Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Side 106

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Side 106
AGRIP VEGGSPJALDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA HÍ 42,5±22,4 við útskrift (p<0,05). Við innlögn voru andnauðarstig hjá konunum (N=131) 52,5±23,0 og hjá körlunum (N=75) 47,3±22,4 (NS), en við útskrift var munur á andnauðarstigum orðinn marktækur, þar sem konur skoruðu 45,2±22,9 og karlar 37,7±20,8 (p<0,05). Sjúklingar með alvarlega offitu BMI>35 (N=49) sýndu ekki hærri andnauðarstig við innlögn en þeir sem voru með BMI<35 (50,9±23,0 vs. 48,9±22,5 NS). Veik en þó marktæk fylgni var á andnauðarstigum og FEVl % af áætluðu gildi (r2=0,138) fyrir endurhæfingu. Þegar BMI var bætt inn í fylgniútreikninginn breytti það litlu (r2=0,149). Þar sem mjög gott svarhlutfall fékkst við MAT listanum, teljum við hann hentugt mælitæki til að meta andnauð hjá lungnasjúklingum. Listinn er næmur á breytingar á andnauð fyrir og eftir endurhæfingu og gefur viðbótarupplýsingar við líf- eðlisfræðilegar rannsóknir. V 99 Samanburður á meinvirkni Candida dubliniensis og Candida albicans í tilraunasýkingum í músum Lena Rós Asinundsdóttir12, Ragnar Freyr Ingvarsson1, Helga Erlendsdóttir', Bjarni A. Agnarsson1-2, Magnús Gottfreðsson'2 ‘Landspítali, 2læknadeild HÍ lenaros@internet.is Inngangur: Candida dubliniensis er gersveppur sem fyrst var lýst meðal sjúklinga með alnæmi og sveppasýkingar í munni, koki og vélinda. Upphaflega var talið að þessi tegund ylli fyrst og fremst slímhúðarsýkingum hjá ónæmisbældum en orsakaði ekki ífarandi sýkingar. Nýlegar rannsóknir benda hins vegar til að blóðsýkingar af völdum þessa sýkils séu vangreindar. Markmið þessarar rann- sóknar var að rannsaka meinvirkni C. dubliniensis í músalíkani. Efniviður og aðferðir: Tveir stofnar af C. albicans (ATCC 90028 og einn klínískur stofn úr blóði) og þrír stofnar af C. dubliniensis (allt klínískir stofnar frá Landspítala) voru notaðir. Kvenkyns NMRI mýs, sem ekki voru ónæmisbældar, voru sýktar í blóð- braut með sama magni af sveppum. Fylgst var með lifun dýranna þrisvar á dag í sjö daga. Eftir sjö daga voru þau aflífuð og nýru og lifur fjarlægð. Fjöldi sveppa í líffærunum var ákvarðaður með líf- tölu (viability counting). Einnig voru gerðar sérlitanir fyrir sveppi og vefjafræðilegar breytingar metnar af meinafræðingi sem ekki hafði vitneskju um hvaða sveppategund orsakaði sýkinguna. Niðurstöður: Dánartíðni eftir sjö daga hjá dýrum sem sýkt voru með C. dubliniensis var 36%, en hjá þeim sem sýkt voru með C. albicans var hún 10% (p=0,001). Meðal dýra sem fengu sama fjölda sveppa í æð var sýklamagn í nýrum og lifur um það bil tvöfalt meira ef sýkt var með C. dubliniensis, í samanburði við C. albicans. Góð tengsl virtust vera á milli myndunar gerviþráða (pseudohyphae) annars vegar og dreifðra sýkinga og hærri dánar- tíðni hins vegar. Alyktanir: Niðurstöðurnar benda til að C. dubliniensis sé jafn- meinvirk eða jafnvel meinvirkari en C. albicans. Þessar niður- stöður koma nokkuð á óvart þar sem meinvirkni C. dubliniensis hefur reynst minni en C. albicans í sumum erlendum