Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 81

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 81
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ V 28 Samband DNA skemmda í heilkjarnafrumum úr blóði og heildarandoxunargetu plasma við fjölómettaðar fitusýrur í rauðum blóðkornum úr konum Auður Ý. Þorláksdóttir1, Guðrún V. Skúladóttir2, Laufey Tryggvadóttir3, Anna L. Pétursdóttir2, Sigrún Stefánsdóttir3, Hafdfs Hafsteinsdóttir3, Helga M. Ögmundsdóttir3, Jórunn E. Eyfjörð3, Jón J. Jónsson1, Ingibjörg Harðardóttir' 'Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar HÍ, 2Lífeðlisfræðistofnun HÍ, ’Krabbameinsfélag íslands ih@hi.is Inngangur: Talið er að oxun fjölómettaðra fitusýra fjölgi mynd- efnum lípíðperoxunar og minnki andoxunargetu og að hvoru tveggja geti leitt til aukinna DNA skemmda. Efniviður og aðferðir: Safnað var blóðsýnum úr 99 konum. Fitusýrusamsetning í rauðum blóðkornum var greind í gasgreini. Andoxunarvirkni í plasma var mæld með TEAC aðferð. DNA brot, H202 framkallaðar DNA skemmdir og basaskemmdir greindar með formamídópýrimídín glýkósýlasa (FPG) í einkjarna frumum voru metnar með halaaðferð (comet assay). Styrkur tókóferóla og karótenóíða í plasma var mældur með vökvagreini. Upplýsingar um lífsstílsþætti fengust með spurningalista (reyk- ingar, áfengisneysla og lýsisneysla) og líkamsþyngd og hæð var skráð. Samband milli breyta var metin með Pearsons fylgnistuðli og fjölþátta aðhvarfsgreiningu. Helstu niðurstöður: Jákvæð fylgni var milli heildarandoxunar- getu í plasma og n-3 fjölómettaðra fitusýra í rauðum blóðkomum. Neikvæð fylgni var milli heildarandoxunargetu og n-6 fitusýra sem skýrðist af sterkri neikvæðri fylgni milli n-6 og n-3 fjölómettaðra fitusýra í rauðum blóðkornum. Jákvæð fylgni var milli DNA brota í einkjarna frumum og fjölómettaðra (n-3 og n-6) fitusýra í rauð- um blóðkornum. Engin fylgni var milli H202 framkallaðra DNA skemmda og fjölómettaðra fitusýra, né milli FPG-staða í DNA og fjölómettaðra fitusýra. Þá var engin fylgni milli DNA skemmda í einkjama frumum úr blóði og heildarandoxunargetu í plasma. Alyktanir: Niðurstöðurnar benda til að aukinni inntöku á ómega- 3 fjölómettuðum fitusýrum fylgi aukin andoxunargeta í plasma. Hin jákvæða fylgni milli DNA brota í einkjarna frumum og fjöl- ómettaðra fitusýra í rauðum blóðkornum er ekki talin tengjast oxun þar sem engin fylgni var milli sértækari oxunarskemmda á DNA og fjölómettaðra fitusýra í rauðum blóðkornum. V 29 Áhrif af ofáti fjölómettaðra fitusýra á líkamsþyngd og fitusýrusamsetningu vefja í rottum Kjartan Ólafsson', Guðrún V. Skúladóttir', Jón Ó. Skarphéðinsson1, Ragn- hildur Heiðarsdóttir1, Aðalheiður R. Jóhannesdóttir', Helgi B. Schiöth2, Logi Jónsson' ‘Lffeðlisfræðistofnun HÍ, 2taugalífeðlisfræðideild Háskólans í Uppsölum kjartol@hi.is Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt að þegar dýr fá mjög hátt hlut- fall orku (58%) úr fitu, leiðir neysla á fóðri með háu hlutfalli af ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum til minni fitusöfnunar en neysla á öðrum gerðum af fitusýrum. Tilgangur þessarar tilraunar var að kanna áhrif ofáts af fóðri með orkuinnihald úr fitu í meðailagi (7,5%) en með mismunandi fjölómettun á þyngdaraukningu og