Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Side 109

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Side 109
AGRIP VEGGSPJALDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA H I V 107 Sníkjudýr í þorskseiðum í strandeldi Matthías Eydal. Árni Kristmundsson, Slavko H. Bambir, Sigurður Helgason Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum meydal@hi.is Inngangur: Tilraunaeldi á þorskseiðum er nýlega hafið hér á landi. Markmið þessa verkefnis er að rannsaka hvaða sníkjudýra- sýkingar finnast í strandeldi þorskseiða og að meta áhrif þeirra á heilsufar seiðanna. Efniviður og aðferðir: Þorskseiði voru veidd í ísafjarðardjúpi haustið 2002, að meðaltali um 4 g á þyngd. Þau voru alin í um það bil 100-200 g þyngd og flutt í sjókvíar snemmsumars 2003. Á eldistímanum var einkum fylgst með ákveðnum tegundum sníkju- dýra og framvindu sýkinga. Beitt var aðferðum í sníkjudýra- og vefjameinafræði, auk annarra sýklarannsókna. Niðurstöður: Eftirtalin sníkjudýr greindust í seiðunum. Frumdýr: Bifdýrin Trichodina cooperi og T. murmanica á tálknum og roði og svipudýrið Ichthyobodo sp. á tálknum, auk svipudýrs í þvagblöðru. Myxidium sp., Zschokkella sp. og Loma sp. í ýmsum innri líffærum. Enn eitt frumdýr olli æxlisvexti í gervitálknum. Fjölfruma dýr: Agðan Gyrodactylus sp. á tálknum og roði og í meltingarvegi ögðutegundirnar Brachyphallus crenatus, Derogenes varicus, Lepidapedon elongatum og Podocotyle ato- mon. Lirfustig bandorma og hringormanna Anisakis simplex og Hysterothylacium aduncum fundust í innyflum. Þá greindust krabbadýrin Caligus sp. og Clavella adunca á roði. Aðrar sýkingar: Vörtur mynduðust á roði sökum veirusýk- ingar. Trichodina spp., Loma sp. og hugsanlega Ichthyobodo sp., ásamt æxlum í gervitálknum ollu sjúkdómseinkennum á þessu tímabili. Ályktanir: Sníkjudýr með einfaldan lífsferil (án millihýsla) eru lík- legust til að valda sjúkdómi í strandeldi. Umfang og afföll vegna sníkjudýra, svo sem Loma sp., voru meiri en búist var við. Rann- sóknin bendir til að Trichodina bifdýrasýkingar hafi marktæk neikvæð áhrif á holdstuðul seiða. Rannsóknum á sjúkdómsvöldum í eldi þorskseiða er haldið áfram. Þakkir: Verkefnið er styrkt af sjávarútvegsráðuneytinu. V 108 Sjúkdómseinkenni í sandhverfu [Scophthalmus maxi- mus L.) með kýlaveikibróður eða vetrarsár Bryndís Björnsdóttir, Slavko H. Bambir, Sigríður Guðmundsdóttir, Bjarn- heiður K. Guðmundsdóttir Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum bryndisb@hi.is Inngangur: Sandhverfa (Scophthalmus maximus L.) er mikil- væg eldistegund víða í Evrópu. Týpískir og atýpískir stofnar af Aeromonas salmonicida hafa einangrast úr sjúkum sandhverfum og sýnt hefur verið fram á næmi tegundarinnar fyrir Moritella viscosa (Mv). Aeromonas salmonicida undirt. achromogenes (Asa) veldur kýlaveikibróður og Mv veldur vetrarsárum. Mark- mið rannsóknarinnar var að lýsa sjúkdómseinkennum í sand- hverfu sýktri með Asa eða Mv. Efniviður og aðferðir: Sandhverfa (50g) var sýkt með sprautun í vöðva með mismunandi þynningum af Asa eða Mv. Sýkingin var framkvæmd við 9°C og fiskurinn alinn í 500 lftra kerum. Fylgst var með sandhverfunni í fimm vikur og dauði skráður daglega. Sýking var staðfest með einangrun viðkomandi bakteríu úr nýra. Sjúkum og deyjandi fiskum var safnað til vefjaskoðunar og sjúk- dómseinkennum lýst. Vefjasýni voru fixeruð í 10% formalíni og lituð með Giemsa litun. Niðurstöður: Dauði hófst 10 dögum eftir sýkingu með Asa og sáust opin sár við stungustað sjö dögum eftir sýkingu. Roði í húð og blæðingar við kjaft voru algeng ytri einkenni. Mikill gulleitur kviðarholsvökvi sást í fiskinum og blæðingar voru í ýmsum innri líffærum. Dauði hófst fjórum dögum eftir sýkingu með Mv og sáust opin sár við stungustað þrem dögum eftir sýkinguna. Sárin voru oft nokkuð djúp. Hreisturlos og blæðingar umhverfis kjaft voru einnig algeng einkenni. Drep sást í holdi og blæðingar í lifur. Aukin blóðsókn var í lifur, nýra og milti. Ályktanir: Sjúkdómseinkenni í sandhverfu sýktri með Asa eða Mv líkjast að mestu þeim einkennum sem áður hefur verið lýst í laxi sýktum með sömu bakteríum. Ekki var hægt að greina á milli Asa og Mv sýkingar með því að skoða sjúkdómseinkenni, heldur þurfti að staðfesta sýkingu með einangrun viðkomandi bakteríu. V 109 Tilraunir til að bólusetja þorsk gegn bakteríusjúkdóm- um Bjarnheiður K. Guömundsdóttir. Bryndís Björnsdóttir, Bergljót Magna- dóttir, Sigríöur Guðmundsdóttir Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum bjarngud@hi.is Inngangur: Fisksýklarnir Aeromonas salmonicid undirteg. achro- mogenes (Asa), Listonella anguillarum (La) og Moritella viscosa (Mv) hafa valdið miklum usla í laxeldi og eru einnig að valda skaða í þorskeldi. Eina þorskabóluefnið á markaði er gegn La. Fjölgilt laxabóluefni, AlphaJect5200 (ALPHARMA inc.), með La, Mv og A. salmonicida undirteg. salmonicida (Ass), er á markaði. Það ver lax gegn öllum nefndum bakteríum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna vörn bólusetts þorsks í tilrauna- sýkingum og meta áhrif bólusetningar á vöxt. Efniviður og aðferðir: Þorskseiði voru bólusett með AlphaJect 5200 með sprautun (0,1 ml) í kviðarhol (i.p.). Átta vikum síðar var sýkt með böðun eða sprautun í vöðva (i.m.). Fiskurinn var veginn í upphafi tilraunar og átta og 13 vikum frá bólusetningu. Samgróningar í kviðarholi af völdum ónæmisglæðis voru metnir átta og 13 vikum frá bólusetningu og einkunn gefin frá 0-6. Magn mótefna gegn hverjum bakteríustofni í blóðvatni var mælt með ELISA-prófi. Onæmisvörn var metin út frá hlutfallslegri lifun óbólusettra og bólusettra fiska. Marktækni niðurstaðna var metin með Fishers exact og Kruskal-Wallis prófum. Helstu niðurstöður: Bóluefnið veitti þorski góða ónæmisvörn gegn La, en ekki gegn Asa eða Mv. Einu sértæku mótefnin sem greindust í bólusettum þorski voru gegn Mv. Bólusetning dró marktækt úr þyngdaraukningu og breytingar í kviðarholi vegna Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 109
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.