía)acetýl-glúk- ósamín og 2-(dimetýldódecýlammónía)acetýl-glúkósamín, en greining efnanna var flókin. Pegar verndunarleiðin var farin ein- faldaðist öll efnagreining sem og að hreinsun og einangrun varð þægilegri. Eitt katjónískt efni var smíðað með verndunarleiðinni, það er N-trímetýlammónía afleiða. Erfiðlega gekk að stýra smíði trímetýl-kítósans (TMK) en greiningin með NMR og frumefna- greiningu gekk vel. Bakteríuprófunin á TMK sýndi handahófs- kennda verkun. Hins vegar sýndu prófin samband milli lengdar alkýlhópanna og á katjónísku glúkósamínafleiðanna. E 111 Algengi lyfjasamsetninga er geta valdið milliverkunum María Heimisdóttir1, Anna Birna Almarsdóttir2, Þórhildur Sch. Thorsteins- son2 'Landspítali. 2lyfjafræðideild HI mariahei@hmdspitali.is Inngangur: Erlendar rannsóknir sýna að allt að 60% sjúklinga eru á lyfjasamsetningum sem geta valdið milliverkunum (LSMV) við innlögn á sjúkrahús. í þeim tilfellum þar sem um raunverulegar milliverkanir er að ræða geta þær leitt til misalvarlegra einkenna, jafnvel innlagnar, eða haft áhrif á gang sjúkrahúsvistar. Efniviður og aðferðir: Gagna var aflað úr sjúkraskrám og sjúklin- gabókhaldskerfi Landspítala um 1111 sjúklinga er útskrifuðust 2003. Sérstakur hugbúnaður (DAX, Drug Advice eXpert) var notaður til að greina LSMV. Tengsl LSMV við eiginleika og afdrif sjúklinga voru könnuð með lýsandi og greinandi aðferðum, meðal annars aðhvarfsgreiningu þar sem dánarlíkur voru leiðréttar fyrir aldri, kyni, fjölda lyfja og fjölda sjúkdómsgreininga. Niðurstöður: Alls voru 43% sjúklinga á LSMV við innlögn. Sjúklingar á LSMV voru eldri, á fleiri lyfjum og höfðu fleiri sjúk- dómsgreiningar. Dánartíðni var nær þrefalt hærri meðal sjúklinga á LSMV en annarra (11,7%, 4,0%, p<0,05). Dánartíðni var mark- tækt hærri meðal einstaklinga með LSMV (odds ratio 2,18; 95% vikmörk 1,14-4,16; p=0,018) eftir að leiðrétt var fyrir aldri, kyni, fjölda lyfja og fjölda greininga. Alyktanir: LSMV eru algengar og mögulega skaðlegar. Sýnt var fram á aukna dánartíðni með LSMV eftir að leiðrétt hafði verið fyrir helstu raskandi þáttum en þó má gera ráð fyrir að enn sé röskunarleif til staðar. Pví er ekki hægt að álykta eða útiloka að LSMV hafi beinlínis valdið þessari auknu dánartíðni. Hin aug- ljósa ályktun er að hugbúnaður til skráningar lyfjafyrirmæla og greiningar LSMV getur gagnast vel í klínísku starfi með því að vara við hugsanlegum milliverkunum og auðvelda þannig lækn- um að bregðast við þeim ef ástæða er til samkvæmt klínísku mati. Þannig verður lyfjanotkun öruggari og markvissari til hagsbóta fyrir sjúkling og samfélagið. E 112 Viðhorf lækna til markaðssetningar nýrra lyfja Anna Birna Almarsdóttir', María Heimisdóttir2, Kristín Póra Jóhannes- dóttir1 'Lyfjafræðideild HI, :Landspítali, ’Aclavis hf. annaba@hi.is Inngangur: Mikil urnræða hefur verið víða um heim um sam- skipti lækna og lyfjafyrirtækja og hvaða áhrif þessi samskipti hafa á lyfjaávísanir lækna. Læknafélag fslands (LÍ) og Samtök verslunarinnar (FÍS), fyrir hönd lyfjafyrirtækja, hafa gert með sér samning um hvernig þessum samskiptum skal háttað. Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf íslenskra lækna til rnark- aðssetningar nýrra lyfja og hvaða þættir tengjast ákvörðunum lækna við lyfjaávísanir. Auk þess að kanna þekkingu og viðhorf lækna til samnings LÍ og FÍS. Efniviður og aðferðir: Spurningalisti var hannaður og sendur til allra lækna sem eru félagar í Læknafélagi íslands og búa á íslandi. Endanlegt úrtak var 1138 læknar. Niðurstöður: Svarhlutfall var 46,0%. Meirihluti lækna vildi ekki leyfa auglýsingar á lyfseðilsskyldum lyfjum fyrir almenning. Klínískir þættir og fyrri reynsla skiptu mestu máli við lyfjaávís- anir og kostnaður sjúklings skipti meira máli en kostnaður ríkis. Flestum fannst markaðssetning lyfja hafa einhver áhrif á ávísana- venjur sínar. Læknum fannst lyfjakynningar almennt nytsamlegar og virtust treysta þeim. Lyfjakynnar eiga það þó til að ýkja kosti eða draga úr göllum lyfja. Meirihlutinn hafði ekki orðið var við ósiðlegar aðferðir við markaðssetningu lyfja hér á landi. Aðeins 42,7% læknanna þekktu samning LÍ og FIS. Ályktanir: íslenskir læknar hafa almennt nokkuð jákvæð viðhorf til markaðssetningar nýrra lyfja og virðast íslensk lyfjafyrirtæki beita siðlegri aðferðum við markaðssetningu en lyfjafyrirtæki víða erlendis. Ljóst er þó að það myndi auka á trúverðugleika lyfjakynna ef þeir væru duglegri að benda á ókosti lyfjanna sem þeir kynna. Samning LI og FIS um samskipti lækna og lyfjafyrir- tækja verður að kynna betur fyrir læknum. E 113 Áhættuþættir alvarlegrar gulu hjá nýburum Gígja Guðbrandsdóttir', Atli Dagbjartsson2, Hörður Bergsteinsson2, Þórð- ur Þórkelsson2 'Læknadeild HI, 2Barnaspítali Hringsins gigja@hi.is Inngangur: Á síðustu árum hefur gætt aukinnar tíðni alvarlegr- 62 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.