Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 70
ÁGRIP ERINDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA H
DNA niðurbroti var notuð til að greina stýrðan frumudauða.
Helstu niðurstöður: Samhliða tjáning á C3 og ApoLP A-I greind-
ist í heila og miðtaugakerfi, augum, nýra, lifur, vöðva, meltingar-
færum og brjóski á flestum þroskastigum. Stýrður frumudauði
greindist í heila, auga og dauft svar í vöðva fjórum dögum eftir
klak en svarið var útbreiddara og öflugra í sýnum sem tekin voru
frá og með 28 dögum eftir klak.
Ályktanir: Niðurstöðurnar sýna að C3 og ApoLP A-I eru tjáð
í mörgum líffærum á þroskunarferli þorsks og ásamt stýrðum
frumudauða. Pessir þættir gegna sennilega mikilvægu hlutverki í
líffæramyndun og stjórnun jafnvægis auk þess að taka þátt í sjúk-
dómsvörnum á fyrstu aldursstigum þorsks.
E 133 Ákvörðun boðefnamynsturs í milta og eitlum nýbura-
músa, bólusettra með próteintengdu fjölsykrubóluefni gegn
pneumókokkum
Sólveig G. Hannesdóttir', Þórunn Ásta Ólafsdóttir1-2, Giuseppe del
Giudice’, Emanuelle Trannoy4, Ingileif Jónsdóttir1'2
1 Ónæmisfræðideild Landspítala, 2Læknadeild HÍ, 3IRIS, Chiron SpA, Italía,
JAventis Pasteur, Frakkland
ingileif@landspitali. is
Inngangur: Onæmissvör í nýburum eru veikari og koma seinna frarn
en í fullorðnum. Bólusetning með bóluefnum gerðum úr pneumó-
kokkafjölsykrum tengdum burðarpróteinum (Pnc-TT) ásamt
ónæmisglæðum hefur reynst ónæmisvekjandi í nýburamúsum.
Efniviður og aðferðir: Til að skilgreina þá þætti sem takmarka
ónæmissvör nýburamúsa voru þær bólusettar einnar eða tveggja
vikna gamlar með Pnc-TT einu og sér, ásamt ónæmisglæðunum
LT-K63 eða CpG, eða ónæmisglæði eingöngu. Mýsnar voru
endurbólusettar með Pnc-TT fjögurra vikna gamlar. Peim var
fórnað tveggja, fjögurra og fimm vikna gömlum og miltisfrumur
einangraðar og örvaðar með TT eða LT-K63 og magn boðefn-
anna IL-4, IL-5, IL-10 og IFNa í frumufloti rnælt með ELISA.
Með mælingu boðefna má meta ónæmissvör við bólusetningu
með tilliti til T-frumusvörunar, en þau eru mismikið tjáð eftir því
hvort bólusett er um nef eða undir húð, með eða án mótefnaglæð-
is. Magn fjölsykrusértækra mótefna í sermi var mælt með ELISA.
Angafrumur (dendritic cells, DC) gegna lykilhlutverki í að stýra
ónæmissvari á Thl eða Th2 braut. DC voru einangraðar með
CDllc segulkúlum og litaðar með flúrljómandi mótefnum gegn
CDllc og ýmsum virkjunarsameindum, CD80, CD86, CD40 og
MHCII.
Niðurstöður: Myndun Thl og Th2 boðefna var meiri í músum
bólusettum nteð Pncl-TT og LT-K63 en í músurn bólusettum með
Pncl-TT eingöngu. Mýs sem fengu LT-K63 einum degi fyrir bólu-
setningu með Pncl-TT sýndu aukna tjáningu MHCII sameinda
á angafrumum, og tjáning á CD86 var aukin hjá þeim sem fengu
LT-K63. CD40 tjáning var aukin hjá músum sem fengu CpG.
Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til að áhrif ónæmisglæðanna
felist í örvun angafrumna og þar af leiðandi aukinni T-frumu-
ræsingu og hjálp við B-frumur til mótefnamyndunar. Með því
að kanna áhrif mismunandi ónæmisglæða og bólusetningarleiða
verður hægt að skilgreina þá þætti sem geta aukið ónæmissvör hjá
nýburamúsum og stuðlað að fullorðinslíkum ónæmissvörum.
