Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Side 64

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Side 64
AGRIP ERINDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl E 116 Samanburður á áhrifum þátttöku feðra í umönnun heilbrigðra og veikra nýfæddra barna á aðlögun þeirra fyrstu sex vikur eftir heimferð Margrct Eyþórsdóttir1-2, Guðrún Kristjánsdóttir1-2 'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Landspítali gkrist@hi.is Inngangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða að hve miklu leyti feður taka þátt í umönnun nýfæddra barna sinna, hvaða áhrif þátttaka þeirra hefur á aðlögun að foreldrahlutverk- inu og að bera saman feður heilbrigðra nýbura og veikra. Efniviður og aöferðir: Framskyggnu langtímasniði (panel) var beitt á tilviljunarúrtak foreldra heilbrigðra nýbura. Svörun var 63,2%, 100 af Hreiðrinu, 52 af sængurkvennagangi og 68 for- eldrar allra barna sem útskrifuð voru af vökudeild á þeim tíma sem rannsóknin stóð yfir. Gögn fengust úr heimsóknum á heimili foreldranna, viku (TI) og sex vikum eftir útskrift (TII). Aðlögun foreldranna var mæld með kvarða Kenners á tíma I og tíma II. Aðlögun á tíma II var metin með hliðsjón af kringumstæðum og stjórnað fyrir aldri foreldra, menntun og búsetu. Auk þess var stjórnað fyrir umönnunarþátttöku feðra á tíma I og lagt mat á áhrif þess og aðlögun á tíma I á umönnunarþátttöku á tíma II. Helstu niðurstöður: Á T I er marktækur munur á aðlögun feðra á sængurkvennagangi og í Hreiðri. í aðfallsjöfnu þar sem allar deildir eru settar inn í líkan er vera foreldra í Hreiðrinu eina breytan sem hefur marktæk áhrif á aðlögun á T I til lækkunar (meiri aðlögun). Heildaraðlögun breytist marktækt hjá feðrunum milli tíma I og tíma II en dregur þó marktækt saman með þeim. Aðlögun á TI og næturvöknun á T I hafa marktæk áhrif á aðlög- un á T II að teknu tilliti til deildar og umönnunarstigs á T I og T II. Næturvöknun dregur úr aðlögun á TII (Beta=0,231; p<0,02) en góð aðlögun á TI skilar sér í bættri aðlögun á TII og öfugt. Helstu ályktanir: Niðurstöðurnar sýna mikilvægi þess að gera sér grein fyrir aðlögun feðra barna eftir fæðingu barns. Feður sem fara heim með barn af vökudeild aðlagast verr en taka meiri þátt í umönnun og aðlögun þeirra eykst. E 117 Áhrif móttökuviðtala á upplifun foreldra af veittum stuðningi þegar börn þeirra leggjast inn á nýburagjörgæslu. Klínísk samanburðarrannsókn Hcrdís Gunnarsdóttir12, Guðrún Kristjánsdóttir'* 'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Landspítali gkrist@hi.is Inngangur: Fáar rannsóknir eru til sem lýsa árangri íhlutana til stuðnings foreldrum sem eiga fyrirbura. Tilgangur þessarar rann- sóknar var að athuga áhrif hjúkrunar í formi stuðningsviðtals á skynjun foreldra á veittum stuðningi í veikindum fyrirbura nokkr- um dögum eftir innlögn barnsins á nýburagjörgæslu. Efniviöur og aðferðir: Foreldrar sem átt höfðu börn sem fædd voru eftir minna en 37 vikna meðgöngu var skipt af tilviljun í tvo hópa, samanburðarhóp (n=32) og tilraunahóp (n=26). Foreldrum úr báðum hópum var boðið saman í viðtal við reyndan hjúkr- unarfræðing innan 10 daga frá fæðingu barns. I viðtalinu svöruðu