Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 95

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 95
AGRIP VEGGSPJALDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl Inngangur: Sjúklingar með langvinna lungnateppu (LLT) lýsa oft kvíða og þunglyndi samfara skertum lífsgæðum. Tilgangur rann- sóknarinnar var að kanna samband milli kvíða, þunglyndis, lífs- gæða og líkamlegs ástands hjá sjúklingum með LLT við útskrift af sjúkrahúsi. Efniviður og aðferðir: Um var að ræða framvirka samnorræna rannsókn sem fram fór samtímis á fimm háskólasjúkrahúsum á Norðurlöndunum. Sjúklingar sem innlagðir höfðu verið vegna versnunar á LLT svöruðu spurningum um heilsutengd lífsgæði (St. George Respiratory Questionnaire) og kvíði og þunglyndi voru metin með Hospital Anxiety and Depression Scale. Einnig var safnað upplýsingum um öndunarmælingar, reykingar og fleiri þætti. Niðurstöður: Alls voru 416 sjúklingar í rannsókninni sem upp- fylltu skilmerki um LLT. Þunglyndi og kvíði voru algeng meðal sjúklinga með LLT sem legið höfðu á sjúkrahúsi vegna versn- unar á LLT. Kvíði var algengari hjá konum en körlum (47% vs. 34%, p=0,009) og þeir sjúklingar með LLT sem enn reyktu voru kvíðnari (54% vs. 37%) og þunglyndari en þeir sem ekki reyktu (p<0,01). Það var ekki marktækt samband milli skerðingar á lungnastarfsemi og geðrænna kvilla. Heilsutengd lífsgæði voru lakari hjá þeim sem voru kvíðnir, þunglyndir eða hvoru tveggja. Geðkvillar tengdust öllum þáttum heilsutengdra lífsgæða. Alyktanir: Kvíði og þunglyndi eru algeng hjá sjúklingum með LLT og þeir hafa jafnframt skert heilsutengd lífsgæði. Einföld skimun fyrir kvíða og þunglyndi getur hjálpað til að greina LLT sjúklinga með lakari lífsgæði. Þannig má stuðla að sértækari með- ferð og bættu heilsufari. V 68 Örorka vegna sykursýki á íslandi Sigurður Thorlacius' LSigurjón B. Stefánsson1’23, Ástráður B. Hreiðarsson4, Arna Guðmundsdóttir4 'Tryggingastofnun ríkisins, 2læknadeild HÍ, 3taugalækningadeild. 4göngu- deild sykursjúkra Landspítala sigurdur. thorlacius@tr. is Inngangur: Algengi offitu og sykursýki henni tengdri hefur farið vaxandi á íslandi á undanförnum árum. Því má búast við að algengi örorku vegna sykursýki hafi einnig vaxið. Til að ganga úr skugga um hvort svo sé er hér borið saman algengi örorku vegna sykursýki á árunum 1990 og 2003. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar voru unnar úr gagnasafni Tryggingastofnunar ríkisins um alla sem metnir höfðu verið til örorku 1. desember árin 1990 og 2003. Kannað var í hve mörgum tilvikum greining sykursýki kom fyrir í örorkumati og hvort hún krafðist meðferðar með insúlíni eða ekki. Aflað var upplýsinga frá Hagstofu íslands um fjölda íslendinga á aldrinum 16-66 ára á sama tíma. Reiknað var algengi örorku vegna sykursýki. Helstu niðurstööur: Á milli áranna 1990 til 2003 jókst algengi örorku vegna sykursýki úr 0,162% í 0,243% hjá konum (50% aukning) og úr 0,101% í 0,211% hjá körlunr (109% aukning). Örorka vegna sykursýki sem krafðist meðferðar með insúlíni jókst úr 0,047% í 0,102% hjá konum (118% aukning) og úr 0,023% í 0,079% hjá körlum (248% aukning) og vegna annarrar sykursýki úr 0,115% í 0,141% hjá konum (22% aukning) og úr 0,078% í 0,131% hjá körlum (68% aukning). Á sama tíma jókst algengi örorku almennt úr 5,667% í 8,281% hjá konum (46% aukning) og úr 3,871% í 5,398% hjá körlum (39% aukning). Ályktanir: Hjá körlum hefur algengi örorku vegna sykursýki aukist verulega umfram algengi örorku almennt frá 1990 til 2003, sérstaklega vegna sykursýki sem krefst meðferðar með insúlíni. Hjá konum hefur á sama tíma ekki orðið marktæk aukning á örorku vegna sykursýki umfram algengi örorku almennt, en nokkur aukning á örorku vegna sykursýki sem krefst meðferðar með insúlíni. V 69 Hvar stendur hjúkrun í sambandi við lágmarksskrán- ingu vistunarupplýsinga á Landspítala? Asta Thoroddsenu, Guðrún Bragadóttir2, Laura Sch. Thorsteinson122, Lilja Þorsteinsdóttir2 'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Landspítali astat@hi.is Inngangur: Tilmæli Landlæknisembættisins um lágmarksskrán- ingu vistunarupplýsinga á sjúkrahúsum og almenn kröfulýsing fyrir sjúkraskrárkerfi hafa aukið kröfur til hjúkrunarskráningar. Rétt greining hjúkrunarvandamála er mikilvæg fyrir val á hjúkr- unarmeðferð sem best hentar og skráning hjúkrunargreininga og -meðferðar undirstrikar faglega ábyrgð hjúkrunarfræðinga í starfi. Tilgangur hjúkrunarskráningar á Landspítala er meðal ann- ars að veita yfirsýn yfir ástand og meðferð sjúklings, skapa sam- fellu í hjúkrunarmeðferð og grundvöll til að meta gæði veittrar hjúkrunar, tryggja öryggi sjúklings og skapa grunn fyrir kennslu og rannsóknir í hjúkrun. Efniviður og aðferðir: Átak var gert á Landspítala 2003 til að bæta hjúkrunarskráninguna. Kannanir voru framkvæmdar á öllum legudeildum þar sem staða skráningar á spítalanum var könnuð fyrir (n=362 hjúkrunarskrár) og eftir (n=355 hjúkrunar- skrár) átakið. Eftirfarandi þættir hjúkrunarskráningar voru athugaðir: upp- lýsingasöfnun, hjúkrunargreiningar, markmið, hjúkrunaráætlun og framvinduskráning. Engum persónugreinanlegum upplýs- ingum var safnað. Helstu niöurstöður: Skráningin batnaði í öllum þáttum er varða lágmarksskráningu vistunarupplýsinga á milli ára. Notkun heilsu- farslykla fyrir upplýsingasöfnun jókst marktækt (p<.05). Notkun einstaklingshæfðra hjúkrunaráætlana jókst úr 68% í 82%, NANDA hjúkrunargreininga úr 71% í 86% á milli ára, skráning einkenna úr 43% í 73%, orsakaþátta úr 84% í 91% og NIC flokk- unarkerfisins til skráningar á hjúkrunarmeðferð um 55% (úr 5% í 60%). Ályktanir: Hinir ýmsu þættir hjúkrunarskráningar skapa þekk- ingargrunn fyrir klínískt starf og rannsóknir og eru nauðsynlegir við þróun upplýsingakerfa í hjúkrun. Niðurstöður varpa ljósi á gæði hjúkrunarskráningar á Landspítala og nýtast við frekara rannsókna- og þróunarstarf innan hjúkrunar. Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.