Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Page 22

Frjáls verslun - 01.04.2006, Page 22
22 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 FORSÍÐUEFNI út í verslunarrekstur. „Foreldrar hennar ráku fataverslanirnar Pophúsið og Buxnaklaufina á sínum tíma og Ragnhildur kynntist verslunarrekstri hjá þeim. Við vorum alltaf að líta í kringum okkur og reyna að finna eitthvað sem gæti passað á íslenskan markað,“ segir Sverrir. Ragnhildur og Sverrir höfðu séð verslunina Noa Noa á ferðalagi í Kaupmannahöfn og merkið vakti áhuga hjá þeim. „Við sáum strax að vörur Noa Noa myndu passa vel á íslenskum markaði.“ Í ársbyrjum 1999 tók Sverrir sér sex mánaða leyfi frá störfum hjá Nýherja til að vinna með Ragn- hildi að opnun verslunarinnar Noa Noa í Kringl- unni en málin fóru á annan veg og hann ílentist í verslunarbransanum. „Það gerðist allt mjög hratt í sambandi við Noa Noa. Við unnum heimavinnuna vel áður en við höfðum samband við fyrirtækið og þeim leist vel á dæmið. Á fyrsta fundi lýstu þeir áhuga á frekara samstarfi en það var einn hængur á, við urðum að ákveða okkur strax ef við ætluðum að opna verslun á Íslandi sama ár. Við fengum viku til að ganga frá pöntunum og slógum til. Þrátt fyrir að vera ekki komin með húsnæði og eiga ekki túskilding með gati tókum við sénsinn og gerðum pöntun upp á tugi milljóna.“ Að sögn Sverris opnuðu þau fyrstu verslunina í Kringlunni og hún gekk betur en þau höfðu þorað að vona. Það varð eiginleg allt vitlaust að gera á fyrsta degi og verslunin gengur enn mjög vel. Sverrir heillaðist strax af verslunarrekstri og fannst hann mjög spennandi. „Hann fangaði mig frá upphafi. Það er mikil dínamík í verslunarrekstri og mikil samskipti við viðskiptavininn. Þetta er allt annar heimur en tölvubransinn þar sem maður sér sjaldnast viðskiptavininn og hann hefur í raun mun minna val. Endurgjöfin frá viðskiptavininum í verslun er mjög hröð og maður finnur um leið hvort hann er ánægður eða ekki.“ Þrátt fyrir gott gengi fóru Sverrir og Ragnhildur varlega í rekstrinum og gættu þess að fara ekki út í óþarfar fjárfestingar. Sverrir var með ódýrt skrif- borð inni á kaffistofu starfsmanna. Allur krafturinn var lagður í verslunina en minna í yfirbygginguna. Velgengni Noa Noa í Kringlunni varð til þess að hjónin opnuðu aðra verslun á Laugavegi sem þau ráku til ársins 2003. Sama ár færðu þau enn út kví- arnar og opnuðu NEXT í Kringlunni. „Þegar NEXT var í undirbúningi árið 2002 var erfitt að fá fjármagn í bönkum til verslunarreksturs eftir erfitt ár 2001 almennt í smásöluverslun. Við tókum því fjárfesta inn í það dæmi með okkur.“ Sverrir segir að NEXT hafi gengið mjög vel og að fjárfestingin hafi skilað sér hratt. Þegar Sverrir er spurður hvað reki hann áfram í viðskiptum svarar hann því til að það hafi alltaf staðið til að stækka fyrirtækið og renna frekari stoðum undir reksturinn. „Við vinnum alltaf heimavinnuna vel og skoðum málin frá mörgum hliðum áður en við tökum ákvarðanir en því er ekki að neita að það er mikill drif- Sverrir Berg Steinarsson, kaupsýslumaður og stjórnarformaður í Árdegi, Merlin og Degi Group, er fæddur í Reykjavík 5. janúar 1969. Mér finnst versl- unarrekstur mjög spennandi og hann fangaði mig frá upphafi. Það er mikil dínamík í verslunarrekstri og mikil nánd við viðskiptavininn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.