Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 74

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 74
AGRIP VEGGSPJALDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl V 08 Smíði sprouty genaferja til að kanna hlutverk sprouty stjórnpróteina í týrósín kínasa örvuðum æxlisfrumum Silja Dögg Andradóttir'. Magnús Karl Magnússon2 ‘Læknadeild HI, 2rannsóknastofa í blóðmeinafræði og erfða- og sameinda- læknisfræði Landspítala magnuskm@Icmdspitali.is Inngungur: Týrósín kínasar eru lykilvaxtarstjórnarprótein og hafa örvandi stökkbreytingar í þessari genafjölskyldu verið tengdar fjölmörgum æxlistegundum. Við höfum klónað og lýst eiginleikum nýs krabbameinsgens af þessum flokki, RabaptinS- PDGFfiR, sem er samrunagen þar sem PDGF6R týrósín kínasa- hneppi hins nýja samrunapróteins er viðvarandi örvað. Genið var einangrað úr sjúklingi með langvinnt mergfrumuhvítblæði en skyldum samrunagenum af flokki týrósín kínasa hefur verið lýst í mörgum undirflokkum mergfrumuhvítblæða. Nýlega hefur verið lýst nýrri genafjölskyldu sem kallast sprouty og hafa þau hlutverki að gegna í því að bæla boð frá týrósín kínösum. Fjögur afbrigði eru þekkt í mönnum (sprouty 1-4) en ekkert er vitað um hlut- verk þessara gena við að bæla boð frá örvuðum týrósín kínösum í æxlisfrumum. Við höfum lokið smíði genaferja til að rannsaka hugsanlegt stjórnunarhlutverk sprouty í vaxtarstjórnun PDGF6R örvaðra æxlisfrumna og þannig fá beinar upplýsingar um hvort þessi genafjölskylda hafi hlutverki að gegna í þeim flokki æxla sem einkennast af stökkbreyttum týrósín kínösum. Aðferðir og niðurstöður: Sprouty 1-3 genin eru öll í einni útröð og var því hægt að magna genin beint upp úr genómísku manna- DNA. Öll genin voru mögnuð upp framan við stopp-kóða gen- anna til að hægt væri að klóna þær inn í tjáningargenaferju sem inniheldur 3'endamerkt Myc og His epítóp. PCR afurðirnar voru í fyrsta skrefi klónaðar TA-klónunar-genaferju. Sprouty genin þrjú í genaferjunum voru öll raðgreind til að tryggja að engar stökkbreytingar hefðu átt sér stað. Lokaskrefið í smíði ferja var síðan flutningur genanna úr TA-klónunar ferjunum yfir í tjáning- arferju, pcDNA3.1-3'His-myc-tag. Þessar sprouty-genatjáning- arferjur eru nú tilbúnar til notkunar í frumulínum. Nú standa yfir sýkingar með genatjáningarferjunum í frumulínuna Ba/F3, sem innihalda Rabaptin-5-PDGFfiR samrunagenið til að kanna áhrif sprouty fjölskyldunnar á týrósín kínasa æxlisgen. Alyktanir: Smíðaðar hafa verið genaferjur sem innihalda sprouty 1-3 og því verið sköpuð forsenda til að kanna hlutverk þessarar genafjölskyldu í stjórnun á æxlisgenum af fjölskyldu týrósín kín- asa. V 09 Varðveisla Mitf umritunarþáttarins veitir upplýsingar um starfsemi Jón Hullstcinn Hallsson, Alexander Schepsky, Eiríkur Steingrímsson Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar HI jonhal@hi.is Inngangur: Mitf umritunarþátturinn er meðlimur í MYC fjöl- skyldu basic-Helix-Loop-Flelix Leucine zipper umritunarþátta. Yfir 25 stökkbreytingar hafa fundist í Mitf geni músarinnar auk fjölmargra stökkbreytinga í Mitfgeni annarra lífvera. í mönnum eru þekktar að