rannsókn- um, en í þeim rannsóknum var uppruni stofnanna ekki frá blóði. V100 Skeiðarsýklun (bacterial vaginosis). Hlutverk rann- sóknastofunnar Ingibjörg Hilmarsdóttir', Guórún Svanborg Hauksdóttir'. Jóna Dögg Jó- hannesdóttir1, Þórunn Daníelsdóttir2, Hugrún Þorsteinsdóttir2. Jón Hjalta- lín Ólafsson2 ‘Sýklafræöideild og 2húö og kynsjúkdómadeild Landspítala gusvhauk@landspitali. is Inngangur: Skeiðarsýklun (bacterial vaginosis) er algengasta orsök skeiðarbólgu. Sýnt hefur verið fram á að skeiðarsýklun teng- ist sýkingum í kynfærum kvenna og fyrirburafæðingum. Greining skeiðarsýklunar hefur annars vegar byggst á aðferð Amsels sem gerð er á læknastofum og hins vegar á aðferð Nugents sem gerð er á rannsóknastofum. Báðar aðferðirnar hafa reynst fremur þung- ar í vöfum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að bera saman nýja og einfaldari aðferð Thomassonar við fyrrnefndar aðferðir Amsels og Nugents. Aðferð Thomassonar er gerð á rannsókna- stofum og byggir á Gramsliluðum glerjum. Efniviöur og aðferðir: Tekin voru strok hátt úr skeið 327 kvenna sem komu á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítala. Sýni frá öllum konunum voru metin með aðferðum Amsels, Nugents og Thomassonar. Öll sýnin voru ennfremur ræktuð fyrir sveppum. Helstu niðurstöður: Skeiðarsýklun greindist hjá 106 (32%) kvenn- anna með aðferð Amsels, hjá 115 (35%) með aðferð Nugents og jafnmörgum með aðferð Thomassonar. Næmi, sértækni, jákvætt og neikvætt forspárgildi aðferðar Thomassonar borið saman við Amsel voru 88%, 90%, 81% og 94%, en 90%, 94%, 90% og 94%, borið saman við aðferð Nugents. 198 kvennanna höfðu einkenni um skeiðarbólgu, 76 (38%) þeirra greindust með skeiðarsýklun samkvæmt Thomasson aðferðinni og 59 (30%) með sveppasýk- ingu (níu höfðu hvort tveggja). Alyktanir: Rannsóknaraðferðir til að greina skeiðarbólgu hafa reynst þungar í vöfum. Þar sem einkenni hennar eru oft á tíðum ósértæk hafa orsakirnar oft ekki verið rétt greindar og því ekki meðhöndlaðar á réttan hátt. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að nýrri og einfaldari aðferð til greiningar skeiðarsýklunar, aðferð Thomassonar, sé fyllilega sambærileg við eldri viðurkenndar greiningaraðferðir. Aðferð Thomassonar ásamt samhliða sveppa- ræktun er góð og ódýr greiningaraðferð sem einungis tekur einn til tvo sólarhringa. Aðferðin auðveldar greiningu á skeiðarbólg- um og getur þannig stuðlað að markvissari meðferð. V101 Þýðing vægra blæðingaeinkenna og minnkaðrar virkni von Willebrands faktors hjá unglingum Brynja R. Guðmundsdóttir. Páll Torfi Önundarson Rannsóknastofa í blóðmeinafræöi LSH hrynjarg@landspitali. is Bakgrunnur «g efniviður: Til að meta algengi og þýðingu end- urtekinna blæðingaeinkenna (recurrent bleeding, RB) hjá almenningi dreifðum við spurningum um blæðingahneigð meðal tíundu bekkinga. Storkumælingar voru gerðar á þeim sem höfðu blæðingaeinkenni ásamt fjórum einkennalausum viðmiðum fyrir hvern einstakling með einkenni. Hér eru kynntar niðurstöður mælinga á von Willebrand faktor (vWF). Minnkuð virkni von 106 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.