Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 82

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 82
AGRIP VEGGSPJALDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl svipuð áhrifum ómega-3 fitusýra í fæði á frumuboðamyndun kviðarholsátfrumna ex vivo. Þessar niðurstöður benda til að hægt sé að nota in vitro rannsóknir á kviðarholsfrumum úr músum til að kanna með hvaða hætti ómega-3 fitusýrur hafa áhrif á frumu- boðamyndun þeirra. V 31 Tjáning kítínasa-líkra gena breytist með kítósan með- höndlun á manna hnattkjarna átfrumulínu (THP-1) Olafur B. Einarsson1, Jón M. Einarsson2, Jóhannes Gíslason2, Finnbogi R. Þormóðsson' 'Rannsóknarstofan í líffærafræði HI, 2Primex ehf. olafure@hi.is Inngangur: Kítínasa-lík gen tjá prótein í mönnum með til- tölulega óþekkta virkni. Þetta eru prótein eins og HCgp-39 / YKL-40, YKL-39, TSA1902 / AMCase og Chitotriosidase. Aðeins AMCase og Chitotriosidase hafa reynst vera með kítín ensímvirkni (Owhashi M 2000) en virkni hinna próteinanna er lítið þekkt. Aukin tjáning próteinanna hefur leilt í ljós tengsl þeirra við ýmis meinferli og er hún meðal annars talin merki um mismunandi stig eða þróun krabbameina (Morrison BW, Leder P 1994; Jensen BV 2003; Hogdall EV 2003; Tanwar MK 2002; Johansen JS 2003). Aukin HCgp-39 tjáning hefur verið tengd við glioblastoma multiforme krabbamein í stórátfrumum umhverfis æxlisvöxt (Shostak K 2002) og tjáningin því ekki endilega í æxli- frumum krabbameina. Við könnuðum tjáningu genanna í ýmsum vefjasöfnum og í æxlisfrumulínunni THP-1. í framhaldi af því könnuðum við hvort hægt væri að hafa áhrif á þessa tjáningu með kítósan meðhöndlun. Efniviður og aðferðir: Tjáning í vefjum var skoðuð í aðkeyptum cDNA söfnum (Clontec). THP-1 frumulína var fengin frá ATCC og viðhaldið í rækt með RPMI-1640 æti 5% kálfasermi, 100 U penicillín/ml og 100 pg afstreptómýcín/ml (Gibco). Frumur voru meðhöndlaðar með 10'7 M PMA (Sigma) og 500 pg/ml kítósan (Primex). RNA var einangrað með Triagent (Molecular probes) aðferð og cDNA búið til með revertAid™ (Fermentas) með oligo(dT)lg primerum. Taq DNA polymerasi (Fermentas) war notaður fyrir hefðbundin PCR hvörf. Niöurstööur og ályktanir: Niðurstöðurnar sýna að kítínasa-lík gen eru tjáð í örvuðum (PMA) og óörvuðum THP-1 frumum. Þá sýna bráðabirgðaniðurstöður að hægt er að hafa áhrif á þessa tjáningu með kítósan meðhöndlun frumnanna í rækt. V 32 Bólgueyðandi áhrif methotrexats (MTX) byggist ekki á eyðingu (apoptosis) heldur á bælingu virkjunar- og viðloð- unarsameinda T-eitilfrumna Andrew Johnston, Jóhann Elí Guðjónsson, Hekla Sigmundsdóttir, Björn Rúnar Lúðvíksson, Helgi Valdimarsson Læknadeild HI, ónæmisfræðideild Landspítala aiulrewj@Iamlspitali.is Inngangur: Tiltölulegar litlir skammtar af MTX er algeng og yfirleitt áhrifarík meðferð gegn sóra eða iktsýki (RA). Það er hins vegar ekki ljóst hvernig MTX hamlar gegn þessum sjúk- dómum. Upphaflega var talið að MTX