minnsta kosti átta stökkbreytingar og valda þær Tietz og Waardenburg IIA heilkennum í mönnum. Mitf er einnig tjáð í nær öllum melanóma æxlum sem skoðuð hafa verið. Mitf er því mikilvægt líkan fyrir rannsóknir á mannasjúkdómum auk þess að vera áhugavert líkan fyrir grunnrannsóknir á starfsemi umritunarþátta. Efniviður og aðferðir: í þessu verkefni berum við saman yfir 40 Mitf gena og afurðir þeirra í mismunandi lífverum, frá þráðorm- um til spendýra. Notast er við aðferðir lífupplýsingafræðinnar til að bera raðirnar saman, meta skyldleika og greina varðveitt hneppi í próteininu. Þessar upplýsingar mætti einnig nýta til þess að bera kennsl á aðrar mikilvægar raðir, svo sem áður óþekktar útraðir og stjórnraðir í stýrisvæðum gensins. Niðurstöður og ályktanir: Mitf genið er mjög vel varðveitt meðal spendýra. Sem dæmi má nefna að amínósýruröð próteinsins er því sem næst fullkomlega varðveitt. Meðal fjarskyldari lífvera minnkar varðveislan og ákveðin hneppi standa upp úr sem mjög vel varðveitt, þar með talið DNA bindihneppi próteinsins og tvenndarmyndunarhneppi. Auk þessara þekktu varðveittu svæða eru þrjár áður óþekktar raðir innan Mitf próteinsins sem eru mjög vel varðveittar milli fjarskyldra dýrategunda. Þessar raðir hafa enn ekki verið tengdar við ákveðið hlutverk í próteininu en gætu hugsanlega skýrt margt í hegðun Mitf próteinsins. V 10 Hlutverk SUMO próteins í starfsemi Mitf umritunar- þáttarins Bryndís Krogli Gísladóttir1. Alexander Schepsky1, Jón Hallsteinn Hallsson1, Gunnar J. Gunnarsson1, Eiríkur Steingrímsson1 'Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar HI bryndgi@hi.is Inngangur: Mitf próteinið er meðlimur MYC stórfjölskyld- unnar og tilheyrir umritunarþáttum af bHLHZip fjölskyldu. Rannsóknir á stjórnun á virkni Mitf umritunarþáttarins hafa leitt í ljós að fosfórýlering gegnir mikilvægu hlutverki í að auka umrit- unarvirkni og minnka stöðugleika próteinsins. Amínósýrurnar S73, S298, S307 og S409 eru fosfórýleraðar á sérvirkan hátt. Einnig er vitað að Mitf er ubiquitylerað á K201 og niðurbroti þess þannig stjórnað. Ýmislegt bendir til þess að SUMO-hópur- inn skipti máli fyrir starfsemi Mitf próteinsins en algengt er að viðbót hans bæli umritunarvirkni umritunarþátta. Markprótein sumoyleringar verða að innihalda svokallað SUMO-set, i|iKXE, þar sem K gegnir aðalhlutverki í tengingu við SUMO. Tvö slík set eru varðveitt í M/7/geninu. Efniviður og aðferðir: Til að greina hlutverk SUMO í starfsemi Mitf próteinsins í músum hafa bæði SUMO-setin verið stökk- breytt í Mitf geninu. Stökkbreyting var útbúin í BAC klóni sem ber allt M/7/genið fyrir utan exonl með notkun endurröðunarað- ferðar. Notast var við svokallaða „Hit and Fix“ aðferð. Niðurstöður: Búin hafa verið til tvö BAC klón með sitt hvora stökkbreytinguna í SUMO setunum, það er K182R og K316R. Unnið er að því að koma þeim klónum fyrir í mús sem ber Mitf stökkbreytingu en þannig má ákveða hvort og þá hvenær SUMO skiptir máli í starfsemi Mitf próteinsins. Auk þess er verið að búa til klón sem mun bera báðar stökkbreytingarnar. 74 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.