Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 104

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 104
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ V 93 Virkni mónókapríns gegn sveppasýkingum undir gervitönnum W. Peter Holbrook', Iris Axelsdóttir2, Pórunn Ósk Þorgeirsdóttir3, Skúli Skúlason3-4, Þórdís Kristmundsdóttir3 ‘Tannlæknadeild, 2læknadeild og 3lyfjafræöideild Hí, 4Líf-Hlaup ehf. thordisk@hi.is Inngangur: Slímhúðarbólgur undir gervitönnum af völdum Cand- ida sp. eru algengar hjá öldruðum. í stað fúkkalyfjameðferðar er sótthreinsun góður kostur. Markmið rannsóknarinnar var að kanna sótthreinsun gervitanna með mónóglýceríðinu mónó- kaprín sem hefur reynst vel in vitro gegn sveppum. Efniviður og aðferðir: 32 sjálfboðaliðar á dagdeild, öldrunardeild Landspítala tóku þátt í rannsókninni. Sjúklingum var gert að sótt- hreinsa gervitennur sínar í 0,5% mónókaprínlausn í að minnsta kosti tvær klukkustundir í senn. Sjúklingar voru skoðaðir í upphafi rannsóknar þar sem ástand slímhúðar og hreinlæti gervitanna var metið og spurt var stuttra spurningar er vörðuðu gervitennur og munnhol. Tekin voru sýni fyrir svepparæktun úr gómi, gervitönn- um og tungu fyrir meðferð, eftir meðferð og fjórum vikum eftir meðferð. Til ræktunar var notaður CHROMagar Candida®. Niðurstöður: Sveppasýking er enn mjög algeng hjá öldruðum með gervitennur. Hefur ástandið ekki batnað frá fyrri rann- sóknum 1988-1990. Einungis 4/32 (12,5%) sjúklinga voru með heilbrigða munnslímhúð og 21/32 (66%) voru með munnþurrk. Að meðaltali voru 26/32 (83%) með sveppasýkingu í munn- slímhúð. Marktæk lækkun var á sveppatalningu eftir meðferð á gervitönnum og tungu en lækkun var ekki marktæk fyrir góm. Sveppatalning hækkaði með þriðju sýnatöku sem bendir til þess að mónókaprín hafi ekki langtímaáhrif. Efnið virkaði betur á hreinar tennur. Alyktanir: Vegna algengi sýkingar og munnþurrks og ástands munnslímhúðar og gervitanna eru lífsgæði þessa sjúklingahóps skert. Mónókaprín sýndi virkni á sýkingum en nauðsynlegt er að gera viðameiri rannsókn. Ennfremur er þörf á frekari athugun- um á öðrum þáttum munnheilbrigðis, til dæmis munnþurrki og ástandi slímhúðar og gervitanna. V 94 Algengi og nýgengi sykursýki og efnaskiptavillu á íslandi Jóhannes Bcrgsveinsson’, Thor Aspelund2, Rafn Benediktsson12 3 ’Læknadeild HÍ, 2Hjartavernd, 3innkirtladeild Landspítala johaber@hi.is Inngangur: Algengi og nýgengi sykursýki og efnaskiptavillu (Metabolic Syndrome) hefur aukist gríðarlega í hinum vestræna heimi en einnig í svokölluðu þróunarlöndum. Á síðustu árum hafa verið lögð til ný og mismunandi greiningarskilmerki fyrir sykursýki sem leitt hefur til ósamræmis hvað algengistölur varðar. Tilgangur þessarar rannsóknar er að meta algengi og nýgengi syk- ursýki af tegund 2 (SS2) og efnaskiptavillu á Islandi á tímabilinu 1967-2002 með mismunandi greiningarskilmerkjum (WHO'85, ADA'97, WHO'99). Efniviður og aðfcrðir: Notuð voru gögn úr þremur rannsókn- um Hjartaverndar: Hóprannsókn Hjartaverndar, Afkomenda- rannsókninni og Rannsókn á ungu fólki. Alls voru þetta 