hefði beina hamlandi virkni á fjölgun hornfrumna í sórasjúklingum. Nú er hins vegar vitað að offjölgun hornfrumna í sóra er drifin áfram af efnum sem myndast við samspil T-frumna og makrófaka í sóraúlbrotum. Við rannsökuðum því áhrif MTX á T-frumur. Efniviður og aðferðir: Hnattkjarna hvítfrumur voru einangraðar úr blóði og örvaðar með streptókokka antigenum, ofurvökum (sup- erantigen) eða PHA. Áhrif MTX upp í lOpM þéttni á tjáningu viðloðunar- og ræsisameinda T-frumna voru könnuð í flæðifrumu- sjá. Einnig var kannað hvort MTX örvar apoptosis T-frumna, þá voru könnuð áhrif MTX á adenosinháð innanfrumuboðferli. Niðurstöður: MTX hindraði ræsingu T-frumna og tjáningu þeirra á viðloðunarsameindum. Þessi bæling tengdist ekki apoptosu. Bæling á viðloðunarsameindinni ICAM-1 var háð adenosini, en bæling á húðsæknisameindinni cutaneous lymphocyte antigen (CLA) var óháð adenosini. MTX þurfti að vera til staðar allan ræktunartímann (3-5 daga) til þess að viðhalda bælingu á CLA, en bæling á ICAM-1 hélt áfram eftir að MTX var fjarlægt úr ræktunum. Alyktanir: Það er ólíklegt að bólguhamlandi áhrif MTX bygg- ist á því að lyfið drepi T-frumur. Hins vegar bælir MTX ræsingu T-frumna og tjáningu viðloðurnarsameinda. Þessi bælivirkni er sumpart háð uppsöfnun á adenosini og sumpart ekki. Þakkir: Styrkt af Evrópusambandinu. V 33 Viðbótarræsing í gegn um CD28 upphefur bæliáhrif TGF-B1 á eitilfrumur Brynja Gunnlaugsdóttir1-3, Sólrún Melkorka Maggadóttir2-3, Björn Rúnar Lúðvíksson1'23 ‘Rannsóknastofa í gigtsjúkdómum, 2læknadeild HÍ, 3ónæmisfræðideild rannsóknastofnunar Landspítala brynja@landspitaii.is Inngangur: Transforming growth factor betal (TGF-þl) er eitil- frumuboðefni (cytokín) sem hefur umfangsmikil áhrif á T-frumu- starfsemi og er forsenda T-frumujafnvægis. Ekki er ljóst hvort áhrif TGF-þl á T-frumur ráðast af svipgerð (CD4 vs. CD8) eða ræsingarstyrk (lágur vs. hár styrkur anti-CD3 +/- anti-CD28). Markmið rannsóknarinnar var að svara þessari spurningu. Eftiiviður og aðferðir: Oþroskaðar T-frumur voru einangraðar úr naflastrengsblóði og ræstar með aCD3 (0,1 og 10 pg/mL) með og án aCD28 með eða án TGF-þl (10 ng/mL) í fjóra daga. Frumufjölgun (3H-Thymidín innlimun) og styrkur cytokína í rækt vont mæld. Niðurstöður: Niðurstöður sýndu að áhrif TGF-þl mótast að veru- legu leyti af hvoru tveggja svipgerð markfrumna og ræsingarstyrk. Þannig reyndust CD8+ frumur næmari fyrir bæliáhrifum TGF-þl en CD4+. Eitilfrumuboðefnamælingar á frumuræktarflotum sýndu að óþroskaðar T-frumur seyttu Thl tengdum boðefnum í meirihluta. TGF-þl bældi seytingu IL-2 (ThO), IFNy (Thl) og IL-5 (Th2) en örvaði seytingu Th2 og Thl boðefnanna IL-10 og TNFa. Bæliáhrif TGF-þl á IL-2 og IFNy (en ekki IL-5) reyndust háð ræsingarstyrk og féllu að miklu leyti niður við hámarksræs- ingu (aCD3=10 +aCD28). Bæliáhrif TGF-þl á fjölgun T-frumna sýndu sama mynstur. 82 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.