Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 75

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 75
AGRIP VEGGSPJALDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA H í ■ Ályktanir: Framköllun stökkbreytinga í BAC klónum með þess- um hætti hefur reynst bæði fljótlegt og ódýrt í framkvæmd. Mýs sem bera óvirk SUMO-set í Mitf munu hjálpa okkur að ákvarða þýðingu sumoyleringu á Mitf í lifandi lífveru. í kjölfarið verða gerðar in vitro og in vivo tilraunir til sjá hvort Mitf sé sumoylerað og skoða áhrif þess á lífefnafræðilega eiginleika Mitf. V 11 Stökkbreytingar í hylkispróteini og Vif próteini mæði- visnuveiru hafa áhrif á víxlritun veirunnar Stefán Ragnar Jónsson. Sigríður Rut Franzdóttir, Sigríður Matthíasdóttir, Ólafur S. Andrésson, Valgerður Andrésdóttir Tilraunastöð HI í meinafræði að Keldum stefanjo@hi.is Inngangur: Lentiveirur eru flokkur retróveira sem valda lang- vinnum sjúkdómum í spendýrum. Meðal lentiveira eru alnæmis- veiran (HIV-1) í mönnum og mæði-visnuveiran (MVV) í kind- um. Tvö klón af mæði-visnuveirunni hafa afar ólíka svipgerð í frumuræktum og in vivo þrátt fyrir að aðeins sé 1% munur á amínósýruröð þeirra. Klónaða veiran KV1772 er mjög sýkingar- hæf og fjölgar sér vel í æðaflækjufrumum og fósturliðþelsfrumum, en klónaða veiran KSl vex aðeins í æðaflækjufrumum en ekki í öðrum frumugerðum. Við höfum rakið þennan svipgerðarmun til tveggja stökkbreytinga, annarrar í hylkispróteini og hinnar í Vif próteini, og hefur hvorug stökkbreytingin þessi áhrif ein og sér. í þessari rannsókn voru áhrif þessara stökkbreytinga á víxlritun könnuð. Efniviður og aðferðir: Liðþelsfrumur úr kindafóstri og æðaflækju- frumur voru sýktar með mæði-visnuveirustofnum sem voru með hylkisbreytinguna eina og sér, stökkbreytinguna í Vif eina og sér, og báðar stökkbreytingarnar saman. DNA var einangrað með ákveðnu millibili fyrstu 36 tímana eftir sýkingu. Magn veiru- DNAs var ákvarðað með rauntíma PCR tækni. Tvö vísapör voru notuð, annað mælir upphaf, en hitt lok víxlritunar. Niðurstöður og ályktanir: Hvorki stökkbreytingin í hylki né stökkbreytingin í Vif hafði áhrif á víxlritun í fósturliðþelsfrumum eða í æðaflækjufrumum. Báðar stökkbreytingarnar saman drógu hins vegar bæði úr upphafi og lokum víxlritunar í fósturliðþels- frumum. Tilgáta okkar er sú að Vif próteinið verji hylkispróteinið fyrir veiruhindra úr frumunni. Pcssi veiruhindri virðist virka fyrir víxlritun eða við upphaf hennar. V12 Rannsókn á breytileika í príongeni í heilbrigðu ís- lensku þýði Stefanía Þorgeirsdóttir'. Ásta Dögg Jónasdóttir. Þórður Tryggvason2. Sveinn Guðmundsson’, Guðmundur Georgsson1 'Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum, 2læknadeild HI, ’Blóðbankinn stef@hi.is Inngangur: Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur (CJD) telst til príon- sjúkdóma sem draga nafn sitt af smitefninu príon (PrPSc) sem er einungis prótein, það er án erfðaefnis. PrPSc er umbreytt þrí- víddargerð eðlilegs himnupróteins (PrPc). Sýnt hefur verið fram á 22 stökkbreytingar í príongeninu (PRNP), allmargar þöglar en nokkrar valda ættlægum