Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 66

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 66
ÁGRIP ERINDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA H I lengdar aftan-, framan- og innanlærisvöðva, svo og vöðva framan í mjöðmum, hopphæð, sprengikraftur, stöðugleiki í ökklum og hnjám. Á keppnistímabilinu 1999 voru meiðsli skráð af sjúkra- þjálfurum knattspyrnuliðanna og þjálfarar skráðu þátttöku leikmanna í æfingum og leikjum. Niðurstöður: Meiðslatíðni var há (24,6 meiðsli/1000 klst í leik og 2,1 meiðsli/1000 klst. á æfingu). Algengustu meiðslin voru aftan- læristognanir (3,0 meiðsli/1000 klst. í leik og 0,5 meiðsli/1000 klst. á æfingu). Eldri leikmenn voru í aukinni meiðslahættu samanbor- ið við yngri leikmenn (OR=l,4 per ár; p=0,05). Fyrir aftanlæris- tognanir voru marktækir áhættuþættir hækkaður aldur (OR=l,4 per ár; p<0,001) og saga um fyrri aftanlæristognanir (OR=ll,6; p<0,001). Fyrir náratognanir voru helstu áhættuþættirnir saga um fyrri náratognanir (OR =7,3; p=0,001) og minni frásveigja (abduction) í mjöðm (OR=0,9 per 1°; p=0,05). Fyrri liðbanda- tognanir í hnjám og ökklum voru einnig áhættuþættir fyrir endur- teknar tognanir í hnjám (OR=4,6; p=0,002) og ökkluni (OR=5,3; p=0,009). Ályktanir: í þessari rannsókn voru aldur og fyrri meiðsli mikil- vægustu áhættuþættir meiðsla meðal knattspyrnumanna úr tveimur efstu deildunum í knattspyrnu á Islandi. E 122 ErD-vítamínþörfinvanmetin?Sambandkalsíumneyslu og serum-25(OH)D við PTH í sermi Laufey Steingrímsdóttir* 1, Örvar Gunnarsson2, Ólafur S. Indriðason3, Leifur Franzson3, Gunnar Sigurðsson3 'Lýðheilsustöð, 2læknadeild HÍ, ’Landspítali laufey@lydheilsustod.is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna samband kalsíumneyslu og S-25(OH)D við styrk S-PTH. Efniviður og aðferðir: Þetta var þversniðsrannsókn á 30-85 ára slembiúrtaki af höfuðborgarsvæðinu. S-25(OH)D var mælt með RIA og S-PTH með ECLIA. Neysla kalsíums var metin með tíðniskema um mataræði og neyslu bætiefna. Þátttakendum var skipt í hópa eftir kalsíumneyslu: <800 mg, 800-1200 mg og >1200 mg/dag og cftir styrk S-25(OH)D: <25nmól/L, 25-45nmól/L og >45 nmól/L. Til að meta samspil þessara þátta við S-PTH var notuð ANCOVA. Niðurstöður: Þátttaka var 70,6%, lokafjöldi 1005 eftir útilokanir vegna lyfjatöku eða sjúkdóma. Meðalstyrkur S-25(OH)D var breytilegur eftir aldri, árstíð og lýsis- eða bætiefnatöku. Lægstu gildin voru í febrúar-mars hjá þeim sem ekki tóku D-vítamín eða lýsi, eða 28,2 nmól/L, en hæst í júní-júlí, 57,3 nmól/L hjá þeim sem tóku D-vítamín. S-PTH var breytilegt eftir S-25(OH)D og kalsíumneyslu. Eftir að leiðrétt hafði verið fyrir jónuðu kalsíumi, BMI, reykingum og kyni, mældust lægst gildi S-PTH í hópn- um með S-25(OH)D >45nmól/L, en innan þess hóps var ekki marktækur munur á S-PTH eftir kalsíumneyslu. í hópnum með S-25(OH)D frá 25-45nmól/L reyndist S-PTH cinungis marktækt hærra samanborið við S-25(OH)D >45 nmól/L hjá þeim sem neyttu <1200 mg af kalsíumi á dag. Hæstu PTH gildin mældust meðal hópsins með