fitu- sýrusamsetningu fituefna í blóðvökva, fituvef og rákóttum vöðva. Efniviður og aöfcröir: Wistar rottum var skipt í þrjá fóðurhópa, sem innihélt mettaða fitu (tólg), ómega-6 fjölómettaða fitu (sól- blómaolíu) eða ómega-3 fjölómettaða fitu (lýsi). Orkuinnihald fitu í fóðri var 7,5%. Ofát og offita var framkölluð með stöðugu innrennsli af hindra melanókortín viðtaka í heilahol í 14 daga. Viðmiðunardýr fengu tilbúinn mænuvökva. Niðurstöður: Dýrin sem fengu hindrann átu 50% meira fóður og þyngdaraukningin var fjórfalt meiri en hjá viðmiðunardýrunum. I fosfólípíðum vöðva leiddi ofát í fóðurhópunum þremur til hærri hluta (%) af einómettuðum fitusýrum og ómega-6 fitusýrunni lín- ólsýru og til lægri hluta af ómega-6 fitusýrunni arakidónsýru (AA) og ómega-3 fitusýrunni dókósahexaensýru (DHA) en í viðmiðun- ardýrunum. Jákvætt línulegt samband var á milli hluts DHA í fos- fólípíðum blóðvökva og vöðva. Tilraunadýrin sem fengu lýsisfóður höfðu lægri hlut af AA og hærri af DHA í fosfólípíðum vöðva borið saman við þau dýr sem fengu tólg- eða sólblómafóður. Alyktanir: Lífsnauðsynlega ómega-3 fitusýran DHA í fæðu end- urspeglast í fosfólípíðum blóðvökva og verður byggingarefni fituefna himnu í vöðva. Fitusöfnun sem myndast við ofát virðist vera óháð gerð fitusýra í fóðri, þegar hlutfall orku úr fitu er í meðallagi. V 30 Áhrif ómega-3 fjölómettaðra fitusýra á frumuboða- myndun kviðarholsátfrumna in vitro Ingibjörg Helga Skúladóttir, Ólöf Birna Margrétardóttir, Dagbjört Helga Pétursdóttir, Ingibjörg Harðardóttir Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar HÍ ih@hi.is Inngangur: Omega-3 fjölómettaðar fitusýrur hafa margvísleg áhrif á bólgu- og ónæmissvör. Þessi áhrif ómega-3 fitusýra eru talin að hluta vera vegna áhrifa ómega-3 fitusýra á frumuboða- myndun. Niðurstöður rannsókna á áhrifum ómega-3 fitusýra á frumuboðamyndun kviðarholsátfrumna ex vivo og in vitro hafa ekki verið samhljóða. Mismunandi niðurstöður gætu skýrst af því að í in vitro rannsóknum hefur verið notast við frumulínur en ekki frumur beint úr kviðarholi músa. í þessari rannsókn voru könnuð áhrif ómega-3 fjölómettaðra fitusýra á myndun bólg- uhvetjandi frumuboða, TNF-a, og bólguhemjandi frumuboða, IL-10, í kviðarholsátfrumum úr músum in vitro. Efniviður og aðfcrðir: Frumum var safnað úr kviðarholi BalbC músa og þær viðloðunareinangraðar og ræktaðar með og án mismunandi fitusýra (línólsýru (LA), arakídonsýru (AA), eikós- apentaensýru (EPA) og dókósahexaensýru (DHA)). Fyrir rækt- un voru fitusýrurnar tengdar albúmíni í hlutfallinu 3:1 í 16 klst. Fitusýrurnar voru fjarlægðar áður en frumurnar voru örvaðar með LPS í 24 klst. TNF-a og IL-10 var mælt með ELISA-aðferð. Niðurstöður: Kviðarholsátfrumur sem voru ræktaðar með ómega-3 fitusýrunum, EPA og DHA, mynduðu meira TNF-a og minna IL-10 en kviðarholsátfrumur sem voru ræktaðar með ómega-6 fitusýrunum, LA og AA. Þessar niðurstöður eru sam- hljóða niðurstöðum okkar og annarra á áhrifum ómega-3 fitusýra á frumuboðamyndun kviðarholsátfrumna músa ex vivo. Alyktanir: Niðurstöðurnar sýna að áhrif ómega-3 fitusýra í rækt á frumuboðamyndun kviðarholsátfrumna úr músum in vitro eru Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 81
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.