allir foreldrar spurningalista um þarfir sínar (Need of Parents Questionnaire) og í lok viðtals um þann stuðning sem þeir töldu sig hafa fengið á deildinni (Nurse Parent Support Tool). Tilraunahópurinn fékk skipulagt stuðningsviðtal en samanburð- arhópurinn aðeins viðtal sem var opið og þeim gefið tækifæri á að spyrja. Athugað var hvort stuðningsviðtalið gæfi marktækt betri áhrif en samanburðarviðtal á uppfyllingu þarfa foreldra og skynj- un þeirra á veittum stuðningi hjúkrunarfræðinga. Helstu niðurstöður: Niðurstöður sýndu að þarfir foreldra í sam- anburðar- og tilraunahópnum voru sambærilegar og að þau telja sig þurfa aðstoð frá heilbrigðisfagfólki til að mæta þörfum sínum. Foreldrar í tilraunahópnum, bæði feður og mæður, töldu sig fá marktækt betri stuðning frá hjúkrunarfræðingum en foreldrar í samanburðarhópi. Helstu ályktanir: Af niðurstöðum rannsóknarinnar má álykta að hjúkrunarfræðingar þurfi að mæta betur mikilvægustu þörfum foreldra fyrirbura og að stuðningsmóttökuviðtöl gætu verið gagn- legur áfangi þeim til stuðnings. Nauðsynlegt er að þróa slík viðtöl áfram og meta frekari árangur þeirra. E 118 Siðferðisleg álitamál um meðferð mikilla fyrirbura: sjónarhorn foreldra Jónína Einarsdótlir Mannfræöiskor félagsvísindadeildar HÍ je@hi.is Inngangur: Lífslíkur mikilla fyrirbura með fæðingarþyngd minni en 1000 g hafa aukist verulega. Slík fæðing er þó algengasta dánarorsök ungbarna í hátekjulöndum. Börn sem Iifa af eiga oft við misalvarlega fylgikvilla að stríða. Skiptar skoðanir eru um hvort alltaf sé siðferðislega réttlætanlegt að bjarga lífi þeirra. Ágreiningur er meðal annars um helgi mannlegs lífs, lífsgæði og hlutverk foreldra þegar ákvarðanir eru teknar um að hætta með- ferð. Hér verða til umfjöllunar hugmyndir foreldra mikilla fyrir- bura um hvort og þá hvenær það geti verið réttlætanlegt að hætta meðferð og hver eigi að taka slíka ákvörðun. Efniviður og aðfcrðir: Vettvangsrannsókn fór fram á vökudeild Barnaspítala Hringsins og voru leikskólar, meðferðarstofnanir og heimili barnanna heimsótt eftir því sem við átti. Kynntar verða niðurstöður viðræðna við 22 mæður og 19 feður mikilla fyrirbura sem fæddust á tímabilinu 1. september 1998 til 31. ágúst 2001. Hclstu niðurstöður: Foreldrar eru nánast allir sammála um að til séu aðstæður sem réttlæti að meðferð mikilla fyrirbura sé hætt. Mikil áhersla er lögð á að við slíka ákvörðun sé ekki vafi um að barnið eigi „ekkert líf“ fyrir höndum eða muni búa við mjög alvarlega fötl- un. Mat á möguleika bamsins til mannlegra tjáskipta skipti mestu fyrir ákvörðun. Nánast allir töldu að ekki mætti hætta meðferð án samþykkis foreldra. Skoðanir voru skiptar um hvort foreldrar gætu tekið ákvarðanir um meðferð barns síns án samþykkis sérfræðinga. Foreldrar voru misjafnlega meðvitaðir um ágreining sem einkennir umræðu um að hætta meðferð mikilla fýrirbura og hversu erfitt það getur verið að segja til um framtíðarhorfur þeirra. Ályktanir: Mikilvægt er að foreldrar mikilla fyrirbura séu vel upplýstir og hafðir með í ráðum þegar ákvarðanir eru teknar um hvort meðferð skuli hætt. 64 Læknaiíladið/fylgirit 50 2004/90
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.