16.184 ein- staklingar 7747 karlar og 8437 konur. Skoðað var aldursbilið 45-64 ára. Rannsóknartímabilinu var skipt niður í fimm þversniðstímabil, 1967-72, 1974-79, 1979-84, 1985-91 og 1997-02, og var algengi og nýgengi SS2 og efnaskiptavillu metin á hverju tímabili. Niðurstöður: Algengi (95% öryggismörk) SS2 samkvæmt ADA'97 hefur á 30 ára túnabili vaxið úr 3,3% (2,6-4,0) í 4,9% (3,5-5,3) hjá körlum sem er um 48% hækkun og úr 1,9% (1,4-2,4) í 2,9% (1,9- 3,9) hjá konum á sama aldri, eða um 53% hækkun. Tímaleitnin var marktæk bæði hjá körlum og konum. Fyrir hvern einn sem er með þekkta sykursýki eru nú þrír með óþekkta sykursýki, en hlutfall óþekktrar sykursýki var vaxandi á rannsóknartímabilinu. Algengi efnaskiptavillu hefur aukist enn meira en SS2, úr 4,6% (3,8-5,4) í 8,7% (6,9-10,5) hjá körlum sem er um 90% hækkun og úr 2,8% (2,2-3,4) í 5,0% (3,8-6,2) hjá konurn sem er um 80% hækkun. Ályktanir: Ljóst er að sama þróun er að eiga sér staðar hérlendis og annars staðar hvað varðar hækkun á algengi SS2 og efnaskipta- villu en þó er algengi SS2 á íslandi með því lægsta sem þekkist í Evrópu. V 95 Hefur blóðþrýstingslækkun hjá konum og körlum á lyfjameðferð við háþrýstingi forspárgildi fyrir dauða? Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar Lúrus S. Guðmundsson1, Magnús Jóhannsson1, Guðmundur Þorgeirsson12, Nikulás Sigfússon2, Helgi Sigvaldason2, Jacqueline C.M. Witteman3 'Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði HÍ, 2Hjartavernd, 3Dpt. of Epide- miology and Biostatistics, Erasmus Medical Center, Rotterdam, Hollandi lsg@hi.is Efniviður og aðferðir: Langsniðsrannsókn á 9328 körlum og 10.062 konum úr rannsókn Hjartaverndar. Þátttakendur voru teknir inn í rannsóknina á tímabilinu 1967-1996. Tveir hópar ein- staklinga á meðferð við háþrýstingi voru skilgreind1- í upphafi: þar sem meðferðarmarkmið náðust og þar sem þau náðust ekki (slagbilsþrýstingur (SBP) >160 mmHg og/eða hlébilsþrýstingur (DBP) >95 mmHg). Helstu niðurstöður: Endapunktar voru dauði vegna hjarta- og æðasjúkdóma og dauði af hvaða orsök sem er. Af körlum með háþrýsting voru 24,8% (692 af 2792) á meðferð og af þeim náðu 38,3% (265 af 692) meðferðarmarkmiðum. Samsvarandi gildi fyrir konur voru 45,3% (1196 af 2642) og 52,7% (630 af 1196). Þegar einstaklingar sem ekki náðu meðferðarmarkmiðum voru bornir saman við hina í eftirfylgni sem stóð í allt að 30 ár, voru þeir sem ekki náðu meðferðarmarkmiðum í aukinni hættu á dauða vegna hjarta- og æðasjúkdóma: hazard ratio (HR) =1,47 (95% örygg- ismörk (CI): 1,06-2,02) hjá körlum og HR 1,70 (CI: 1,23-2,36) hjá konum. Hætta á dauða af hvaða orsök sem er var aukin hjá konum og körlum sem ekki náðu meðferðarmarkmiðum en sú hækkun var ekki tölfræðilega marktæk. Þegar blóðþrýstingur var greindur sem samfelld breyta var SBP heppilegri spábreyta en DBP fyrir báða endapunkta hjá konum. Slík niðurstaða fékkst ekki fyrir karla. Ályktanir: Blóðþrýstingslækkun einstaklinga á meðferð við háþrýstingi var tengd minnkaðri hættu á dauða vegna hjarta- og 104 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.