sjúkdómum. Að auki hefur fundist breytileiki í nokkrum táknum og hefur mest athygli beinst að tákna 129, þareð breytileiki í honum hefur áhrif á næmi fyrir sýk- ingu og jafnframt svipfar sýkingar, svo sem lengd meðgöngutíma, sjúkdómseinkenni og meinafræði. Markmið rannsóknarinnar var að ákvarða tíðni mismunandi breytileika í táknum 117 og 129 í príongeni heilbrigðra íslendinga og bera saman við tíðni hjá öðrum þjóðum. Auk þess var tíðni 24 basapara úrfellinga innan svæðis í N-enda príongensins rannsökuð. Efniviður og aðferðir: Við rannsóknina voru notuð sýni úr 208 heilbrigðum íslenskum blóðgjöfum, 104 af hvoru kyni. Erfðaefni var einangrað, príongenið fjölfaldað og skerðibútagreining notuð til að kanna breytileika í táknum 117 og 129. Við könnun á úrfell- ingum var samanburður gerður á stærð PCR-afurða og ef grunur lék á úrfellingu var skerðibútagreining framkvæmd. Niðurstöður og ályktanir: 4,7% reyndust vera arfblendin um breyti- leikann í tákna 117, enginn var arfhreinn og 95,3% höfðu ekki breytileikann. Breytileikinn hefur ekki verið kannaður víða en þetta er sambærileg tíðni og fundist hefur í Tyrklandi. Af íslenska úrtakinu voru 46,6% M/M í tákna 129, M/V voru 44,7% og 8,7% voru V/V. Niðurstöður rannsóknarinnar á tákna 129 sýndu að tíðni mismunandi breytileika hérlendis var áþekk því sem lýst er með nágrönnum okkar í Evrópu. Þess væri því að vænta að tíðni spCJD væri svipuð hér. Árleg dánartíðni hérlendis er hins vegar 0,4-0,5 á milljón íbúa, en víðast hvar í grannlöndum okkar um 1 á milljón íbúa. Urfelling á 24 basapörum fannst ekki innan úrtaksins en tíðni þessa breytileika í heilbrigðu þýði er talin vera mjög lág. V 13 Áhrif erfðabreytileika í MCP-1 og CCR2 á kransæða- sjúkdóma. Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar Kristjana Bjarnadóttir'. Guöný Eiríksdóttir1. Thor Aspelund', Vilmundur Guðnason1-2 'Rannsóknastöö Hjartaverndar, 2læknadeild HÍ kristjana@hjarla.is Inngangur: Rannsóknir á músalíkönum hafa sýnt að skortur á geni fyrir MCP-1 (monocyte chemotactic protein-1) eða geni fyrir CCR2, viðtaka MCP-1, hindrar myndun æðakölkunar og gætu þessar sameindir spilað stórt hlutverk í þróun kransæðasjúkdóms. Tilgangur þessarar rannsóknar var að rannsaka áhrif erfðabreyti- leika í MCP-1 geninu í stöðu -2518 og -2076 og erfðabreytileika í stöðu 190 í CCR2 geninu á æðakölkun í íslensku þýði. Efniviður og aðferðir: Gerð var viðmiðatilfella rannsókn úr Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar á 279 einstaklingum. Tilfelli (93) voru skilgreind sem þeir sem höfðu fengið hjartaáfall, geng- ist undir PTCA eða CABG fyrir 70 ára aldur. Tvö sjúkdómslaus viðmið (186) fyrir hvert tilfelli voru pöruð með tilliti lil aldurs og kyns. Arfgerðagreining var gerð með PCR, skerðiensímum og rafdrætti á MADGE gelum. Tíðni samsæta milli tilfella og við- miða var borin saman með kí-kvaðrat prófi og samverkun milli erfðabreytileika og helstu áhættuþátta kransæðasjúkdóma (kóle- steról, þríglyseríð, ESR, BMI, blóðþrýstingur og reykingar) var metin með logistic regression. Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.