Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 100

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 100
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ verkefnisins var að auka leysni torleystra fléttuefna þannig að hægt væri að kanna áhrif þeirra á illkynja frumulínur. Valin voru þrjú fléttuefni, atranorín, fúmarprótosetrar sýra og (+)-úsnín sýra sem dæmi um torleyst efni af flokki depsíða, depsídóna og díbensófúrana. Leitast var við að finna hentug leysiefni sem ekki hafa áhrif á vöxt illkynja frumna. Efniviður og aðferðir: Könnuð voru áhrif leysiefna á frumuvöxt. Peir leysar sem höfðu lílil áhrif á frumuvöxt voru notaðir til að leysa fléttuefnin til að meta frumudrepandi áhrif þeirra. Virkni leysa og fléttuefnanna var könnuð á frumuvöxt illkynja manna- frumna; hvítblæðifrumulínu (K-562), brjóstakrabbameinsfrumu- línu (T-47D), briskirtilskrabbameinslínu (Panc-1) og blöðruháls- kirtilskrabbameinslínu (PC-3). Niðurstöður: í frumuprófunum höfðu própýlen glykól, PEG 400 og 2-hydroxyprópyl-þ-cyclodextrín og 2-hydroxyprópyl-y-cycl- odextrín minnst frumudrepandi áhrif. Cyklódextrín-afleiðurnar reyndust henta best til að auka leysni fléttuefnanna. Hvorki fúmarprótosetrar sýra né atranorín reyndust hafa virkni á frumu- línurnar í þeirri þéttni sem prófað var en (+)-úsnín sýra sýndi talsverða frumuhemjandi virkni; ED50 var 4,3 mg/mL gegn Panc- 1, 2,9 mg/mL gegn T47D, 4,7 mg/mL gegn K562 og 8,9 mg/mL gegn PC-3. Alyktanir: Niðurstöður sýna að leysarnir própýlen glykól og PEG 400 svo og cýklódextrínafleiður hafa lítil áhrif á frumulínur og henta því til að að kanna frumudrepandi áhrif torleystra fléttu- efna og hugsanlega annarra náttúruefna. V 82 Virkni mónókaprínlausna gegn örverum sem sýkja munnhol Þórunn Ó. Þorgeirsdóttir', Þórdís Kristmundsdóttir', Halldór Þormar2, W. Peter Holbrook3 'Lyfjafræðideild, 2Líffræðistofnun og 3tannlæknadeild H1 lhonlisk@hi.is Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt að náttúrulegt fituefni, mónó- kaprín (1-mónóglýseríð af kaprínsýru), er virkt gegn hjúpuðum veirum, svo sem vesicular stomatitis veiru, herpes simplex veiru, cytomegaloveiru, respiratory syncytial veiru, visnuveiru og alnæm- isveirunni í frumuræktaræti í tilraunaglösum. Markmið þessa verk- efnis var að kanna áhrif mónókaprínlausna á vöxt örvera sem eru algengar og sérstaklega með tilliti til munnholsflóru. Þar sem þessar örverur vaxa yfírleitt í örveruþekju (biofilm) á slímhúðinni var virkni mónókapríns könnuð gegn bakteríu sem ræktuð var við snertingu á flötum (það er að segja einföld örveruþekja) jafnframt því að prófa virknina í venjulegri vökvaræktun (planktonic ræktun). Efniviður og aðferðir: Framleidd var röð lausna af mónókapríni þar sem notuð voru yfirborðsvirku efnin polysorbate 20/40 og leysarnir própýlen glýkól eða glýkófúról 75 til að ná mónóglýs- eríðinu í lausn. Sýrustig lausnanna var stillt á 7. Virkni lausn- anna var prófuð gegn Streptococcus mutans, Candida albicans, Lactobacillus sp. og til samanburðar einnig gegn Stapliylococcus aureus, Echerichia coli og Pseudomonas aeruginosa. Örveruþekja af stofnunum var gerð með því að láta bakteríurækt