E134 Bólusetning nýbura, minnismyndun og vernd gegn
pneumókokkasýkingum
Stcfaníu I*. Bjarnarson* 1-, Hávard Jakobsen1-2, Giuseppe del Giudice3,
Emanuelle Trannoy4, Claire-Anne Siegrist5, Ingileif Jónsdóttir1-2
'Ónæmisfræöideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, ’IRIS, Chiron, Italíu,
JAventis Pasteur, Frakklandi, 5Genfarháskóli, Sviss
ingileif@landspitali.is
Inngangur: Langtímavernd gegn sýkingum byggist á ónæmis-
minni. Við höfum sýnt að bólusetning nýburamúsa með prótein-
tengdri pneumókokkafjölsykru (Pnc-TT) ásamt ónæmisglæðin-
um LT-K63 undir húð (s.c.) eða um nef (i.n.) vekur myndun á fjöl-
sykrusértæku ónæmisminni. Hrein fjölsykra (PPS) örvar minn-
isfrumurnar (endursvörun) ef hún er gefin i.n., en eyðir/hindrar
PPS sértækt minnissvar ef hún er gefin s.c. með/án LT-K63.
Efniviður og aðferðir: Markmið rannsóknarinnar var að kanna
frekar áhrif bólusetningarleiða og LT-K63 á minnismyndun.
Nýfæddar mýs voru bólusettar s.c., i.n. eða í kviðarhol (i.p.) með
Pnc-TT+LT-K63. Endurbólusett var s.c., i.n. eða i.p. 16 dögum
síðar með hreinni PPS með/án LT-K63 eða saltvatni. IgG mótefni
gegn PPS voru mæld í sermi með ELISA. Verndandi ónæmi var
metið með að sýkja mýsnar um nef með pneumókokkum og telja
bakteríuvöxt (CFU/mL) í blóði og lungum 24 klukkustundum
síðar.
Niðurstiiður: Pegar endurbólusett var i.n. með PPS+LT-K63
varð aukning á PPS sértæku IgG hvort sem frumbólusetning var
s.c., i.n. eða i.p. með Pnc-TT+LT-K63. En þegar PPS var gefin
s.c. án LT-K63 eða i.p. með LT-K63 mældist ekkert endursvar
á mótefnum, hvort sem frumbólusett var s.c. eða i.p. með Pnc-
TT+LT-K63, og mótefnamagn var lægra en í músum sem fengu
saltvatn. Mikilvægast var að í músum frumbólusettum i.n. mældist
endursvar á mótefnum eftir PPS i.p. endurbólusetningu. 80-90%
rnúsa sem voru endurbólusettar með PPS+LT-K63 i.n. eða i.p.
voru verndaðar gegn blóðsýkingu, en 50-90% ef endurbólusett
var s.c.. Lungnasýking var minnst í þeim músum sem voru endur-
bólusettar i.n.
Ályktanir: Við drögum þá ályktun að slímhúðarbólusetning
nýburamúsa með Pnc-TT+LT-K63 sé öflug leið til að vekja mynd-
un á fjölsykrusértækum B-minnisfrumum, sem hægt er að endur-
örva með hreinni fjölsykru ef hún er gefin um nef eða í kviðarhol,
en ekki með stungu undir húð.
E 135 Virkni próteinbóluefna gegn pneumókokkasýkingum
í nýfæddum músum
Þóruiin Ásta Olafsdóttir':. Pétur Sigurjónsson1'2, James C. Paton3, Ingileif
Jónsdóttir1'2
'Onæmisfræöideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3Háskólinn í Adelaide,
Ástralíu
ingileif@landspitali.is
Inngangur: Próteinbóluefni eru almennt ódýr í framleiðslu og
ónæmisvekjandi í börnum. Pneumókokkaprótein eru mörg lík
milli hjúpgerða og gætu verið góður kostur til að vekja verndandi
ónæmi gegn mörgum hjúpgerðum. Pau prótein sem mest hafa
verið rannsökuð með tilliti til þessa eru pneumococcal surface
70 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90