S-25(OH)D <25 nmól/L og voru þau mark- tækt hærri en meðal S-25(OH)D >45 nmól/L fyrir alla kalsíum- neysluflokka. Ályktanir: Styrkur S-25(OH)D >45nmól/L nægir til að viðhalda grunngildum á S-PTH, jafnvel þótt kalsíumneysla sé undir 800 mg á dag. Há kalsíumneysla >1200 mg/dag nægir til að viðhalda grunngildum S-PTH, eingöngu ef S-25(OH)D er yfir 25 nmól/L. Ríflegt D-vítamín til að viðhalda styrk S-25(OH)D >45nmól/L skiptir sköpum fyrir S-PTH og kalsíumbúskap og dregur jafn- framt úr þörf fyrir kalsíum. E 123 Ræsing og ferill bóigumiðlandi og bólguhemjandi boð- efna í kjölfar liðskiptaaðgerðar Guðbjörn Logi Björnsson1-3, Leifur Þorsteinsson4, Kristbjörn Orri Guð- mundsson4, Sveinn Guðmundsson4, Halldór Jónsson jr2-5, Björn Guðbjörns- son2-3 'Líffræðiskor raunvísindadeildar, 2læknadeild HÍ, 'rannsóknastofa í gigtsjúk- dómum, 4Blóðbankinn og 5skurðlækningasvið Landspítala bjorngu@landspitaii.is Tilgangur: Markmið þessa rannsóknarverkefnis er þríþætt. Að skoða hvernig samspili bólgumiðlandi og bólgudempandi frumu- boðefna er háttað í upphafi bólguviðbragða og hvernig samspil frumuboðefnanna er gagnvart virkjun eitilfrumna. Þá er mark- miðið að skoða hvernig bólgumiðlar hafa áhrif á beinumsetningu. I þessum fyrsta áfanga á að skoða þriggja daga feril bólguhvetj- andi (IL-IB, 1L-6 og TNF-ct) og bólguhemjandi (IL-10) boðefna, auk þess að skoða stjórnunarboðefnin IL-8 og IL-12 við ræsingu bráðra bólguviðbragða. Efniviður og aðferðir: Sjúklingum sem fóru í gerviliðaaðgerð á mjöðm vegna slitgigtar og höfðu ekki þekktan bólgusjúkdóm né höfðu fengið meðferð með prednisólóni var boðin þátttaka í rannsókninni. Tekin voru níu blóðsýni; fyrir, í og strax að lokinni aðgerð og síðan 3, 6 og 9 tímum eftir liðskiptaaðgerðina og að morgni næstu þrjá sólarhringa (24, 48 og 72 tímum eftir aðgerð). Unnið var eftir stöðluðum aðferðum við vinnslu sermis og það varðveitt í -80°C þar til að boðefnin voru mæld með „Cytometric Bead Array“ aðferð með flæðismásjá (Human Inflammation kit B&D). Niðurstöður: Fimmtán sjúklingar samþykktu þátttöku, fjórir sjúklingar luku ekki rannsókninni (tveir vegna blóðgjafar, einn hætti þátttöku að eigin ósk og sá fjórði var útskrifaður á annað sjúkrahús áður en rannsókninni lauk). Bráðabirgðarniðurstöður þegar lífsýni frá fimm þátttakendum höfðu verið rannsökuð sýna að styrkur IL-6 tuttugufaldaðist strax þremur tímum eftir aðgerð og hélst hækkaður allt fram á þriðja sólarhring, en hafði þá lækkað um meir en helming. Jafnfram tvöfaldaðist styrkur IL-8 aðgerðardaginn, en lækkaði í sama gildi og fyrir aðgerð á öðrum sólarhring. Overuleg breyting varð á styrk annarra boðefna (IL-1 B, IL-10, IL-12 og TNF-ot). Ályktanir: Þessar niðurstöður sýna fyrst og fremst að IL-6 og IL-8 hækkar í upphafi bólguviðbragða í kjölfar liðskiptaaðgerðar. Ef til vill endurspeglar þetta fyrst og fremst vefjaskemmd og virkjun einkjarnafrumna og kyrninga, auk æðaþels, frekar en virkjun eit- ilfrumna. Itarlegar niðurstöður verða kynntar á þinginu. 66 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.