drjúpa á ster- fla síupappírsskífu sem komið hafði verið fyrir á blóðagarplötu; síðan var ræktað yfir nótt við 37°C. 100 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 Niðurstöður: Mónókaprínlausnirnar sýndu virkni gegn þeim örverum sem prófaðar voru. Nokkur mismunur var á virkni eftir samsetningu lausnarinnar. í öllum tilfellum var virkni mónó- kapríns minni á örverur í örveruþekju heldur en í „planktonic" ræktun. C. albicans var sú örvera sem sýndi mesta næmni gegn mónókapríni en Strept. mutans sýndi einnig næmni. Alyktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að mónókaprín sé vænlegur kostur til að hindra myndun örveruþekju á slímhúð og mætti hugsanlega nota á gervitennur. V 83 Bakteríudrepandi monocaprín gel. Rannsókn á þoli og áhrifum á skeiðarflóru Arndís Vala Arnfinnsdóttir1, Reynir Tómas Geirsson1, Ingibjörg Hilmars- dóttir2, Guðrún S. Hauksdóttir2, Þórdís Krislmundsdóttir3, Þórunn Ósk Þorgeirsdóttir3, Halldór Þormar1 ‘Kvennasvið og 2sýklafræðideiid Landspítala, 3lyfjafræði- og 4líffræðideild HÍ reynirg@landspitali.is Inngangur: Gel sem innihalda 1- monoglycerid af capric sýru (monocaprín) eru virk gegn ýmsum veirum og bakteríum, meðal annars kynsjúkdómum í in vitro rannsóknum. Monocaprín finnst víða í náttúrunni og heldur virkni sinni í súru umhverfi. Þessi rannsókn var gerð til að kanna hvernig monocaprín gel þolist í leggöngum og hvaða áhrif það hefur á skeiðarflóru. Efniviður og aðferðir: Tvíblind rannsókn var gerð á 46 konum sem leituðu eftir fóstureyðingu snemma í meðgöngu á kvennadeild Landspítalans. Helmingurinn fékk gel með monocapríni í leggöng en hinn helmingurinn fékk lyfleysu og réði hending því í hvorum hópnum þær lentu. Strok voru tekin frá leggöngum til að meta fjölda lactobacillus baktería og til greiningar á bacterial vaginosis. Jafnframt var tekið strok fyrir klamydíu. Konurnar svöruðu spurn- ingalista með spurningum um útferð og óþægindi eftir gjöf gelsins. Það voru tveir rannsóknarhópar: I fyrri hópnum var gel sett upp í leggöng 3-5 dögum fyrir fóstureyðingu og sýnataka endurtekin fyrir aðgerð. I seinni hópnum voru 26 konur sem settu gelið upp sjálfar 7-10 klukkustundum fyrir seinni sýnatöku og aðgerð. í þess- um hópi var að auki sýnataka fyrir GBS og E. coli. Niöurstöður: Hóparnir voru sambærilegir en í fyrri sýnatöku voru fleiri konur með bacterial vaginosis í lyfleysuhópnum, eða 56,5% borið saman við 26,1% í monocaprín hópnum. 39% kvennanna sem fengu monocaprín fundu fyrir vægum sviða en aðeins 9% í lyfleysuhópnum. í fjórum tilfellum urðu áhrif bacterial vaginosis vægari og í einu tilfelli jukust þau. GBS ræktaðist frá fimm konurn (11%) og sveppir frá 10 (22%). E. coli ræktaðist frá einni konu. Fimm konur (11%) voru með klamydíu. Alyktanir: Monocaprín getur valdið vægum sviða sem stendur yfir í stutta stund en hefur lítil áhrif á eðlilega skeiðarflóru eða á bacterial vaginosis. V 84 Eiginleikar mjúkra bakteríudrepandi efna Már Másson, Þorsteinn Þorsteinsson, Þorsteinn Loftsson Lyfjafræðideild HÍ mmasson@hi.is Inngangur: Katjónísk yfirborðsvirk fjórgild ammónfumsambönd 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.